Fimmtudagur, 8. maí 2008
Munið þið eftir honum?
Munið eftir Hleifnum? Ómægodd, hvað það var mikið stuð 197ogeitthvað.
Ég bjó í Keflavík. Já, ég veit það, maður lætur lokka sig út í allan fjandann. Þetta var, nánar tiltekið, vegna eins hinna mýmörgu hjónabanda minna, sem ég hafnaði suður með sjó. Ég hef farið út um allt land, vítt og breitt í makavali, og endaði svo í Reykjavík 101 en það er önnur saga.
Í partíum í Keflavík á þessum árum var drukkinn vodki og viskí og twentyone. Ég er nú hrædd um það. Það fer um mig ef ég hugsa um bragð og lykt. Bölvaður viðbjóður.
Og allir voru fullir, síendurtakandi sjálfa sig, röflandi leyndarmál, stelpur grátandi á trúnó inn á klósetti, alveg: "Mér hefur alltaf líkað ógeðslega vel við þig" og svona stöff, þið vitið. Maskarinn niður á kinnar og allir í mígandi gleði.
Og svo spiluðu nördarnir Smokie (ég er ekki að djóka) "Living next door to Alice" en þarna voru niðurlægingartímar í músík hvað sárastir. Og svo Meetloaf. "Paradise by the dashboard light."
Og ég eins og allir hinir plebbarnir. Mig minnir að ég hafi hríslast um í villtum dansi, eins og enginn væri morgundagurinn. Fannst Hleifurinn æði.
Svo kom hann, ég sá hann ekki og svo fór hann og mér gat ekki staðið meira á sama.
Ég fékk ógeð. Hann minnir mig á hálftóm brennivínsglös þar sem sígóstubbar flutu og var sú sjón sem stundum blasti við manni daginn eftir partý. Lyktin var súr og sjúskuð.
Og ég sver að það þótti engum neitt athugavert við fyrirkomulagið. Svo er verið að tala um að heimur versnandi farið.
En fáið ykkur villtan snúning fyrir svefninn.
Meatloaf when you are out, stay out.
Meat Loaf aldrei aftur til Íslands? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Menning og listir, Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:47 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Sama er mér þó þessi keppur komi ekki hingað aftur. Hann getur bara snýtt sér annarsstaðar mín vegna. Atttsssjú
Brynja Hjaltadóttir, 8.5.2008 kl. 23:40
brrrr...... um mig hríslast ógeðshrollur!!
Hrönn Sigurðardóttir, 8.5.2008 kl. 23:43
Það mætti halda að við hefðum verið í sömu partýum en sennilega hafa þau bara öll verið eins á þessum árum......twentyone
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.5.2008 kl. 23:45
....allir í mígandi gleði....
Jóna Á. Gísladóttir, 8.5.2008 kl. 23:47
...bíddu bíddu ertu ekki aðeins örlítið eldri en ég?
Heiða Þórðar, 8.5.2008 kl. 23:50
Heyrðu góða mín, ertu eitthvað að dizza Keflavíkina ?? *GRENJ* minn uppáhaldsstaður a Íslandi.
Veit ekki alveg hvernig ég á að taka þessu. En þessi lög, living next door og hleifahlunkinn, tek ég reglulega í Karokee og þyki góð á því sko.. !!
Loveja.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 23:54
Ég fékk nú bara létt nostalgíukast við að spila þetta lag. Ég á allt aðrar og betri minningar um það og mörg önnur lög Hleifsins. Bara tóm sæla, dans og söngur. Hitt er svo annað mál að ég hafði aldrei hugmynd um hvernig karlinn leit út og var slétt sama. Það kom svo margt gott frá honum - helvíti kröftugt rokk.
Svona er nú upplifunin misjöfn hjá fólki.
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.5.2008 kl. 23:56
Get nú alveg komist í stuð af þessum lögum ennþá í dag en twentyone þvílíkur ógeðisdrykkur æl og já vodki líka
Brynja skordal, 9.5.2008 kl. 00:01
Lára Hanna: Upplifunin var flott þá, en ekki lengur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 00:07
Jújú, mér finnst svona kröftugt rokk ennþá rosalega skemmtilegt. En ég hef enga sérstaka þörf á að horfa líka og hef aldrei haft - bara hlusta og dansa.
Lára Hanna Einarsdóttir, 9.5.2008 kl. 00:11
Fékk nett nostalgíukast. En í mínum partíum voru Ísland úr NATO og rauðsokkuplatan spiluð. Áfram stelpur hér er höndin tengjum saman tryggðarböndin verum ekki deigar dansinn í. Ef baráttu að baki áttu berðu höfuð hátt og láttu o.s.frv. o.s.frv.
Helga Magnúsdóttir, 9.5.2008 kl. 00:34
Ég veit svo sem hver karlinn er, en ég er ekki hrifinn af tónlistinni hans - né honum held ég bara. Mínar ljúfustu minningar úr den eru með Bob Marley lögum sérstaklega - en það eru líka mínar verstu minningar sem tengjast honum - svo ég er í vandræðum.
En, satt og sannarlega rétt - fari kjöthleifurinn - og veri - mér og mínum að meinalausu.
Stórt knús á þig samt mín ljúfan blíða og óútreiknanlega.
Tiger, 9.5.2008 kl. 03:13
Alveg missti ég af öllum svona partíum, en sýninst á lýsingunum að ég megi bara vera fegin
Jónína Dúadóttir, 9.5.2008 kl. 06:04
Þetta er auðvitað snilldarinnar lag. Hef þó aldrei verið aðdáandi. Sá hann ekki þegar hann kom og ekki grenja ég það að hann þoli ekki kuldann. Takk fyrir myndbandið, rifjar ýmislegt upp..hehe..
Ester Júlía, 9.5.2008 kl. 08:17
Fílaði aldrei þenna kjöthleif svo mér er slétt sama hvar hann dvelur í heiminum. Annars man ég vel eftir svona trúnó á klóinu hehehe
Góðan dag vinkona
Ía Jóhannsdóttir, 9.5.2008 kl. 08:25
Góðan daginn öll sömul.
Hallgerður: Nú er þungt yfir Gólan líka.
Allir í vegg.
DJÓK
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.