Leita í fréttum mbl.is

Klósettpappír í fegurðarskyni

 hippie-girl

Ég hef tekið ákvörðun.  Ég ætla að kaupa mér skanna, til að hlaða inn gömlum myndum og varðveita þær.

Af því ég er að drepast úr leti, eins og venjulega þessa dagana, þá sökkti ég mér ofan í gömul albúm, allt frá 197og eitthvað og fram til 1990.  Jösses, hvað ég er búin að hlægja og nostalgían hefur heltekið mig einn ganginn enn.

198og eitthvað var ég með sítt permanentað hár og svo sólbrennd úr ljósabekkjum að það er tómur viðbjóður.  Ég man að mér fannst ég sæt.  Ég lít út fyrir að vera Pamela í Dallas á sínum yngri árum, mínus brjóst. Soldið sjúskuð auðvitað, stífmáluð og alles.  Svo tilgerðarleg en samt ábúðarfull á leiðinni að bjarga heiminum í svörtum jakkafötum, hvítri skyrtu og með lakkrísbindi.  Ég er kona með hlutverk.  Hvernig gat maður látið fallerast af þessum hryllilegu hárgreiðslum og axlarpúðum?  Ég skil það ekki.

Og svo var það mynd myndanna.  197tíuogeitthvað, þegar mitt annað heimili var í Klúbbnum og Tjarnarbúð lagði systragerið mikið á sig til að verða súperfínar.  Ég t.d.  vatt klósettpappír í hárið á mér, til að fá krullur.  Það er skemmst frá því að segja að ég lít út um höfuðið eins og risastórt tröllabarn með milljón slaufur í hárinu.  Bjútí is pein, ég sverða.  Og ég fór meira að segja út í sjoppu með heilt rjóður úr Finnlandsskógi í hárinu, og það án þess að skammast mín.  Ég skulda umhverfinu biggtæm.  Á myndinni gefur að líta mig plús slatta af systrum, með eitur í glasi heima í Snælandinu og ég með tröllaslaufurnar, baðandi út höndum með munninn opinn, auðvitað blaðrandi frá mér allt vit.  Ég dey.

En einhvern veginn er það svo þegar maður lítur til baka, þá var alltaf allt svo gaman í minningunni.  Ég man ekki eftir því að hafa verið í hátíðarskapi hvern dag, en mér finnst eins og það hafi alltaf verið stanslaust stuð. 

Ætli það hafi ekki bara verið þannig?

Við segjum það.

Nú er ég farin að gera eitthvað annað en færa mig á milli stóla.  Ég lofa, lofa og lofa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

haha sé þetta alveg fyrir mér

Dísa Dóra, 29.4.2008 kl. 14:36

2 Smámynd: Linda litla

Mér líst vel á þessa hugmynd hjá þér Jenný, skelltu þér í skannakaup og ég bíð spennt

Linda litla, 29.4.2008 kl. 14:43

3 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Styð skannakaup, bíð spennt eftir hárslaufumyndinni .

Minnir mig líka á að ég þarf að klára að skanna inn albúmið sem pabbi fékk hjá ömmu svo hægt sé að skila því.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 29.4.2008 kl. 14:48

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þegar þú kaupir þér skanna skaltu gera kröfu um góðan hugbúnað. Sumum skönnum fylgir nánast ónothæfur hugbúnaður. Forðast þá.

Helst að kaupa líka flakkara - utanáliggjandi harðan disk til að vista myndirnar á eða afrita þær á.

Skanna svo í mikilli upplausn þannig að myndirnar verði stórar. Það er ekkert mál að minnka stórar myndir en það er illmögulegt að stækka myndir sem skannaðar hafa verið inn of litlar.

Man ekki meira í bili...  kannski seinna.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.4.2008 kl. 14:55

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lára Hanna: Má ég kannski vera í sambandi við þig þegar ég fer í kaupinn?  Kann ekkert á þetta og veit ekki einu sinni hvernig apparatið lítur út.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2008 kl. 15:08

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég var í "vinnuferð" í sumarbústað með bekknum mínum sem útskrifaðist fyrir 30 árum þá kom fólk með Úrklippubækur og myndaalbúm og það sem við hlóum þetta var ótrúlegur tími.

- En húmorinn á þessum tíma virðist vera sá sami og er í dag. -  Já, það er ótrúlegt en satt! -  Og herðapúðarnir og allt það eru víst að koma aftur í tísku.

 - Stórsniðug hugmynd að fá sér skanna. - Fæ að fylgjast með þínum kaupum, og ef þú verður ánægð, með kaupin, þá kaupi ég líka.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.4.2008 kl. 15:54

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Skannar eru hið besta mál. Pabbi keypti einn fyrir rúmu ári og við eyddum jólafríinu í það að skanna inn gamlar myndir. Mér finnst það æðislegt og brenndi disk með þessum dásemdum. Nú geta allir í fjölskyldunni átt eintök af myndunum án þess að borga nokkurn skapaðan hlut.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.4.2008 kl. 18:47

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ekkert mál, Jenný, hafðu bara samband þegar kemur að kaupunum!

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.4.2008 kl. 19:14

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sniðugt verkefni og líka skemmtilegt. Fékk mér skanna fyrir nokkrum mánuðum til þess arna en hann er enn í umbúðunum. Fyrsta skrefið varð bara aðeins lengra en ég bjóst við, í þessu dúlliríi

Marta B Helgadóttir, 30.4.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband