Leita í fréttum mbl.is

Komasho

Gaman að þessu.  Bensín og díselolían að hækka.  Hva!  Nú verður væntanlega tuðpartí hjá öllum þeim sem eru búnir að andskotans út í mótmæli vörubílstjóranna.

Við erum merkilegir Íslendingar.  Hef sjálf tekið þátt í tuðinu þangað til ég var orðin blá í framan.

Samt hljóta allir að vita, a.m.k. gruna, að samtakamátturinn flytur fjöll.

Dæmi: Fjöldauppsagnir hjúkrunarfræðinga sem áttu að taka gildi 1. maí.  Aðgerðum frestað á elleftu stundu, en frestað samt.

Danir eru duglegir í að taka sig saman, finnist þeim þeir vera órétti beittir.  Frakkar líka og má þá nefna sem dæmi vörubílstjórana sem blokkera heilu þjóðvegina og almenningur fylgir þeim að málum, styður þá, enda grunar hinn almenna borgara kannski, að hagsmunir okkar, venjulegs fólks, hanga saman þegar allt kemur til alls.

Nú þegar bílstjórarnir hafa verið að mótmæla, þá bloggar hver beturvitringurinn á fætur öðrum um hversu helvíti böggandi þessir bílstjórar eru.

Sumir gefa góð ráð, sko þeir eiga að skilgreina sig betur, mótmæla þessu en ekki hinu og áfram og áfram.

Mikið skelfing er ég til í að mynda þrýstihóp til lækkunar matvæla.  Til styttingar biðlista á hinar ýmsu stofnanir og ég gæti endalaust talið upp.

En við byrjum á matarverðinu.

Einhver?


mbl.is Allir hækka bensínið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ójá! Mér verður stundum hugsað til Frakklands - þar sem heilu vegunum er lokað með bílförmum af tómötum og gúrkum ef þeim mislíkar.

Enginn þar er að missa sig af áhyggjum yfir að sjúkrabílar komist ekki leiðar sinnar - eða hvort þingmenn þurfi að komast á slysó

Legg til að Íslendingum verði gefið franskt blóð! 

Hrönn Sigurðardóttir, 29.4.2008 kl. 11:58

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

skráðu þig hjá ns.is í sjálfboðaliðastörf......ég gerði það. Og svo allir í 1. maí göngu.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 11:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rosaleg er ég sammála þessari færslu frá A til Ö.  Og ég væri avleg til, það er bara spurning um hvernig hægt er að bera sig að.  Ég styð bílstjórana líka alveg, og finnst undarlegt hve sumt fólk tuðar og suðar bara ef það kemst ekki nógu hratt milli staða.  Það vantar oft svo mikið á að fólk líti á heildarmyndina, menn eru alltar að horfa á nefbroddinn á sjálfum sér.  Meðan það er GERIST EKKI NEITT, BARA SVO ÞAÐ SÉ Á HREINU.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 11:59

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

við getum alltaf riðið á vaðið:) ef við gerum eitthvað og segjum frá því þá er mögulegt að það hvetji aðra til að gera hið sama...

fólk þarf alltaf forustusauði... svo mikið er víst.

góður punktur Hólmdísi að skrá sig á ns.is ... neytendur eru jú við:)

Birgitta Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 12:18

5 Smámynd: Ragnheiður

Málið er einfalt. Frá áramótum hefur hækkað um tæp 20% dísilolían á leigubílinn minn. Við getum ekki hækkað taxtann eins og sakir standa, við ætlum að bíða og sjá. En ef þetta verður viðvarandi þá verður ekki undan því vikist. Það verður náttlega þá enn einn bagginn sem velt verður á neytendur þessa lands.

Og á meðan enginn gerir neitt þá gerist ekki neitt.

Ragnheiður , 29.4.2008 kl. 12:25

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég tók smá tuð-stuð í gær, en í dag reyni ég að safna liði í 1. maí kröfugönguna og gengur bara ágætlega.  Hef fengið ótrúlega góð viðbrögð frá fólki, sem áður og fyrr hefði ekki látið sjá sig í svona "kommagöngu"!

Sigrún Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 12:34

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Lítil fugl hvíslaði því að mér um daginn að bændur ætluðu að fjölmenna með skítadreifarana einhvern daginn fyrir framan alþingi og tæma þá þar, þeir eru nefnilega líka óánægðir með olíuverðið, kannski eru svona aðgerðir það eina sem dugar. Ég ætti kannski að smala saman sjómönnum til að mæta með heilu bílfarmana af glaðning. Það vantar alla samstöðu í Íslendinga. Ég er með í svona þrýstihóp.

Á meðan ætla ég að fara að kaupa mér hjól og tilkynna liðinu að héðan í frá sé bara vatn og brauð í matinn 

Huld S. Ringsted, 29.4.2008 kl. 12:36

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir komment stelpur.

Ragga: Það er ekki auðvelt að vera með atvinnutæki sem gengur fyrir rándýru bensíni eða díselolíu.  Ég hélt satt að segja að það kæmi ekki hækkun ofan í ófriðinn sem ólgar undir yfirborðinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2008 kl. 13:50

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég sá frétt á Sky í dag þar sem sagt var frá methagnaði BP og Shell...  í Bretlandi væntanlega, en samt...

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.4.2008 kl. 14:17

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mætum í kröfugönguna 1. maí  með kröfuspjöld. - Það er þó byrjunin.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.4.2008 kl. 15:57

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Allir hækka - og svo er talað um enneinn, skeljung og olís. Er Atlantsolía ekki til hjá mogga? Og hafa þeir hækkað?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.4.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.