Leita í fréttum mbl.is

Dagur Hársins?

ist2_2190957_hair_on_fire

Vissuð þið það að dagur hársins var í gær?  Ég er eiginlega viss um að það var svo.

En ég vissi það ekki fyrr en komið var undir kvöld. 

Þema dagsins var allsráðandi enda er ég ofsalega hrifin af öllum svona dögum sem eru merktir einhverju.  Eins og dagur fatlaðra, dagur umferðarmenningar, dagur megrunar, megrunarlausi dagurinn, reyklausi dagurinnW00t, sá kjöt- og fisklausi, og svo sólarlausi dagurinn, en þeir eru rosalega margir.

En..

20080515144135_9

Hér komu tvö lítil systkini í heimsókn til ömmu með mömmu sinni.

Ég var að grilla pylsur úti á svölum og Jenný Una sat og fylgdist með.  Ég sá allt í einu að hún hélt á klippiskærunum mínum og þau eru ekki aðgengileg börnum eða eiga amk. ekki að vera það.  Hnífar og skæri þið vitið.  En sú stutta hafði greinilega fundið þau og var að dúlla sér við hársnyrtingu á sjálfri sér.  Það voru lokkar út um alt enda barn með sítt og þykkt hár.  Ég náði skærunum og sú stutta varð frekar sár.

Ég má alleg klippa mig amma, mamma mín sagði mér það í gær.

Ég: Börn mega alls ekki vera með skæri Jenný, það er stórhættulegt. 

Barn: Ég getir alleg klippað mig sjálf.  Ég geti gert það mjög fínt.

Jenný Una lét sig ekki muna um að klifra upp á stól og ná þar í skærin sem voru í öruggri fjarlægð frá barni, að ég hélt.

Þau eru núna læst inni ásamt öðru skaðræði á heimili.

Og svo sat ég hér ein með sjálfri mér og las á netinu, með sígó og ég var algjörlega í öðrum heimi.

Ég fann sterka grilllykt og ég hugsaði; einhver er að grilla á kolagrilli.  Mig langar í sollis. 

En svo brenndi ég á mér eyrað.  Það var sinubruni vi. megin á höfðinu á mér.  Töluvert stór sena brann og eitthvað af gróðri mun varanlega skemmdur.

Ég held ég fari að drepa í, nú eða kveikja í sinu hæ. megin.  Þá verð ég hipp og kúl.

Er á leiðinni í lit og strípur.´

Eftir helgi því þá er dagur strípunnar.

Bítmæbóns.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ha ha vona að þú sért ekki alvarlega brunninn og þú hafir hár til þess að setja strípurnar í.......barnið er algjört krútt....með rétt attitjút til lífsins...ég get alleg sjálf...hehe

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.5.2008 kl. 12:36

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æ þú ert frábær Jenný mín takk fyrir mig.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2008 kl. 14:08

3 identicon

Hæ mín kæra. Það er að koma að því að þú hættir þessari (síkó) vitleysu . Er á leið að sækja Oliver í leikskólann ;) kossar frá London

Brynja Nordquist (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 14:48

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brynja: Knúsaðu barnið og ég veit að þú verður dugleg að senda myndir.

Hallgerður: Ha?  Man ekki?

Krumma: Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2008 kl. 16:16

5 Smámynd: Tiger

Kveikjum eld - kveikjum eld - kátt hún Jenný brennurrrrrrr.... eða hvað? Æi, hún er svoddan krúttípútt hún litla hárskeradaman þín. Hún á eftir að spjara sig dúndurvel í framtíðinni - það er ekki spurning sko!

Tiger, 16.5.2008 kl. 17:54

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

OMG hvað ég elska þig

Jóna Á. Gísladóttir, 16.5.2008 kl. 18:10

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Veistu hvað Mark Twain sagði ,, Ég hef drepið í sígó þúsund, milljón sinnum"   Og svo er komin nótt.  

Ía Jóhannsdóttir, 16.5.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband