Leita í fréttum mbl.is

Allir á hnén

Á hverjum sunnudegi, kvölds og morgna, að viðbættum helgidögum, glymja kirkjuklukkur um alla Reykjavík.  Ég bý við hliðina á einni og fæ klukkutónlist í eyrun, blásaklaus og algjörlega úr lögum við kirkjuna.  Ætti ég að fá mér lögfræðing, kæra til löggunnar, vera með kjaft og uppsteyt?

Nebb, sleppi því, heimurinn er ekki hannaður með sérþarfir mínar í huga.  Ég lifi því með klokkenspilinu, þrátt fyrir að þær byrji að klingja eldsnemma á morgnana. 

Ég sá og heyrði bænakallið sem er hljóðskúlptúr eftir Þórarinn Jónsson, myndlistarnema við LHÍ, í fréttunum í gær.  Krúttleg hugmynd.  Alvöru útkall í bænir hjá múslimum.  Mér fannst ögn skrýtið að heyra þetta í Reykvísku umhverfi, en verkinu er ætlað að varpa jákvæðu ljósi á múslímska trú.

Bænakallið hljómar fimm sinnum á sólarhring, eina mínútu í senn.  Það mun heyrast í viku.  Klukkan fimm í nótt vöknuðu einhverjir nágrannar og eru búnir að kvarta til lögreglunnar sem ætlar í málið. 

Ég segi róið ykkur og sýnið smá umburðarlyndi.  Rosaleg sérgæska er þetta í fólki að fara í símann og hringja í lögguna út af truflun sem er mínútulöng og tímabundin þar að auki.

Það má hugsa, liggjandi í rúminu, hálfsofandi: "Ok, svona hljómar bænakallið.  Ekki svo galið.  En mikið rosalega er huggulegt að vera bara trúlaus Íslendingur hér úti í ballarhafi og þurfa ekki að rífa sig upp til að henda sér á hnén núna um miðja nótt."  Og snúa sér svo á hina hliðina og sofna sætt og rótt.

Péess. Í staðinn fyrir trúlaus, má setja, heittrúaður, ofsatrúaður. smátrúaður, nærriþvíekkerttrúaður eftir þörfum.

Allah akbar.


mbl.is Kvartað til lögreglu yfir bænakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er kristinn trúaður maður og líst ekki á að þurfa vakna klukkan fimm á morgnanna út af bænakalli. Sjálfur fer ég með mínar bænir hvenær sem er sólahringsins en er þá ekki öskra þær og ergja aðra með þeim. Þannig umburðalyndi gagnvart þessum islamska sið er ekki mikið hjá mér. Svo er munur að vakna við þetta klukkan fimm á hverjum morgni eða einu sinni í viku klukkan ellefu.

Bjössi

Bjössi (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ef þú ert sannkristinn maður þá ættirðu að vita að Kristur boðar umburðarlyndi og kærleika gagnvart öllum mönnum.  Það hefur varla farið fram hjá þér.

Endurskoðaðu afstöðu þína, ég er viss um að þér líður betur með að það.

Það er nefnilega þannig í lífinu að menn hafa misjajafnar aðferðir að við hlutina.

Og án þess að ég ætli að fara að rífast um kirkjuklukkur, þá byrja þær að hringja klukkan 9,00 og hringja óslitið fram að messu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2008 kl. 09:26

3 identicon

Það er nú sennilega farið að styttast í að Múslimadjöflafélagið byggi Mosku helvíti hérna og þá veður þetta galað um allt hérna þetta líka helvíti!

óli (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 09:43

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Allah akbar mín kæra

Jónína Dúadóttir, 3.5.2008 kl. 09:47

5 identicon

Ég hef mikið umburðarlyndi og þarf ekki enduskoða afstöðu mína gagnvart þessu. Þó maður sé kristinn að þá getur maður ekki að látið allt vaða yfir sig segja bara já og amen. Finnst óþarfi að auglýsa svona bænirnar með svona köllum og líka hjá þjóðkirkjunni með kirkjuklukkunum. Ég ætti kannski að fara vera mitt bænakall áður en ég fer með mínar bænir láta t.d. gospel tónlist hljóma um allt hverfið. En það er satt að það eru mismunandir siðir milli manna og hvernig menn fara með sínar bænir.

Ég hef ekki orðið var það í mínu hverfi að kirkjuklukkurnar byrji að slá kl 9 hringi óslitið fram að messu þó er kirkja ekki svo langt frá manni. En það getur getur verið misjafnt eftir kirkjum og prestum.

Bjössi

Bjössi (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 09:47

6 Smámynd: AK-72

Ég býn nú þarna nálægt og ekki vaknaði ég upp við þetta. Reyndar má reikna með að ég hafi sofið í gegnum þetta eftir að hafa ekki náð að sofna fyrr en um klukkan þrjú, en þá hafði ég legið andvaka vegna drykkjuláta Íslendinga og partýstands í götunni. Svo hrökk maður upp við vélsagir og slípurokka rétt fyrir klukkan níu í morgun.

Ætti ég ekki að kvarta til lögreglu yfir öllum íslensku fyllibyttunum sem ganga framhjá gluganum mínum á næturnar, röflandi, gólandi, syngjandi, ropandi og grýtandi flöskum í götuna?

AK-72, 3.5.2008 kl. 09:59

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ókey með allt bænastagl, hverrar trúar sem er, það truflar mig ekki. - En þetta er kallað list og hljóðskúlptúr og eignað myndlistarnema. - Allt þetta finnst mér athyglis- og umhugsunarvert.

Haraldur Bjarnason, 3.5.2008 kl. 10:02

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sumir tuða út af öllu!

Huld S. Ringsted, 3.5.2008 kl. 10:31

9 Smámynd: kiza

Ég er í austurbænum og tók bara akkúrat ekkert eftir þessu...reyndar tiltölulega nýkomin frá Marokkó þar sem maður vandist þessu góli frekar fljótt, líka ágætis leið til að vita hvað klukkan er (cirka) ef maður gengur ekki með úr ;) 

hey, vissuð þið að þetta er sami gæinn og var með sprengjugjörninginn í Kanada fyrir stuttu síðan...?  Lítill heimur, ha?

kiza, 3.5.2008 kl. 10:40

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég bara gæti ekki verið muslim er svo slæm í hnjánum  

Fékkstu varalitapóst frá mér???

Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2008 kl. 11:42

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir innleggin.

Var að fatta að þetta er sprengju-Þórarinn.  Alveg er ég viss um að hann á eftir að verða umdeildur listamaður.

En gjörningurinn í Kanada var vel yfir markið.  Maður hræðir ekki líftóruna úr fólki í nafni listar.  En þetta er sniðug hugmynd með bænakallið.

Það fer ekki framhjá neinum amk.

Fékk póstin Ásdís, en ætlaði að kaupa af henni Brynju, kannski kaupi ég tvo.  Tala við þig eftir helgi.  Er á leiðinni í fatakaup.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2008 kl. 11:57

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Alveg er þetta furðulegt hvernig sumt fólk lætur....fólk sem að öllu jöfnu segist vera kristið og stútfullt að náungakærleik og umburðarlyndi, sýnir sitt rétta andlit við ákveðin skilyrði.....eins og t.d. bænaákall. Hvað er að hjá þessari umburðarlausu og hrokafullu þjóð????

Fyrir cirka 2-3 árum síðan var spilað ámóta verk í Listasafninu fyrir norðan....ég fór oftsinnis út í dyr því mér fannst og finnst þetta fallegt.... ólíkt fallegra en drykkjulætin í landanum þegar hann er að skríða heim 4 eða 5 á nóttunni.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.5.2008 kl. 12:13

13 identicon

FALLEGT! er ekki allt í lagi Hrafnhildur? Veistu hvað þessi viðbjóður stendur fyirir? Farðu til Saudi og sjáðu hvaða álit þeir hafa á kvk þar!

óli (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 13:56

14 identicon

Búandi í sama hverfi og þú Jenný, yrði ég mjög glöð með svona hógvært bænakall sem varir bara í eina mínútu, þó svo það væri fimm sinnum á dag.  Kirkjuklukkurnar í Seljakirkju eru allt annað en hógværar, hringjandi í tíma og ótíma í allt að korter í senn, virka daga sem helga.  Ef það er ekki ofstæki þá veit ég ekki hvað...

Sigrún (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 15:05

15 identicon

Ekki fyrir mjög mörgum  árum var ég með flokk byggingarmanna í vinnu og þurftu þeir að nota hamra við  mótauppslátt.  Það lá á að ljúka verki  og komið fram um klukkan  10 um kvöldið, en þá mætti lögreglan á svæðið og óskaði eftir því að mennirnir hættu  vinnunni  vegna ónæðis og kvartana nágranna.  Það hljóta að vera til einhver  lög og reglugerðir um svona lagað!  Varla þarf hann Allah hinn mikli að vera að láta að hæla sér hér upp á Íslandi að næturlagi, eða þjáist hann af einhverri minnimáttarkennd  og athyglissýki? Eða er svo ástatt um listamanninn, ef  til vill? (bænakallið er að mestu lofsöngur um Allah og  hann Mó) 

Ljónshjarta I (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 18:10

16 identicon

Þetta er sama hljóðmengunin og hringing klukkna hjá kirkjum landsins.  Ég er ekki sammála þér Jenný, við eigum ekki að sýna Múslimum umburðalyndi.  Þeir eru komnir og áður en við verðum búin að snúa okkur við verður þetta raunveruleikinn hér á landi.  Þeir hafa óskað eftir lóð fyrir mosku og næsta skref verður bænakallið og svo kemur  Múslimska bræðralagið með sitt umburðaleysið sitt gagnvart hefðum og venjum okkar þjóðfélags.  Þetta er að gerast allt í kringum okkur og Islam kemur til með að festa rætur hér á landi eins og annars staðar.  Stöðvum þróunina áður en það verður of seint !!

Ólafur (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 20:59

17 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það var mjög skemmtilega skrítin tilbreyting að heyra þetta, ég hélt fyrst að þetta væri alvöru, var búin að heyra óminn af þessu, berast inn um glugga á íbúð dóttur minnar, þar sem ég dvaldi,  og okkur var tíðrætt um að hvorug hafði vitað að þeim hafi loks tekist að fá að byggja sér mosku.  - Svo kom þetta í fréttunum og þá kom skýringin. - Þa verður spennandi að fylgjast með þessum listamanni í framtíðinni.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.5.2008 kl. 00:46

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bíðum þangað til þeir hafa reist moskuna sína. Það er kannski umhugsunarvert hvar hún mætti helst standa.

Annars má kalla allt hljóðskúlptúr. Ég er að hugsa um að setja megafón á múrbrjót í nokkrar nætur í nafni listarinnar. Ég er menntaður og með bréf upp á það að fremja list. Ég er annars meira meðmæltur svona atferlisskúlptúrum á borð við þennan sem einhver Dagur að mig minnir framdi og komst í öll blöð fyrir. Hann sat á hamborgarabúllu og borðaði hamborgara.  Maður varð alveg andaktugur yfir þeirri fádæma snilld.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.5.2008 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 2985622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.