Leita í fréttum mbl.is

Ég skammast mín..

Ég skil núna letina og kyrrsetuna í sjálfri mér bæði í gær og í dag.  Ég álpaðist nefnilega til að mæla mig.  Er með bullandi hita (Hallgerður, ekki orð).  Þetta er frábært, nú get ég bloggað, lesið og gert það sem mér sýnist án þess að vera með samviskubit.

Vér húsmæður (hélt aldrei að ég ætti eftir að kalla mig þessu starfsheiti)  erum vanmetin stétt.  Það segi ég satt.  Ég er að djóka, ég lulla mér í gegnum það litla sem þarf að gera hér á kæleiksheimilinu.

Ég skammast mín fyrir sumt.  Ég er snobbuð á vissan hátt.  Ji, hvað þetta hljómar agalega.  Ég vil t.d. ekki að fólk viti eftirfarandi..

..að ég borða sviðakjamma af og til (mjög sjaldan), það er eitthvað svo lítið cosmopolitan að borða andlit sem liggur bara í öllu sínu hálfa veldi á disknum manns.  Svo smalalegt og ódannað. 

..að ég þjáist af sjúklegri kurteisi þegar ég hringi í stofnanir og fer í búðir og banka.  Það er algjörlega ógeðslegt hvað ég kann mig vel.  Mig langar að vera töffari.  Kúl og snörp í tali.  Ekki fokka í mér hérna bankakona, þið vitið.

..að mig getur hlakkað til að horfa á American Idol, alveg allan mánudaginn.  Halló, maður er ekki sterkur á hinu andlega svelli með svona glataðan sjónvarpssmekk.  Enda segi ég ykkur það að ég dreg fyrir gluggana og lækka hljóðið, til vonar og vara af því ég er beisíklí á því að fólk haldi að ég horfi bara á Kiljuna og Mannamál, sem ég geri auðvitað.  En plebbagenið er alltaf að hrjá mig með reglulegu millibili.

..að ég er ekkert hipp og kúl þegar ég fer í ferðalög, ekkert vön og "ekkert að kippa mér upp við strætóferðir á milli landa syndrómið", eins og flestir Íslendingar sem eru alltaf á ferð og flugi.  Ferðalög eru ennþá alveg biggtæm gigg hjá mér og ég er uppveðruð í marga daga áður og eftir.  Sama hvað ég ferðast mikið.  Ég er svo leim að mér finnst það ennþá  stórviðburður að koma í fríhöfnina.

Halló, þetta er hitinn sem talar.

Ég er auðvitað ekkert svona mikill plebbi.  Eða hvað.

Yfir og út, ég er farin í rúmið með Guðbergi Bergssyni.  Ekkert svona aularnir ykkar.  Bók eftir manninn.  Róleg með ykkar saurugu hugsanir.

Arg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég er þá líklega algjör plebbi, þó ég sé ekki með hita.  -  En ég vil bara, taka það fram, að Guðbergur Bergsson, er mjög góður í rúminu.  - Svo með honum, verður þú vonandi, fljót, að ná þér aftur á strik. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.4.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Signý

Oh hvað ég kannast svo sannarlega við þetta kurteisis-syndrom þegar maður vill vera töff en um leið og það er yrt á mann þá bara lympast maður niður og ekkert nema smeðjuhátturinn "góðan daginn" "takk fyrir" "nei takk" "já takk"... stundum algjörlega óþolandi

Signý, 29.4.2008 kl. 15:45

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er líka algjör plebbi, smáborgari og sönn úthverfahúsmóðir ....kannast við öllu þessi einkenni...sérstaklega að hlakka til að horfa á Ammríska ædolið....ég alveg hristist af spennu án gríns !

Sunna Dóra Möller, 29.4.2008 kl. 16:06

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kvitta undir þetta með plebbaskapinn ... Láttu þér batna, snúllan mín.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.4.2008 kl. 16:19

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... sko minn eigin plebbaskap, hehhehehehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.4.2008 kl. 16:19

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hitinn getur svo sannarlega æst upp í manni rugluna...............plebbinn þinn þarna!

Ég hlýt að vera plebbi líka nema ég horfi aldrei á Idolið  

Huld S. Ringsted, 29.4.2008 kl. 16:26

7 Smámynd: Tiger

Jenný, mér sýnist þú vera í góðum málum, fyrir utan lasleikann. Það þykir flott að horfa framan í það sem maður borðar, þannig séð - og svo framalega sem það starir ekki skelfingu lostið til baka. Ég er handviss um að þú sért í raun heljar töffari þegar einhver stígur á litlu tánna þína, tekur snapp og lætur töffarann út fyrir húsmóðurina kurteisu. En, auðvitað skilar kurteisi manni langt - en stundum er það bara spursmál um líf og dauða að hleypa fram slátraranum til þess að fá hluti framkvæmda eða eitthvað gerist í málum. Eigðu ljúfa daga framundan mín kæra. Eitthvað mun ég þurfa að athugasemdast minna en venjulega næstu daga, tölvan í krassviðgerð og ég á vél frá 1830 núna. Vél sem frýs í öðruhvoru orði og ef ég er ekki fljótur að ýta á "senda" - þá hverfur bara sendibréfið í buskann. Kveðja töffarinn minn...

Tiger, 29.4.2008 kl. 16:26

8 Smámynd: Linda litla

Ég er svona líka þegar ég hringi eitthvað (annað en í vini og fjölsk.) já góðan daginn..... ógla kurteis, mér verður eiginlega óglatt við tilhugsunina.

Talandi um saurugar hugsanir okkar bloggvinanna..... ég held að mestu saurhugsanirnar séu hjá Guðbergi sjálfum, hefur alltaf verið grófur í sínum bókum og öruggletga ekkert skárri á daglegu lífi.

Láttu þér batna....

Linda litla, 29.4.2008 kl. 16:44

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Kúl!  Hver er ekki svona?  Nei ég bara spyr?

Edda Agnarsdóttir, 29.4.2008 kl. 17:24

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Erum öll plebbar. Ég plebbast á hamstursbretti í ræktinni og horfi á amerískt Idol!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.4.2008 kl. 18:26

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Hlakka ALLTAF til ad horfa á American Idol  en...er ekkert sérstaklega kurteis út og sudur..byrja á thvi og sé vidbrøgd..ef mér lika thau ekki thá færdu thad sama tilbaka.. er samt engu minni plebbi fyrir vikid held ég  

María Guðmundsdóttir, 29.4.2008 kl. 18:29

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góðan bata, og njóttu Idolsins. kv. frá  kurteisum smáborgara.

Sigrún Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 19:35

13 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

ÆÆ þú ert bara með óráði dúllan mín.hehe.

Góðan bata.

Eyrún Gísladóttir, 29.4.2008 kl. 20:37

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jenný plebbi...  Jenný plebbi... Jenný plebbi  Knús á þig knúsírófan þín, þú setur meira að segja hjarta sumstaðar í innlegg hehehehehe.... Töffari hvað ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 20:46

15 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

blessuð njóttu þess að vera með Guðbergi í bælinu Það er stundum frábært að fá hita, þá er maður löglegur letingi í smá tíma

Svala Erlendsdóttir, 29.4.2008 kl. 23:00

16 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þú & Guðbergur Bergson samrýmd í rúmi ? 

Datt ekki til hugz.

Einar einn til fimm ?

Hanú ?

Steingrímur Helgason, 29.4.2008 kl. 23:20

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

gvöð ég er sko ekki kúl á ferð um stórborgir. Skíhrædd um að villast, vera rænd og rænt og bara yfirhöfuð að gera mig að fífli.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.4.2008 kl. 23:46

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð frábær.

Jóna, við ferðumst saman og lestu ekki póstin þinn kona?

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband