Leita í fréttum mbl.is

Hörmungajöfnun I

 20080429111835_0

Dagurinn í gær var áhugaverður og skemmtilegur fyrir margra hluta sakir.

Þangað til að kom að fréttunum, þá snarpirraðist ég.  En ég nenni ekki að velta mér upp úr því í bili.

Í gær var frí á leikskólanum hennar Jennýjar Unu og hún fékk að koma í heimsókn hingað.

Það var vorgalsi í dömunni og hún var smá óþekk við ömmu, sem þurfti að byrsta sig aðeins við barnið og "skamma" hana smá, þegar sú stutta hellti úr glasinu sínu á gólfið, "alleg viljandi" eins og hún sagði, forstokkuð í framan og svo valhoppaði hún frá ömmunni af vettvangi og fór að sinna öðru.

Þegar hún kom heim sagði hún mömmu sinni að amma hafi skammað sig.

Mamman: Af hverju var amma að skamma þig Jenný mín.

Barn: É var óþekk.

Mamman: Hvað gerðirðu sem þú máttir ekki?

Barn: É hellti ekki vatnið á gólfið, é gerði ekki neitt.  Mamma, þú hringja í ömmumín og skamm´ana.  W00t

Jájá,  ég skal segja ykkur það.

Þetta er fyrsta færsla af fimm hörmungajöfnunum.  Það verður að gæta jafnvægis.  Bömmerfærslur eru í fríi, nema náttúrulega að fríkaðir ráðamenn þessarar þjóðar geri bommertur í dag?  Líklegt?  Jabb, er hrædd um það.

Njótið dagsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Hún er æðisleg þessi stelpa.

Steingerður Steinarsdóttir, 8.5.2008 kl. 09:37

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Jebb, indælt að fá svona jöfnun í morgunsárið.

Þröstur Unnar, 8.5.2008 kl. 09:47

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ahhh, þetta var betra!

Ragnhildur Sverrisdóttir, 8.5.2008 kl. 09:47

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góð jöfnun

Hrönn Sigurðardóttir, 8.5.2008 kl. 10:02

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Frábær jöfnun! en er mamman búin að "skamma" ömmuna?

Huld S. Ringsted, 8.5.2008 kl. 10:28

6 Smámynd: Hulla Dan

Elska barnabörn. Vona að ég fái eitt, á næstu árum.

Hafðu góðan dag.

Hulla Dan, 8.5.2008 kl. 10:38

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Auðvitað á að skamma svona ömmur   yndislegt barn, elska að heyra sögur af henni.  Eigðu ljúfan dag.  Ég er farin í nudd.  Massage Therapist 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.5.2008 kl. 11:29

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hún er orðin Heimskönnuður litla stúlkan.  - Ögrar umhverfinu og ömmu sinni.  - Kannar viðbrögð. - Dásamleg alveg.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.5.2008 kl. 12:27

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir falleg orð.

Amman var ekki skömmuð nema kannski fyrir það að láta allt eftir nöfnu sinni.  Hm.. ég er svo veiklunduð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2008 kl. 13:51

10 Smámynd: Tiger

Yndisleg sú yngri sko .. en ekki er sú eldri neitt síður yndisleg!

Tiger, 8.5.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2987327

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband