Sunnudagur, 18. maí 2008
Rússnesk rúlletta í Borgaskóla
Ég næ ekki upp í nefið á mér af reiði eftir að hafa lesið viðtengda frétt.
Kennara í Borgaskóla var vikið úr starfi í byrjun mars.
En..
"Í bréfi sem Inga Þ. Halldórsdóttir, skólastjóri Borgaskóla, sendi i foreldrum barna við skólann segir að málið hafi fyrst komið á borð umsjónakennara 11. janúar síðastliðinn. Þá hafi verið rætt við kennarann og hann beðinn að breyta hegðun sinni.
Tíminn sem líður frá því þegar fyrstu stúlkurnar sögðu umsjónarkennara sínum frá líðan sinni til þess tíma er annað mál kemur upp er of langur," segir í bréfi skólastjórans. Þann tíma hefði kennarinn fengið til að breyta hegðun sinni en réttum mánuði síðar hafi móðir stúlku í 10. bekk komið með dóttur sinni til fundar við umsjónarkennara vegna atviks í lok kennslustundar vikunni áður."
Nú veit ég ekki hvað þeir í Grafarvoginum eiga við þegar þeir tala um "óviðeigandi hegðun gagnvart stúlkum", svona nákvæmlega, en ég fer nokkuð nærri um það.
Og þá á að leysa málið með því að biðja kennarann um að breyta hegðun sinni. Mál búið og afgreitt, en þar sem kennarinn hlýddi ekki yfirboðurum og hélt áfram uppteknum hætti þá fauk hann í byrjun mars.
Fyrirgefið en mér finnst þetta alvarlegt mál, þegar kennarar, prestar og aðrar starfsstéttir sem vinna með börnum og unglingum verða uppvísir af "óeðlilegri" hegðun gagnvar ungmennum.
Ég hefði ekki hætt fyrr en viðkomandi væri látinn fara, hefðu mínar dætur lent í svona manni.
Ég hefði aldrei sætt mig við að maðurinn yrði beðinn um að láta af og halda síðan áfram vinnunni með börnunum.
Ég veit fátt ógeðslegra en þegar fólki sem er treyst fyrir börnum og ungmennum, misnotar það traust.
Breyta hegðuninni hvern andskotann.
Að tala um rússneska rúllettu.
ARG
Kennara vikið frá störfum í Borgaskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:15 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
hjartanlega sammála þér. fólk (menn) í svona stöðum ætti aldrei að fá 'second chance'
Brjánn Guðjónsson, 18.5.2008 kl. 16:28
Lögin eru skýr, það SKAL hafa samband við lögreglu / barnavernd eftir atvikum UNDANTEKNINGALAUST. Ég sé ekki betur en skólastjórnin hafi þarna brotið lög. Og siðleysið...... börnin eiga alltaf að njóta vafans. Það þarf að láta reyna á lögin og KÆRA SKÓLASTJÓRNINA. FRIÐUR
Haraldur Davíðsson, 18.5.2008 kl. 16:39
Ef eitthvað er verra en ill meðferð á börnum, þá er það þegar gerendum eru gefin tækifæri til að halda áfram illri meðferð á börnum.
Laufey B Waage, 18.5.2008 kl. 16:45
Þegar maður les svona þá hugsar maður, það eru ekki bara dómarar sem eru kinký, það eru svo alltof margir sem vilja að illmenninn fái nú örugglega sinn sjens. Hvað er eiginlega að fólki? er þeim alveg sama um líðan barnanna og það sem þau þurfa að ganga í gegnum. Nei meðaumkvuninn er alltaf hjá gerandanum, aumingja hann, við verðum að reyna að fá hann til að breyta hegðuninni.
Forakt eigum við að sýna fólki sem hefur þessa meðaumkvun með þeim sem skapar þetta. Þeirra er sökinn engu síður en gerandans sjálfs, látum það koma skýrt í ljós. Gott framtak hjá þér Jenný að vekja athygli á þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2008 kl. 16:49
Ég verð að segja að mér finnst bara verra að ekki er sagt hvað þessi maður á að hafa gert. Líklega er það bara vegna þess að ekki er búið að sanna neitt en í stað fer ímyndunaraflið af stað og sumir ímynda sér káf, aðrir dónalegar tillögur, enn aðrir eitthvað enn verra. Einhvern veginn finnst mér slíkt aldrei hjálpa neitt.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 18.5.2008 kl. 17:05
Borgarskóli ekki Borgarholtsskóli ;)
.. (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 17:10
Ég er svo sammála þér
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 17:10
Takk .. fyrir ábendinguna. Búin að breyta.
Kristín: Auðvitað ætti að segja hreint út hvað felst í óviðeigandi hegðun.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2008 kl. 17:15
Haraldur: Barnaverndarlögin eru þverbrotin, ekki bara af yfirvöldum heldur líka af hinum almenna borgara.
Lögin kveða skýrt á um tilkynningaskyldu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2008 kl. 17:17
bíddu er ekki frelsi til hérna? hvurslags sovétkommúnisma færir þú oss!
blogg er ÖMURLEGT, það er hallærislegt og fyrir minimal......
K. Ragna Jónsd (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 17:29
Kristín Ragna: Róleg, róleg, hvað ertu að taka þátt í einhverju svona minimal? Ekki svara, ég nenni þér ekki.
Hví færir þú oss svona leiðindi? Muhahahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2008 kl. 17:47
Þú ættir að sjá "yfirhalninguna" sem ég fékk (og þú) á mínu bloggi áðan frá K.Rögnu. Hún er í baráttu gegn okkur beisku kerlingunum ... af því að við erum ekki grannar og svona ... hahahahhahaha. Svo kallar hún mig Gurrý ... með Ý, en þá sturlaðist ég nú alveg.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.5.2008 kl. 18:18
Hei, ég er grönn kona. Undir kjörþyngd meira og minna. Þá hlýtur henni að líka við mig er það ekki? Hm.....
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2008 kl. 18:54
Kem sjálfsagt aldrei til með að skilja svona vinnubrögð, ekki frekar en ég kem til með að skilja fólk sem er á móti myndbirtingum af dæmdum níðingum. Hitt er svo annað mál, að á meðan ráðningar í barnaverndarnefndir eru pólitískar, en ekki horft í hæfni einstaklinga, þá getur kerfið aldrei orðið gott. Auðvitað á löngu að vera búið að smíða verklagsreglur um hvað gera skuli þegar grunur vaknar um eitthvað misjafnt inni á stofnunum sem sjá að miklu leyti um að ala börnin okkar upp. Það að svo sé ekki, er auðvitað helber skandall, og ætti auðvitað að gera sérstakan kompásþátt um það! Krefja yfirvöld í menntamála- og félagsmálaráðuneytum svara, sem og sveitarfélögin. Ég er nú hrædd um að langt sé í að þessi mál verði komin í viðunandi farveg hér á landi. Og á meðan yfirvöld eru öll af vilja gerð að gefa svona rándýrum annan séns til að ráðast á börnin okkar, eru sömu yfirvöld oftar en ekki tilbúin til að taka börnin af fólki sem fer í áfengismeðferð, að ég tali nú ekki um að fólk leggist inn á geðdeild! Það fólk er sko klárlega óhæft til að umgangast börn! Urrr. Ótrúlegt velferðarsamfélag sem við búum í!
Berglind Nanna Ólínudóttir, 18.5.2008 kl. 19:48
Fama est..... hér virðist slúðrið ráða ríkjum. Ég get ekki lesið af fréttinni hvað kennarinn hefur eignlega gert af sér.
Hvaða hegðun er verið að tala um? Hvað er rétt og hvað er rangt?Fréttin er eins og prump í heita pottinum.
Dómarar götunnar virðast margir og fróðir á Fróni. Kristín M. virðist ein vera komin á kanadískan siðgæðisstaðal. Þið hin eruð afkomendur Lady Gróu á Leiti.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.5.2008 kl. 20:31
Rétt hjá þér Vilhjálmur. Tek heilshugar undir orð þín.
Krissi (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 21:11
þarna eru allir að bregðast og það er mikill tvískinnungur í því hvernig var látið með mál Séra Gunnars vs þetta. Þjóðkirkjan virðist vera komin dáldið mikið lengra en Borgaskóli. Auðvitað á bara hlutlaus aðili að rannsaka hvað er þarna á ferðinni, skólayfirvöld hefðu átt að setja kennarann í kæli og láta upplýsingar í hendur áðurnefnds hlutlauss aðila og svo meta stöðuna eftir að þeirri rannsókn er lokið... það er fullkomlega eðlileg krafa í siðmenntuðu landi og nákvæmlega ekkert tengt Gróu á leiti að vonast eftir því að svona mál fari rétta leið og að ekki sé verið að stofna börnum (hugsanlega) í voða.... það er skammarlegt hvernig fólk er að reyna að snúa útúr þessu, sérstaklega þeir sem tjáðu sig hérna rétt á undan mér. Sumir nota bara hvert tækifæri til að benda á aðra og saka þá um hitt og þetta, það opinberar ekkert annað en þeirra eigin skort á siðgæði.
halkatla, 18.5.2008 kl. 21:16
ég var nú að kalla Jónu Á "þykka" áðan - og meinti að speki hennar væri alveg gjænormus
halkatla, 18.5.2008 kl. 21:18
Mér heyrist að flest ykkar sem hér skrifið væruð fljót að hengja bakara fyrir smið, eða bara báða til vonar og vara. Ekki ætla ég að bera blak af manni sem af öllum sólarmerkjum að dæma hefur átt það skilið að vera vikið frá starfi en ég veit EKKERT hvað hann gerði eða hvernig kringumstæður voru og það vitið þið ekki heldur. Það bera allir árbyrgð á orðum sínum og gjörðum - þið líka - en það er auðvelt að puðra út í loftið á blogginu og "sjá" ekki hvaða áhrif og afleiðingar það getur haft. Bið ykkur vel að lifa og friðsamlega og passið að missa ekki grjóthnullungana á tærnar á ykkur þegar þið dúndrið þeim úr glerhúsinu.
oh (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 22:07
Í fréttinni er sagt frá að kennara hafi verið vikið úr starfi fyrir ósæmilega hegðun gagnvart kvenkynsnemendum við skólann. Málið kom fyrst í ljós 11. janúar, manninum er gert að breyta hegðun sinni. Það gengur ekki eftir og hann er látinn fara í byrjun mars.
Ég þarf ekki að vita nákvæmlega hvað umræddur kennari gerði, en skólastjórn þótti það greinilega ekki æskileg hegðun og fór fram á að maðurinn tæki sig á. Ég geri athugasemdir við þau vinnubrögð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2008 kl. 22:29
Þær eru markskonar skoðanirnar um þessi mál. Ég veit að ég verð kallaður "kynjamisréttismaður" (sexual-racist) fyrir að leyfa mér að minnast á þetta svona;
Um daginn var einhver að ræða um hlutfall kynja í þátttöku ofbeldis gegn börnum og unglingum og kom með eftirfarandi slóðir máli sínu til stuðnings:
Um hlutfall kynjanna í ofbeldi gagnvart börnum:http://www.ifeminists.net/introduction/editorials/2006/0118roberts.html
Um morð og/eða kynferðislegt ofbeldi svo sem nauðganir á sveinbörnum/drengum:http://www.worldnetdaily.com/news/article.asp?ARTICLE_ID=53859
Þá kom ein kerlingin og sagði að listinn yfir KVEN-gerendur væru bara um venjulegt ofbeldi ( morð, misþyrmingar andlegar og/eða líkamlegar ), en ekki kynferðislegseðlis, og því ekki marktækar upplýsingar.
Kveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 18.5.2008 kl. 23:42
Er ekki spurning um að rétt sé rétt Björn Bóndi? Ég var að kommenta á umræðu um myndbirtingar af BARNANÍÐINGUM - þ.e.a.s. kynferðisbrotamönnum/konum gagnvart börnum. Hér er umrætt komment:
Gott innlegg í umræðuna Jón Aðalsteinn, en mig langar samt að benda þér á að ofbeldi gegn börnum almennt og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum - aka barnaníð eða barnagirnd - eru tveir afar ólíkir hlutir. Það sem þessar tilvitnanir frá þér eru að benda á er almennt ofbeldi og vanræksla gegn börnum, þar sem konur eru oftar gerendur en karlmenn. Ég hef nú átt æði mörg samtöl við hina ýmsu sérfræðinga á þessu sviði, og öllum ber þeim saman um að konur séu ekki gerendur í kynferðislegri misnotkun á börnum nema í 10-15% tilfella. Vel má vera að þær tölur hafi breyst síðasta árið, en kannski ekki upp í 58%, er það?
Þú svarar:
Berglind Nanna Ólínudótiir. Þú ritar í kjölfar áthugasemdar Jóns Aðalsteins: "..................en mig langar samt að benda þér á að ofbeldi gegn börnum almennt og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum - aka barnaníð eða barnagirnd - eru tveir afar ólíkir hlutir." SPURNING TIL ÞÍN BERGLIND ANNA: Ert þú Berglind Anna að segja okkur að andlegar og líkamlegar misþirmingar og síðar morð á börnum og ungabörnum "séu aðeins almennt ofbeldi og því ekki eins slæmt og kynferðilseg áreitni og misnotkun? Í athugasemd Jóns Aðalsteins strax á eftir þinni athugasemd bendir hann á eftirfarandi link sem þú og skoðana-systur og bræður þínir ættuð að lesa, nema þið viljið halda þessum blindingjaleik áfram að aðeins karlmenn fremji barnaníð og barnagirnd; http://www.worldnetdaily.com/news/article.asp?ARTICLE_ID=53859
Nú væri fræðandi að heyra aftur frá þér Berglind Nanna Ólínudóttir.
Og ég svaraði:
Sæll Björn bóndi. Í fyrsta lagi þá heiti ég Berglind NANNA en ekki Anna, bara til að hafa það á hreinu, svo ekki sé verið að rugla mér við aðrar konur. Þekki nefnilega allavega eina Berglind Önnu sko!
Til að svara spurningunni þinni: Nei ég er ekki að segja að andlegt og líkamlegt ofbeldi sé eitthvað betra eða síður alvarlegt en kynferðislegt ofbeldi. Langur vegur frá! Hins vegar finnst mér nauðsynlegt að greina á milli þessarra tveggja brotaflokka. Annað væri að hengja bakara fyrir smið. Rétt eins og við greinum á milli manna sem eru "bara" nauðgarar og misbjóða fullorðnum konum, og barnaníðinga sem leggjast á saklausar barnssálir. Ekki að gera lítið úr "bara" nauðgurum, það er bara allt annar brotaflokkur. Hef hinsvegar svona eftir á að hyggja orðað fyrri athugasemd mína hálf klaufalega! Biðst innilega forláts á því. Þeir vita það sem til mín þekkja að ég er ekki að mæla bót fyrir nokkurn ofbeldismann, hvaða brotaflokki sem hann tilheyrir. Mér verður bara stundum heitt í hamsi, og verður fótaskortur á tungunni!
Ég hef heldur aldrei haldið því fram að konur séu ekki líka gerendur í kynferðisbrotamálum. Þær eru hins vegar mjög fáar miðað við fjölda karl-gerenda. Og eftir að hafa rennt í fljótheitum yfir linkinn frá þér Björn bóndi, sýnist mér þarna vera á ferð að miklum meirihluta ákveðinn brotaflokkur, (ekki það að ég hafi einhverja vitneskju um að hann sé flokkaður sem slíkur) sem er allt of falinn og tabú, og því sjaldnast inni í umræðunni. Hins vegar skil ég vel hvað Haraldur er að tala um, með augnatillit og fas sem mætir ástríkum feðrum. Það er mjög miður, og vonandi lagast það þegar við erum búin að slíta barnsskónum í þessum málaflokki og farin að vera þokkalega upplýst og meðvituð. Fáfræði er jú rót allra fordóma, og þetta viðmót er ekkert annað en fordómar.
Vona að þetta svari spurningu þinni á fullnægjandi hátt, Björn bóndi. Hvað varðar myndbirtingar, þá er ég á því að þær eigi að geyma þar til manneskja hefur fengið dóm fyrir dómstól, hvort sem það er í héraði eða fyrir Hæstarétti. Alveg eins og mér finnst að það eigi að vera hægt fyrir hvern sem er að fletta upp í sakaskrá, ekki til að leita að hvaða broti sem er á hvern sem er, heldur til að leita að kynferðisbrotum. En það er bara mín skoðun. Hins vegar hefur mér verið sagt að það sé ekki hægt lagalega, þar sem sakaskrá sé vernduð með persónuvernd. Too bad.
Hmmm, en ég er samt einhver kerling sem finnst "venjulegt" ofbeldi gagnvart börnum í lagi, og listinn yfir konur sem ráðast á táningsstráka ekki marktækur?
Ja kona spyr sig.....
Berglind Nanna Ólínudóttir, 19.5.2008 kl. 02:43
Ég er alveg sammála þér. Manni sem dettur einu sinni í hug að haga sér "óviðeigandi" við nemendur sína á ekki að vinna með börnum. Við verðum að geta treyst kennurum barna okkar. Ef minnsti vafi liggur á því að það sé ekki hægt verður hann að fara annað. Börnin koma númer eitt.
Hann var meðal annars að taka af þeim myndir og hafði þær svo sem skjámynd á tölvunni sinni.
Halla Rut , 19.5.2008 kl. 16:04
Takk Halla Rut og Berglind Nanna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.