Leita í fréttum mbl.is

Örlagakrúttið hún móðir mín

Ég var að tala við mömmu mína í kvöld.  Hana Önnu Björg, bestu mömmu í heimi.  Hún er 79 ára, sæt og flott og ferlega mikill kventöffari og tekur allt á mýktinni eins og alvöru töffurum sæmir.

Á laugardaginn var hún að kaupa sér brauð í Koló og pabbi sat út í bíl og las Moggann.  Það vildi ekki betur til en svo að mamma hrasaði og datt beint á andlitið.  Hún reyndi að standa upp,öll í blóði og þá dreif að hjón á besta aldri.

Þau: Æi þú hefur dottið illa, ertu full vinan?

Mamma; (drekkur ekki, hefur ekki drukkið og mun sennilega ekki taka upp á því úr þessu), gleymdi hörmungum sínum og spurði: Af hverju dettur ykkur í hug að ég sé full?????  Alveg til í að opna umræður um mögulegan drykkjuskap sinn, með blóðtaumana niður á hvíta blússu og jakka og mögulega beinbrotin.

Maðurinn: Jú sjáðu til vinan (alltaf vinan þegar fólk er orðið aldrað), það liggur brotin flaska þarna á götunni og ég hélt að þú ættir hana.

Mamma alveg: Ég skil, athyglisvert!

Annars slapp móðir mín bæði við nefbrot og axlarbrot, en er öll marin með glóðarauga eftir fallið.

En það kraumaði í henni kátínan yfir því að einhverjum hefði mögulega getað dottið í hug að hún væri full.  Það held ég að hafi toppað hjá henni daginn.

Hún mamma mín er örlagakrútt.

Algjör dúlla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

jamms  hún er flott, greinilega

Fríða Eyland, 28.4.2008 kl. 22:33

2 identicon

Sú gamla flott.En ég féll einu sinni á hausinn.var stödd á skattinum.Allir héldu að kellan væri full og engin hjálpaði mér á lappir.Ég var ekki full en fékk blóðtappa í heilan sem snöggvast og lá fyrir vikið.Engin sagði vinan við mig.Sennilega er ég ekki nógu gömul.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:50

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég vildi að ég ætti mömmu og pabba minn á lífi en ég er búin að missa þau bæði fyrir löngu síðan knús á þig Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.4.2008 kl. 23:18

4 identicon

Flott hjá Mömmu þina að taka þessu svona vel . Ég les alltaf bloggfærslurnar þinar og hef mjög gaman af, takk fyrir mig.

Doris (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 23:49

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehe kannski ekki alveg einsog mín...en samt

Heiða Þórðar, 28.4.2008 kl. 23:50

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Nú veit maður hvaðan dóttirin hefur sitt " dignití "  En í alvöru hvað ætlaði fólkið bara að klofa yfir liggjandi konuna ef hún væri full, eða sparka í hana? 

-  Hvað er orðið um Íslensku hjálpsemina, náungakærleikann.  Erum við orðin svo "Ameríkanseruð" að við göngum fram hjá slösuðu fólki, og þykjumst ekki sjá það, ef við höldum að það geti verið okkur til óþæginda.   

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.4.2008 kl. 00:03

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hún er greinilega með góðan húmor. Athyglisvert

Sigrún Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 00:18

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Húmorinn á sínum stað hjá henni greinilega, ...sjaldan fellur eplið langt frá eikinni

(hef reyndar aldrei skilið þennan málshátt  - epli vaxa ekki á eikum )

Góða nótt

Marta B Helgadóttir, 29.4.2008 kl. 00:18

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha nú var skrattanum skemmt. Mér sem sagt. Þau spurðu þó allavega bara blátt áfram. Í staðinn fyrir að pískra um það eftir á og bera út um allan bæ þá sögu að full kona hefði slasað sig í Koló. Athugasemdin hjá Lilju Guðrúnu fengu mig svo til að skella upp úr aftur. Æi takk fyrir hláturskast rétt fyrir svefninn.

Bið að heilsa mömmu. Vona að hún sé að jafna sig.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.4.2008 kl. 00:54

10 Smámynd: Helga skjol

Snögg til svars hún mamma þín,en gott að hún skildi hvergi brotna konu angin og vonandi jafnar hún sig fljótt

Helga skjol, 29.4.2008 kl. 06:49

11 Smámynd: Linda litla

Það var gott að ekki fór illa fyrir FULL(orðnu) konunni.

Eigðu góðan dag Jenný mín.

Linda litla, 29.4.2008 kl. 08:07

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit ekkert hvort þau hefðu gengið í burtu ef mamma hefði drukkið, en það gæti þó vel verið.

Ég er bara þakklát fyrir að hún brotnaði ekki þessi elska og þau brunuðu beint á slysó eftir atburðinn hún og pabbi.

Takk fyrir komment.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2008 kl. 08:22

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dóttirin klæðist oft móður möttli.
Ég er nú ekki hissa á því að hún hafi kæst yfir fávisku þessa fólks.
Þetta er nú orðið svolítið skondið, hvernig er framkomið við fólk.
Dóttir mín var að byrja í nýrri vinnu, voru þær leikskólakonurnar að spjalla saman, og talað var um skemmtanir, hún var spurð hvort hún smakkaði vín?, nei sagði hún, ertu búin að fara í meðferð?, og mín varð bara kjaftstopp, nei nei ég bara nota ekki áfengi.
                          Knús til þín Jenný mín.
                                Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.4.2008 kl. 08:30

14 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

gaaah, ég ÞOLI ekki lið sem heldur að það geti bara kallað mann „vinan“ þó það þekki mann ekki neitt. Alveg sama á hvaða aldri (tja, jú, kannski innan við svona 7 ára sé í lagi). Urrg!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.4.2008 kl. 08:40

15 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 29.4.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband