Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Nei!
Aðalfréttin í Danmörku í dag er um hundinn hennar Möggu drottningar, sem varð fyrir bíl og slasaðist.
Halló, auðvitað hef ég samúð með dýrinu en rosalegt hype er þetta í sveltandi heimi. Einn hundur á slysó og Danmörk bara í frussandi hýsteríu. Það er eitthvað að þessari forgangsröðun. Svíar eru svona drottninga- og kóngaóðir líka. Jafnvel þó því væri trúað um árabil að sjálfur kóngurinn væri eitthvað heftur. Hann reyndist svo ekki vera það, er bara seinn til og fælin, sem mér finnst vel sloppið komandi undan nánustu ættingjum sínum. Samkvæmt einræktun í kóngafjölskyldum ætti allt þetta lið að vera hálfvitar og rúmlega það.
Annars var Gurrí að skrifa um meðvirkni. Sumir misskilja það hugtak geypilega og heimfæra samúð og samkennd upp á meðvirkni og sjúkdómsgera eðlilega hjálpsemi við fólk.
Einu sinni var aðalmálið að læra að segja nei og fólk fór á námskeið til að fullnuma sig í þeim hæfileika. Það átti að slá á meðvirknina. Ég þekkti nokkra sem rifu sig á viðkomandi fræðslu og urðu gjörsamlega óþolandi á eftir.
Geturðu rétt mér kaffið? Nei! Villtu gefa mér eld? Nei! Geturðu svarað í símann, ég er í baði? Nei! Ég er fótbrotin, villtu hringja á sjúkrabíl? Nei!
Ef þetta er ekki sjúkt, þá er ég mamma mín.
Maður má ekki fella tár yfir óförum annarra þá heyrast ramakvein í sérfræðingunum sem helda að þeir séu með fræðin á hreinu: "Ertu að grenja, djöfull ertu meðvirk."
Jájá. En eitt er á hreinu, ég er ekki meðvirk með hundinum hennar Möggu, það eru aðrir í því.
Skiljið þið mig?
NEI!
Farin að lúlla. Ójá.
Ekið á hund Danadrottningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lúkas, Vefurinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þetta er bara eitt dæmið enn um það hve miklu máli Séra Jón skiptir fólk, miðað við hinn venjulega Jón. Mjög ósanngjarnt og bara asnalegt! Við eigum öll að vera jöfn, sama hvaða starfi við gegnum og sama hver við erum, hvort við erum fræg eða í ræsinu. Við erum öll manneskjur og eigum öll að njóta þess sama.
Svolítið skrýtið að vera með heila frétt bara um hundinn hennar. En öll hin dýrin sem verða fyrir illri meðferð og fleira í þeim dúr, hvers vegna fá þau enga umfjöllun? Því þau eiga ekki nógu merkilega eigendur? Sveiattan!
Emma Vilhjálmsdóttir, 30.4.2008 kl. 00:11
Sammála öllum upptöldum atriðum. Í einu og öllu amen.
Lúllaðu góða mín, láttu þér batna. Ekki gott að fá vírus, ónei, láttu mig vita það.
Knús á þig Jenný Anna.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 00:11
Æ, æ ég er harmi slegin. Aumingja frú Þórhildur! Hvaða bull fréttir eru þetta? Ég er búin að vera í kerfi eða þannig af því að ég hef verið fjarverandi mínum hvutta í heila viku og veit ekki hvort hann er lifandi eða dauður. Sorry, tók þann pól í hæðina þegar ég eignaðist hudspottið að hann væri hundur ekki barnið mitt. Þoli ekki þegar fólk segir: Komdu til mömmu, fæ bara netta gæsahúð. Ég er fóstra hans Erró míns ekki mamma, punktur basta.
Jesús, María og Jósep ég er farin að blogga hér á síðuna þína Jenný mín. Fyrirgefðu frekjuna, var bara sí svona á bloggvinainnliti og langaði að láta vita af mér.
Helli út skálum mínum þegar ég kem heim eftir helgi. Knús á þig vinkona
Ía Jóhannsdóttir, 30.4.2008 kl. 00:44
Svakalega er ég sammála þér ! Og sammála Íu líka ! Úbbasía ætli ég sé ekki svona meðvirk bara ?
Jónína Dúadóttir, 30.4.2008 kl. 06:04
Í fljótu bragði man ég eftir 3 kóngafjölskyldum á næsta leiti - landfræðilega.
Mér þykir sennilegt að þegar allr ferfætlingar innan þeirra vébanda og þeirra eðlilegu kvillar ásamt eðlilegum óförum (sé miðað við tölfræðilegar líkur gæludýra á því að verða fyrir hnjaski - í meðalári) þá sýnist mér að það mætti hæglega fylla eins og eitt dagblað með ítarlegri umfjöllun um hægðir og hárafar þessara skepna.
Það er kannski bara öllum fyrir bestu að vera ekkert að spekúlera í vanda heimsbyggðarinnar og sökkva sér bara ofaní svona þægi- og meðfærileg vandamál, sem fara vel í blaðagrind og gera fólki kleift að krafsa sig í gegnum tilveruna án þess að klóra úr sér augun.
Varðandi meðvirknina þá hefði ég ekki orðað þetta betur sjálf
Linda María (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 06:53
Mikið rétt mikið rétt mikið rétt..... Hallelúja.
Linda litla, 30.4.2008 kl. 08:31
Meðvirkni er allt annað en hjálpsemi.Vona að snati drottningar nái sér.Þetta mundi flokkast undir lúxusvandamál annarstaðar en í baunaríki.Góðan dag
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 08:59
Innlitskvitt
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.4.2008 kl. 08:59
Mér finnst kóngafólk svo mikil tímaskekkja að ég alveg fer að hristast þegar það er nefnt! Afnema konungsættir núna strax og fara að sýna hungruðum heimi áhuga !
Sunna Dóra Möller, 30.4.2008 kl. 11:13
lúúúkaaaas :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.4.2008 kl. 12:34
Já, sama segi ég - ég hef ekkert heyrt hérna úti! Ætli það séu ekki bara hin gömlu tryggðarbönd við Möggu og fjölskyldu sem koma íslenskum fjölmiðlum svona í uppnám?
Annars vildi ég bara kvitta fyrir mig... Hef lesið bloggið þitt í nokkurn tíma, ákvað að vera það kurteis að láta allavega vita af mér!
Hafðu það gott
Sunna Guðlaugsdóttir, 30.4.2008 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.