Leita í fréttum mbl.is

Beðmálsbömmer

Ég gæti alveg hugsað mér að læsa húsinu með slagbrandi, setja fjórfalt gler í glugga, draga niður gardínur og horfa stanslaust á alla Beðmálsþættina, þar til yfir lyki.  Þrátt fyrir að ég hafi séð þá alla, oftar en einu sinni.

Mér fannst þeir skemmtilegir en ekki svona skemmtilegir.  Það sem ég hef svo gaman af er að taka út skó og föt persónanna.  Ók, nú heldur fólk að ég sé brjáluð.  Auðvitað myndi ég ekki nenna að horfa á alla þættina út af þessu atriði, en það er bara vegna þess að allt stöffið í þeim er löngu komið úr tísku.  Got you!

Annars dauðsé ég eftir þessum þáttum.  Þeir hittu svo í mark hjá undirritaðri.  Þeir voru svo ekta eitthvað.  Maður þekkti sig og vinkonurnar í nánast hverju skoti.

Enginn þáttur um konur hefur komist í hálfkvisti við þessa, ekki Aðþrengdar, ekki Varalitafrumskógurinn og hvað þeir heita allir saman.

Ég mun mæta á Beðmálin í bíó og svo mun ég leigja hana og taka út klæðin.  Gæti fengið hugmyndir.

Það er draumur minn og margra sem ég þekki (þori ekki að alhæfa, það er bann við alhæfingum dagurinn í dag) að geta skipt um föt allan guðslangan daginn.

Eða það held ég.  No?

 


mbl.is Skiptir 81 sinni um föt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Draumur að skipta um föt? Oft á dag? Þú hlýtur að vera að grínast, kona

Kolgrima, 2.5.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

aldrei myndi ég telja þig brjálaða fyrir að langa að horfa á skó.

ég myndin aðeins telja þig vera konu

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 20:00

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hef heldur aldrei séð einn einasta þátt - og mér er slétt sama. Og ég tek undir með Kolgrímu - þú hlýtur að vera að grínast!  

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.5.2008 kl. 20:06

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

úff, ég reyndi að horfa á þessa þætti, gerðu gersamlega ekkert fyrir mig. Ekki Friends heldur (ég HAAATA þætti sem treysta ekki nógu vel á að vera fyndnir, þurfa að vera með teymi til að hlæja on set til að pöpullinn viti nú hvenær eigi að hlæja. Já og hlæja að öllu, sama hvort það sé fyndið eða ekki)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.5.2008 kl. 01:02

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mér fannst þessir þættir æðislegir, mér fannst fötin æði, húmorinn æði, og leikurinn æði.  Þetta er ein besta sjónvarpssería sem ég hef séð. Ég gæti alveg séð hana aftur og aftur.  Og skórnir !!!!!! Og töskurnar og veskin alveg geggjaðar hugmyndir. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.5.2008 kl. 01:06

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

LG: Við skiljum hvor aðra.  Ekki spurning.

Hildigunnur: Ekki líkja þessum tveim saman.  Friends! Frrrusssss

Stelpur: Svona, svona, sættumst á að ræða málin eða sleppa því.  Helvíti kom ég mér vel út úr þessu.

Lára Hanna: Vúman þú ert að missa af, og þú líka Búkolla.  Biggtæm sko.

Brjánn: Þú ert maður að mínu skapi.

Kolgríma: Ég tek þig á námsekið.  Kenni þér gleðina í yfirborðsmennskunni.  Nanana

Hallgerður: Takk en á þessa bók.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2008 kl. 01:16

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Var með bigtime fatadellu en læknaðist....kannski að því að ég er í málningargalla alla daga, nú er það orðið svo þægilegt outfit að ég er guðs lifandi feginn að hafa þá afsökun að vera vinna......horfði bara á nokkra þætti af seríunni....er reyndar að hugsa um að sleppa því að kaupa nýjan imba þegar þessi gefst upp......sko vinnugleðin að drepa mig skilurðu...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.5.2008 kl. 01:31

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Tek heils hugar undir.... með Kolgrímu !

Jónína Dúadóttir, 3.5.2008 kl. 06:02

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Beðmáls-hvað? Sex in the City ertu að tala um það hehehehe  er meðvirkur aðdáandi. þ.e.a.s. hvað varðar búninga í þáttunum.  Hlýjar kveðjur inn í bjartan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 3.5.2008 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.