Leita í fréttum mbl.is

Af týndum gleraugum og maístjörnu

Þetta kvöld, frá kvöldmat eða svo, hefur verið lyginni líkast.  Ég týndi nefnilega gleraugunum mínum.  Ég er nærsýn með afbrigðum.  Ég byrjaði ekki að nota gleraugu fyrr en fyrir 10 árum, fannst ekki nógu hipp og kúl að vera gleraugnaglámur.  Ég fór í gegnum erfitt nám í Svíþjóð, t.d. án þess að sjá á töfluna.  Veit ekki hvernig ég glósaði, en það tókst.

Ég eignaðist fyrrverandi vini í búntum, þar sem ég lét hjá líða að heilsa þeim á götu.  Sá þá ekki, enda sé ég ca. 15 cm. frá mér, það sem lengra er burtu er í móðu.  Og nú get ég ekki fúnkerað án þess að hafa gleraugun.

Þau eru nærri því ósýnileg, með títanumgjörð, þetta eru týpugleraugu (víst Ibba, þetta eru mín týpugleraugu) og ég fann þau ekki þegar ég fór að horfa á fréttir.  Ég ein heima og ég sé ekkert frá mér þannig að ég hríslaðist um og leitaði og fann ekkert.  Ég var ekki sjón að sjá, hefði einhver séð mig.  Góð ráð voru dýr, fréttir voru að hefjast og ég verð að sjá þær, báðum megin. 

Hafið þið prufað að halda á sjónvarpinu á meðan þið horfið á það?  Ekki?  Það er hm.. sérstök lífsreynsla.

Ég skreið síðan um allt hús og leitaði, ég legg hluti frá mér á ólíklegustu stöðum, stundum hef ég lagt frá mér brillurnar inni í fataskáp og ég finn þau aldrei, húsband geri það.  Ég rak hausinn af alefli í bókaskápinn þar sem ég skreið um allt, án árangurs.

Minn heittelskaði brunaði heim áðan, mér til bjargar.  Hann gekk inn, beygði sig niður við borðstofuborðið og tók upp gleraugun.  Jájá, heldur að hann sé eitthvað.

Ég gat horft á Kiljuna óruglaða, en það gera reyndar allir Íslendingar en í mínu tilfelli var það kraftaverk "in the making".

Ég sé!

Gleðilegan 1. maí og þið látið ykkur auðvitað ekki vanta í baráttuna á morgun.

Fram þjáðir menn í þúsund löndum!

Maístjarnan gjöriðisvovel!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sæl e´skan...jiii hvað það er gaman að vera komin aftur, ég var komin í bullandi blogghvörf

Hef sjálf í 2 ár hlegið mig máttlausa af húsbandi þar sem hann reynir að lesa blöðin...haldandi á þeim með tánum    hefði betur hlegið minna er komin með lesgleraugu sjálf... og það eru sko týpugleraugu skal ég segja þér....úr tiger!!!!

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.5.2008 kl. 00:18

2 Smámynd: Tiger

Hahaha .. þú ert óborganleg. Ég sé þig fyrir mér líkt og Mister Maggoo þarna um árið - fálmandi um allt ef gleraugun vantar. Yndisleg sýn, þannig séð ljúfan. Gott að þau fundust þó fyrir rest og þú órugluð í tengingu við fréttir og fleira.

Ég nota líka gleraugu, þegar enginn sér - keyri með þau ef það er myrkur og blautt. En ég sé ágætlega í björtu þó og þarf ekkert endilega að vera að heilsa vinum sem þurfa endilega að labba hinu megin við götuna.

Njóttu 1. Maí ljúfust og mundu að mótmæla einhverju - til þess er dagurin gerður. Eigðu ljúfa vikurest Jenný mín.

Tiger, 1.5.2008 kl. 00:48

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 Einar er hetja og þú ert kjáni

Ég sé þig fyrir mér, litla og mjóa með 28" túpu sjónvarp í fanginu

Jóna Á. Gísladóttir, 1.5.2008 kl. 01:13

4 Smámynd: Helga skjol

Hahaha alveg getur þú drepið mann með lýsingunum hjá þér og hvað þá heldur svona snemma í morgunsárið, þú ert snilld.

Eigðu góðan 1 mai dag og knús á línuna.

Helga skjol, 1.5.2008 kl. 06:15

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

  thú ert ótrúlega skemmtilegur penni. Já madur sér thig algerlega fyrir sér skrídandi útum allt med gleraugun svo bara rétt vid hendina..en gott ad eiga gott húsband sem reddar manni í neyd eigdu góda vikurest.

María Guðmundsdóttir, 1.5.2008 kl. 07:01

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jii hvað ég skil þig - er gjörsamlega blind án minna....

Eigðu góðan dag.

PS ég get ekki spilað myndbandið........? Er það aulagangur í mér? 

Hrönn Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 08:15

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, þetta hefur verið ógurlegt. Húsbandið megakrútt að finna flottu ósýnilegu gleraugun.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2008 kl. 08:44

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú! Þarna gat ég!! Flott lag

Hrönn Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 16:09

9 Smámynd: Ibba Sig.

Týpugleraugu, my ass!

Ibba Sig., 1.5.2008 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband