Miðvikudagur, 21. maí 2008
Múslimafóbía?
Þeir skellihlógu á Alþingi í dag, bara krúttlegt. Allir á þinginu eins og litlir krakkar að komast í frí. Ó sorrí, þeir vinna allir í fríinu þingmennirnir.
En það er nærri því það eina broslega sem hefur verið í fréttum dagsins.
Ég þarf ekki að tíunda hér allar hörmungarnar úr fréttum.
En svo horfði ég á Magnús Þór í Íslandi í dag. Ég var ákveðin í að blogga ekki mikið meir um Akranesmálið, af því það er ljótt og vont og mér líður illa yfir því að fólk skuli leggja sig í líma við að réttlæta það að það sé ekki hægt að taka á móti þessum 60 konum og börnum á tveimur árum.
Mér finnst það svo sorglegt, að þetta skuli yfirleitt vera í umræðunni. Við erum ekki fátæk þjóð. Ég trúi tæpast að einhver með fullu viti skrifi sig á lista og opinberi með því afstöðu sína til hörmunga fólks sem hvergi á griðastað í þessum heimi.
Mér er andskotans sama af hvaða þjóðerni þessar konur með börnin eru.
Þær eru velkomnar hvað mig varðar og flestra, eftir því sem ég kemst næst.
Magnús Þór er ekki hrifin af múslimum og hann gat ekki neitað því þó hann endurtæki í sífellu tugguna um ónógan undirbúning og ladídadída.
Ég er hrædd við fólk með svona viðhorf. Og að tala um að hjálpa fólki þar sem það er. Halló, er það ekki gert líka? Þetta fólk á hvergi heima, er erfitt að skilja það?
Ég legg til (þó ég fái auðvitað engu um það ráðið), að konurnar og börnin verði boðin velkomin hingað til Reykjavíkur, eins og Björk Vilhelmsdóttir stakk upp á að yrði gert.
Ég held nefnilega að Reykvíkingar myndu ekki kveinka sér mikið undan því.
Og btw þá stóð Sölvi sig asskoti vel, gaf ekkert eftir og reyndi að fá svör við spurningunum sem allir vilja fá svar við.
Af hverju tala Frjálslyndir ekki beint út með skoðanir sínar, t.d. gagnvart múslimum?
Það er varla eitthvað að skammast sín fyrir er það?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987154
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég missti af þessu öllu saman....
Hrönn Sigurðardóttir, 22.5.2008 kl. 00:04
Þú fellur í þann fúla pytt með mörgum öðrum að gera Magnúsi upp skoðanir. Svona alhæfing um lífsskoðanir manna vegna skoðunar á einu máli og útlegging þeirra á versta veg er mjög varasöm. Þetta minnir á öfgahægrikristna spinnið. "Þú ert fylgjandi hjónabandi samkynhneigðra, þ.a.l. ertu á móti guði og með fóstueyðingum og viðurkenndu það bara".
mandarin (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:08
Ég lái þér ekki Jenný að hafa haldið aftur af þér í þessari Akranesumræðu fram að þessu. Sumir undrast bara hvers vegna það þurfi stöðugt að staðhæfa hið augljósa aftur og aftur.
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.5.2008 kl. 00:11
Og þú mandarin fellur í þann fúla pytt að apa upp eins og páfagaukur þegar Magnús og co reyna að sverja af sér að það hafi ekkert með málflutning þeirra að gera hver uppruni þessara kvenna er.
En svo eru þeir ekki betri í yfirklórinu en það að stafsetningakunnátta barnanna er ekki fyrir hendi og það er mál!
Andrea, 22.5.2008 kl. 00:12
Jenný mín, eftir hvaða skoðunum og hvers ertu að kalla. Þær skoðanir sem fyrir liggja hljóta að vera nægileg rök fyrir því að kippa þessum hópi flóttamanna inn í samfélagið á Akranesi. Það segja allavega þeir sem þar ráða för. Síðan verða þeir að ráða fram úr þeim vandamálum sem upp kunna að koma, hvort sem þau verða félagsleg, trúarleg eða jafnvel fjárhagsleg. Látum á það reyna hvort sveitarstjórn Akraness hefur burði til að hýsa þessa "flóttamenn".
Þórbergur Torfason, 22.5.2008 kl. 00:16
Aumingja Magnús Þór, hann á svo bágt, það eru allir alltaf að gera honum upp skoðanir, og alhæfa um lífsskoðanir hans. -
Hljómar eins og biluð plata. - Hverslags bull er þetta í fólki, -
Karlkjáninn er kominn í hnút í ósvífnum útúrsnúningi og rökleysurugli, sem hann startaði sjálfur, enda stóð ekki steinn yfir steini í þvælunni sem upp úr honum vall. -
Um leið og ég hugsaði: Hættu bjóða okkur upp á þetta rugl,- reyndu í það minnsta, að snúa plötunni við, það hlýtur að vera eittthvað vitrænna hinum megin. -
Þá saumaði Sölvi kurteisislega að honum. Platan sporðrenntist, - en það dugði ekki til. - Helmingi meir af sama bulli, virtist hinum megin líka.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.5.2008 kl. 00:50
Af ótta við að vera máske bæði kallaður banani & fífl, þá bara kem ég hógværlega á framfæri að ég er ekki sammála þessari framsetníngu þinni um þetta málefni í þessum pistli þínum.
Steingrímur Helgason, 22.5.2008 kl. 00:53
Magnús er hættur í bæjarstjórn, manstu! Flóttamennirnir verða boðnir velkomnir hingað á Skagann og fá án efa frábærar móttökur. Hræðsluáróðurinn náði hæstu hæðum í bloggheimum, ekki hér á Skaganum þótt RÚV hafi reynt að sýna annað. Ég hef talað við fjölda fólks hér á Skaganum um þetta og ekki einn einasti hefur lýst yfir neinu nema ánægju með að fá flóttamennina.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.5.2008 kl. 01:20
Ég horfði á viðtalið....og sannfærðist enn frekar um það að Magnús er stútfullur af fordómum..hann sagði sjálfur, þetta fólk kemur úr allt öðru menningar umhverfi....óóó....er þess vegna ekki hægt að hjálpa þessu flóttafólki???? ég fékk hroll aftur og aftur við að hlusta á þetta yfirklór hjá manninum en Sölvi var flottur
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.5.2008 kl. 01:32
Steingrímur: Ég kannast ekki við að hafa kallað þig ávöxt hvað þá heldur fífl. Voðaleg viðkvæmni er þetta. ´
Guðríður: Mér er sagt að það sé undirskriftalisti í gangi uppi á Skaga gegn flóttamönnunum. Svo má endalaust kenna bloggheimum um, en Magnús Þór var í sjónvarpinu í kvöld og það er ekki skrýtið að maður bregðist við.
Hrafnhildur: Rétt.
Lilja Guðrún: Ég get bara dæmt út frá því sem ég sé og heyri og skv. því þá finnst mér það sama og þér.
Þórbergur: Þú setur flóttamenn í gæsalappir, hvað á það að þýða?
Andrea: Sammála.
Mandarín: Ég geri engum upp skoðanir. Ég hlusta og fylgist með. Ég á ekki í ímyndarvanda.
Hrönn: Af hverju heldur þú að ég hafi linkað á fréttina?
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2008 kl. 02:05
Róleg bara esskurnar. Þegar fólkið kemur hingað, sem verður vonandi, verður tekið á móti þeim með alla faðma útbreidda, fánum og dúllumdíum.
Held eins og Gurrí bendir á, að þetta sé mest megnis fjölmiðlafár.
Góðan daginn.
Þröstur Unnar, 22.5.2008 kl. 08:59
Þröstur: Rólegur í afneituninni. Það eru undirskriftalistar í gangi. Ekki kenna fjölmiðlum um. Fyrrv. formaður félagsmálaráðs hefur farið offari í fjölmiðlum. Þeim að kenna? I don´t think so.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2008 kl. 09:11
bakþankar Ólafs Sindra í Fréttablaði dagsins eru tóm snilld...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.5.2008 kl. 10:14
Jenný. Þetta hefur ekkert með uppruna þessara kvenna að gera en það skiptir engu máli. Það er hvimleiður málflutningur að í sífellu sé komið inn 'þetta er útaf því að ég/hann/hún er 'svona'' hysteríunni inn í umræðu sem hefur ekkert með bitbeinið að gera.
Þetta er furðulegt, vægast sagt, að í sífellu séu þeir sem hvað ötullast básúna sig sem baráttufólk gegn fordómum að spila út kynþáttakortinu í tíma og ótíma og draga þessvegna úr vægi þessa korts sem er vissulega mikilvægt þegar um alvöru kynþáttafordóma er að ræða.
Ég ætla að gera slíkt hið sama, sem meðlimur í FF og stjórn LUF (enda er líka annað ykkar merkja að setja alla einstaklinga ákveðins félagsskapar undir einn hatt - eins og við séum samlífisvera sem er óhæf um sjálfstæða hugsun - sem heita fordómar í minni bók) að saka þig um að þar sem þú ert ósammála mér, hljótir þú að vera kynþáttahatari, ég er jú rauðhærður.
Þetta er álíka málefnalegur málflutningur og þú og hinir sýndargæskustjórnmálabásúnendurnir hafið hér upp.
kv.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.5.2008 kl. 13:19
Ég er nú ekki í FF, hef reyndar þá skoðun að flokkakerfið sé úrelt fyrirbæri sem er dragbítur á framgang okkar mála. Ég hef hinsvegar ákveðnar skoðanir á þessu máli. Persónulega hef ég ekki heyrt eitt orð í þá veru að FF sé að neinu leiti að predika kynþáttahyggju, á nokkurn hátt. Og skoðun Magnúsar í þeim efnum held ég að liggi nú fyrir þótt hann hafi kannski verið svolítið klaufalegur.
Ég er sammála öllum um það að við eigum að sjálfsögðu að leggja til hjálparhönd þegar hennar er þörf. En mér finst nú samt, að þegar horft er til þeirra sem eru búnir að bíða eftir aðstoð frá hinu opinbera, SAMfélaginu SÍNU, að þá birtist skyndilega flötur á málinu , sem gerir þetta alltsaman svolítið kjánalegt. Við stöndum og vökvum blóm nágrannans og gleymum að klára að vökva okkar garð...
Ég er algjörlega hlynntur fjölmenningarsamfélgi, og vil gera ýmsar breytingar hér til að tryggja hag innflytjenda gagnvart t.d. hægriofstæki, trúarmismunun, nútíma þrælahaldi eins og starfsmannleigum, ósvífnum leigusölum ofl ofl. Ég vil meina að við séum ekki í stakk búin til að vera þeir gestgjafar og mannvinir og við viljum.
Það verður örugglega tekið vel á móti þessum Palestínsku konum, og þær munu örugglega leggja sín lóð á vogarskálar skilnings og umburðarlyndis á Íslandi. Og það er gott.
Þetta er hinsvegar ekki málið, málið er í raun ekki þessar konur. Ofstæki þeirra sem hrópa " rasistar rasistar" er orðið slíkt að það jaðrar við trúarbrögð. Þetta gjaldfellir hugtök sem við munum meðal annars ,þurfa að dæma fólk í fangelsi fyrir í náinni framtíð. Þetta er jafn óábyrgur málflutningur og hjá drengnum forðum sem hrópaði ÚLFU ÚLFUR. FRIÐUR (er fyrir alla og kostar ekki neitt ).
Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 14:19
Heyrðu! Gaurinn notar það sem réttlætingu á sjónarmiði sínu að Írak sé brotið land sem hafi gengið í gegnum miklar hörmungar. Bíddu, á það ekki að þýða að við eigum að taka á móti flóttafólkinu?
Hildur (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.