Fimmtudagur, 1. maí 2008
Taumlaus grimmd og villimennska
Það er því miður gömul saga, að konur eigi börn með föður sínum sem afleiðing af kynferðislegri misnotkun.
Ég get eiginlega ekki hugsað um þennan mann í Austurríki, því hann er svo mikið villidýr. En því miður er hann ekki sá eini. Hvað veit maður hversu margar konur eru undir hælnum á ofbeldismönnum og enginn veit neitt, eða þá að fólk þorir hvorki að æmta né skræmta?
Korteri eftir að fréttin komst í fjölmiðla var byrjað á sama gamla söngnum. Hvað með mömmuna? Vissi hún virkilega ekki? Athyglin á konuna, því hún "gerði" ekki neitt. Ég skil alveg að fólk beini sjónum að hennar þætti, en ég veit nógu mikið um heimilisofbeldi til að skilja að þessi kona er auðvitað þolandi mannsins, eins og dóttir hennar. Það er hægt að halda fólki í heljargreipum óttans, án þess að múra það inni.
Í hvert skipti sem upp kemst um misnotkun á konum og börnum, er það sigur, áfangasigur, en sigur engu að síður, því svo margir þjást í þögninni og geta ekki leitað sér hjálpar af ýmsum orsökum.
Karlmenn á Íslandi hafa gert dætrum sínum börn með því að nauðga þeim. Ójá, þetta er ekki eitthvað sem gerist bara í útlöndum. Sennilega eru flestir búnir að átta sig á því.
En þarna eru þolendurnir svo margir og hryllingurinn svo langvarandi að það er ekki einu sinni hægt að ímynda sér hvað allt þetta fólk hefur gengið í gegnum.
Norsk kona eignaðist þrjú börn með föður sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:00 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já þetta er alveg hroðalegt að lesa. Hvað er til ráða, og hver á refsing að vera. Mér finnst að það eigi að finna upp sérstaka refsingu gegn feðrum sem sýna svona ofbeldisfulla hegðun gegn saklausum og varnarlausum börnum sínum. Það er verra en nokkuð annað. Viðbjóðurinn algjör.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2008 kl. 16:19
Þessi söngur byrjar alltaf, að konan hljóti að hafa vitað eitthvað. Eins og mæður velji sér það hlutskipti að koma dætrum sínum ekki til bjargar. Auðvitað er hún fórnarlamb þessa mannfjanda líka. Eða trúir því einhver að grimmd hans hafi bara beinst að dótturinni?
Mér finnst fátt ljótara en að gefa sífellt í skyn að konur loki augum fyrir svona löguðu, geri sér grein fyrir hvað gangi á en taki meðvitaða og upplýsta ákvörðun um að hunsa það.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 1.5.2008 kl. 16:36
Skelfilegur viðbjóður......
Jónína Dúadóttir, 1.5.2008 kl. 17:07
Algjör hryllingur....... blessuð börnin...
Ía Jóhannsdóttir, 1.5.2008 kl. 17:18
Sæl,
Já það er óhætt að segja að þetta er mikil grimmd, og óeðli. Aftur á móti eru margir þessara manna helgeðveikir. Hvað með mæðurnar sem grunar þetta sterklega eða vita af þessu, en gera samt ekki neitt!!!!
Hversu viðbjóðslegt er það!!!!!!!!! Nei, já það passar ekki þínum hugsunarhætti að hugsa svona, æi fyrirgefðu
Jóhannes (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 18:03
Jóhannes: Þetta hefur ekkert að gera með hversu passandi mér finnst þetta eða hitt. Það nægir að skoða dóma, lesa bækur og þá má sjá að ofbeldið beinist auðvitað að öllum á heimilinu, í mismunandi birtingarmyndu. Ekki gera mér upp skoðanir erða hugsanir.
Ragnhildur: Er svo algjörlega sammála þér.
Takk stelpur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2008 kl. 18:07
Það má aðeins tala um karla (og börn) sem fórnarlömb illra kvenna Þess vegna lenda aumingja mennirnir í þessu og þess vegna verður að setja lög þeim til varnar. Svo þeir lendi ekki í konunum
Gleðilegt sumar
Kolgrima, 1.5.2008 kl. 18:10
Þetta er hryllilegt mál...svo hryllilegt að ég get varla hugsað um það. Það er hárétt sem þú segir að það þarf ekki múra til að kúga fólk og brjóta það niður og því miður þekki ég dæmi þess að konur á Íslandi hafa eftir áralanga misnotkun átt börn með feðrum sínum....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.5.2008 kl. 18:56
Hryllingurinn er algjör og ólýsandi og grimmdin meiri en hægt sé að setja í orð.
Ég er ein af þeim sem á ofsalega erfitt með að skilja að mæður láti alls konar hrylling yfir börnin sín ganga. En ég hef samt lesið og heyrt það mikið að ég veit að þetta er ekki svona einfalt. Sem betur fer kem ég samt sennilega aldrei til með að skilja það til fulls. Enda held ég að enginn geri það sem ekki hefur sjálfur gengið í gegnum slíkt.
Jóna Á. Gísladóttir, 1.5.2008 kl. 19:25
Bara sorglegt
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.5.2008 kl. 19:44
Sammála Jónu, ég get ekki með nokkru móti skilið þegar mæðurnar standa aðgerðalausar hjá. Eitt sinn var ég í sambúð með manni sem hafði verið barinn mikið í æsku og mamma hans vissi allt um það. Gerði samt aldrei stakan hlut í málinu. Svona lagað hef ég aldrei getað skilið - og mun aldrei geta samt skilið. Hef samt lesið og heyrt nógu mikið til að vita að þetta er einhverskonar sýki - eins og það er jú líka hægt að tala um sýki í huga ofbeldismannsins sjálfs.
Niðurstaðan verður samt alltaf að þetta er eitthvað sem "venjuleg" manneskja getur ekki með nokkru móti skilið. Það er ekki hægt að setja sig í þessa skó. En varðandi mæðurnar þá get ég samt ekki annað en hugsað oft: Hvað með börnin - þegar það bregðast þeim allir? Ég finn mest til með þeim - ekki kúguðu mömmunum. Það eru börnin sem eru saklausust í þessum málum - er og verða.
Hulda (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 19:46
Takk fyrir skjót svör,
Jenný,
Það þýðir ekki alltaf að vera fela sig á bak við að maður sé fórnarlamb. Ef börnin manns séu fórnarlömb og móðirin grunar hlutinn sterklega eða veit af honum, þá er það hennar að ganga gegn þessu. Hún er að skaða börnin með aðgerðarleysi sínu. Það er eitt að skaða sjálfan sig með aðgerðarleysi sínu sbr. heimilisofbeldi, en að láta þetta ganga yfir börnin líka
Ég er ekki að segja að þetta sé í öllum tilfellum, en þú villt þó ekki tala um þetta, þ.e. þér finnst það ekki passandi!!!
Kolgríma,
Það er ekki nóg að ver með "nick" sem er með grímu, því í þau fáu skipti sem ég hef heyrt þig tjá þig um mál þá fellur gríman nánast alltaf, þó að hún haldi sér í nickinu, kannski það sé nóg fyrir þitt litla sálartetur!!
Jóhannes (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 19:47
Svo hryllilegt.Mamman er örugglega fórnarlamb þessa viðbjóðslega manns eins og hin
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 19:48
Ég held að það sé nefnilega málið Jenný. Það er svo auðvelt að standa fyrir utan svona voðaatburði og dæma. Ég þekki til þónokkra kvenna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi og eins og þær lýsa þessu fyrir mér eru þær gjörsamlega bugaðar. Þeim er oft gjörsamlega fyrirmunað að fara á brott úr skelfilegum aðstæðum vegna lítis sjálfstrausts.
Það sem vekur miklu frekar athygli mína er að fólk virðist alltaf jafn sjokkerað yfir svona atburðum, svona rétt eins og þetta hafi aldrei gerst áður í mannkynssögunni. T.d er ég sannfærður að fréttir sem eru ámóta viðbjóðslegar og þessar eru að gerast víðsvegar um Evrópu þessa stundina sem urðu einhverra hluta vegna ekki jafn fréttnæmar.
Brynjar Jóhannsson, 1.5.2008 kl. 19:55
Það er góðs viti, Brynjar, að svona lagað skuli alltaf vera jafnsjokkerandi - sýnir þrátt fyrir allt bjartsýni, von og trú á að maðurinn fari batnandi og heimurinn með. Sem ég held að hann sé, þrátt fyrir allt.
Kolgrima, 1.5.2008 kl. 20:09
Ég skil ekki svona viðbjóð og mér dettur ekki í hug að álasa mæðrunum ! Þær eru fórnalömb líka!
Sunna Dóra Möller, 1.5.2008 kl. 21:38
Hvað með aðra fjölskyldumeðlimi? Haldið þið virkilega að það sé bara ein kona sem ætti að stíga fram frekar en aðrir?
Systir konunnar segir að hann hafi alltaf komið fyrirlitlega fram við hana!
Eru ekki margir í þeirri stöðu að vita af skrýtnum heimilsbrag en geta ekki aðhafst neitt? Hvernig á að byrja og hver á að rannsaka heimilisofbeldi eða kúgun á fólki sem er ekki búið að uppgötva það sjálft?
Endalausar spurningar og pælingar.
Þetta er svona fyrst og fremst til þeirra sem eru með efasemdir.
Edda Agnarsdóttir, 1.5.2008 kl. 21:38
Andlegt ofbeldi er skelfilegt vegna þess að það er ósýnilegt. Út á við virðist allt í stakasta lagi enda er þessari týpu af mönnum ótrúlega mikið í mun að allt sé slétt og fellt út á við og nágrannarnir sjái hvergi blett eða hrukku á neinu. Inni á heimilinu kúgar hann hótar jafnvel lemur og brýtur einstaklingana þ.e. sína eigin fjölskyldu undir harðstjórn sína. Út á við leikur hann hlutverkið sem hinn fullkomni fjölskyldufaðir. En hann vill ekki fá fólk í heimsókn og reynir að loka fjölskylduna af eins og hægt er.
Þessir siðblindingjar eru tilfinningalausir og kaldranalegir í hugsun. Þeir sjá bara rassgatið á sjálfum sér og þeir hafa vanalega enga samúð með fórnarlömbum sínum. Þeir geta ekki sett sig í annarra spor. Rannsóknir sýna fram á að fólk tekur oft með sér svokallaðan félagslegan arf frá sinni eigin fjölskyldu. Konur sem hafa verið misnotaðar sem litlar stúlkur eða eiga feður fyrir harðstjóra eru oft auðveld fórnarlömb. Svona harðstjóri gæti aldrei búið með konu sem setti honum stólinn fyrir dyrnar.
Þessir menn reyna að trúa sjálfum sér og öðrum trú um að það sé einhver svakalega falleg skýring á hegðun þeirra eins og í þessu tilfelli. Hann var að eigin sögn að reyna að bjarga dótturinni frá því að lenda í eiturlyfjum. Þeir finna alltaf einhverja góða skýringu fyrir utan sjálfan sig þ.e. það er aldrei þeim að kenna. Og ef eitthvað fer úrskeiðis þá ljúgja þeir blákalt.
Mýmargar konur á Íslandi búa við andlegt og líkamlegt ofbeldi. Vonandi verður þetta mál til þess að þær þora að segja frá. Þora að rífa sig lausar. Annað er sálarmorð.
Ég vil taka það fram að ég er ekki að tala um allt karlkynið eins og það leggur sig. Aðeins geðveika síkópata.
Bryndís Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 21:40
Þetta er svo ólýsanlega ógeðslegt að maður fær hroll við það eitt að lesa um þetta.
Eyrún Gísladóttir, 1.5.2008 kl. 21:54
Takk fyrir frábæra umræðu. Andlegt ofbeldi er auðvitað ekki undanskilið þegar við ræðum ofbeldi á konum og börnum. Að sjálfsögðu ekki. Allt ofbeldi er slæmt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2008 kl. 22:07
Fréttin um blessaða konuna og börnin hennar sex er svo hræðileg að engin orð fá því líst. Hjarta mitt er skaðað vegna þessa atburðar. Aumingja vesalings fjölskyldan sem líklega mun aldrei ná sér. En hvað er fólk að hugsa, erum við dofin fyrir umhverfinu. Að hugsa sér að hægt sé að kúga konu í áratugi og loka hana inni í áratugi. Og blessuð börnin sem aldrei hafa séð dagsljósið. Þetta mál er óhugsandi og mann verkjar í sálinni að vita af þessu. Eitt er víst að ekki verður langt að bíða að fólk frá Los Angeles komi og bjóði í kvikmyndaréttinn, sanniði til. það má kannski segja það að búa til kvikmynd um verknaðinn verði öðrum víti til varnaðar.
Með góðri kveðju til ykkar allra.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 1.5.2008 kl. 23:10
Því miður hefur umræðan um afleiðingar andlegs ofbeldis ekki fengið nógu góðan hljómgrunn hér á landi, þó að þetta sé í raun og veru ekki óskylt heilaþvotti eða pyntingum, þar sem andi og geðheilbrigði manneskjunnar eru barin niður og eyðilögð til að "sá nýjum hugsunarhætti".
Sorglegt hversu margir eru að gjörsamlega missa sig á konuna, getum við a.m.k. ekki fókusað á AÐAL-sakborning málsins fyrst..?
kiza, 2.5.2008 kl. 10:21
Adda bloggar, 2.5.2008 kl. 14:35
UGH! Þetta er svo rétt hjá þér, Jenný!
Það er alveg möguleiki að móðirin hafi ekkert vitað og ekkert séð. Unglingar fjarlægjast foreldra sína, eru skapmiklir og erfiðir og margir foreldrar ná ekki til barna sinna á þessum erfiða tíma. Ímyndaðu þér núna einhvern sem þú elskar og treystir, afa, föður, móður, bróður, frænda, vin... Ímyndaðu þú nú að einhver saki þá beint eða óbeint um að vera hreint og beint skrímsli. Því er erfitt að kyngja! Fórnarlambið er ekki alltaf einhver sakleysisleg, stóreyg og viðkvæm stúlka sem þú vilt vernda sama hvað. Sum fórnarlömb hafa jafnvel þannig persónuleikar að erfitt er að líka við þau!
Hvað ef hennar viðbrögð við misnotkuninni voru að ýta öllum frá sér og fara út í eitthvað rugl? Kannski hataðist hún við móður sína og skuldinni var skellt á slæman félagsskap.
Ef að maður ætlar að ásaka einhvern þá þarf maður líka að sanna það. Og þegar að það er manneskja sem er partur af heimili manns og fjölskyldu er það hægara sagt en gert.
Ég tek það fram að ég veit ekkert um þessa tilteknu fjölskyldu, kannski vissi mamman af þessu en lokaði augum sínum fyrir atburðunum, kannski ekki. Ég er heldur ekki að halda því fram að þetta sé fórnarlambinu að kenna eða að hún sé vond manneskja!
Ég er bara orðin mjög þreytt á því hvernig fólk dæmir án þess að vita allt sem að málinu snýr.
Tek það einnig fram að ég er ekki að rífast við neinn hér, dómgleði fólks getur bara gert mann bilaðan stundum.
Ellý, 2.5.2008 kl. 21:30
Sæl,
Ellý sagði,
"Ég tek það fram að ég veit ekkert um þessa tilteknu fjölskyldu, kannski vissi mamman af þessu en lokaði augum sínum fyrir atburðunum, kannski ekki. Ég er heldur ekki að halda því fram að þetta sé fórnarlambinu að kenna eða að hún sé vond manneskja!"
Ég hljóp aðeins í gegnum umræðuna, og held að þessar 2 setningar segi mikið. T.d. hvað bloggumræður eru nánast ekkert vitrænar og eingöngu tilfinningalegar. Guð minn almáttugur!
Er hún Ellý vísvitandi að blanda þessu saman, eða er hún svona rosalega tæp, eða bæði, eða er hún kannski gott dæmi um konu með brotna sjálfsmynd, sem að síðan femínistar o.fl. hampa sem góðum dæmum um mikilfengleika sinna stjórnmálaskoðana......hver er vondi karlinn hérna.
Jóhannes (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 02:28
Það er aldrei að þú stekkur upp á nef þér, Jóhannes. Ég tók þetta fram af því að fólk gerir manni upp skoðanir, svona svipað eins og þú gerðir núna með því að grípa þessa setningu og taka hana alveg úr samhengi.
Prófaðu að lesa það sem ég skrifaði aftur. Ég tók þetta fram til þess einmitt að verja mig gegn svona kommenti en það er víst ekki hægt!
Ellý, 3.5.2008 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.