Mánudagur, 28. apríl 2008
Atli Húnakonungur
Gas-gas-gasmann eða Atli Húnakonungur með piparúðann var að beita honum "rétt". Hann var að beita honum eins og gert er í löndunum "sem við berum okkur saman við". Hvaða lönd geta það mögulega verið?
Hvaðan var Atli Húnakonungur ættaður? Mongólíu held ég.
Ber löggan sig saman við USA, Ísrael, eða Írak við beitingu piparúða?
Ef þessi froðufellandi geðveiki sem löggumaðurinn virtist haldinn er að erlendri fyrirmynd, þá held ég að við ættum að bera okkur saman við aðrar þjóðir sem eru ögn mannúðlegri í framkomu. Eða (guð hjálpi mér) setja okkar eigin reglur um meðferð á fólki við þessar aðstæður.
Það er gott að lögreglan ber ekki skotvopn. Er að hugsa um manninn í NY sem löggan þar skaut og var óvopnaður. Það var verið að sýkna lögregluna.
Ég er heitur andstæðingur ofbeldis en ég geri mér grein fyrir því að við ákveðnar aðstæður þarf lögreglan að geta gripið til örþrifaráða og beitt þá fyrir sig þessum andskotans piparúða.
En ég þori að éta hattinn upp á að þarna var notkun eiturgass engin nauðsyn.
Ég er enn með martraðir út af Atla.
Ég vil ekki mæta honum í myrkri.
Góðan og ofbeldislausan dag.
Rétt aðferð við beitingu piparúða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986838
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Voðalega getur fólk verið veruleikafirrt. Geri ekki ráð fyrir þú hafir séð fréttir af óeirðum t.d. í Danmörk nýlega?
Já, fyrirgefðu, þar býr Atli Húnakonungur, silly me...
blibb (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 08:33
Sammála þér, það var engin nauðsyn á þessu harkalega sjónarspili.
Ég tek þessu sem yfirlýsingu um "nýjan heim" hér á Íslandi, við verðum að standa saman gegn slíkri heimssýn, þetta er ekki íslenskt.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 08:36
Góðan daginn heillin góð
Jónína Dúadóttir, 28.4.2008 kl. 08:42
ég er sammála svo mörgum pistlum sem þú hefur verið að koma með undanfarið, en mér leiðist að kvitta alltaf bara "sammála" en þetta gildir um ansi margt sem þú hefur verið að segja, og sérstaklega þetta
halkatla, 28.4.2008 kl. 08:46
Góðan daginn Jenný Anna.
Ég er nú ekki þekkt fyrir að verja lögregluna og er í grundvallaratriðum sammála þér með það að mér sýndist engin þörf á þessum harkalegu viðbrögðum en þegar ég spái í það þá held ég að löggan hafi verið hrædd! Þeir vissu ekki alveg í hvaða aðstæður þeir voru komnir í né hvernig átti að bregðast við. Óttinn braust svona út hjá þeim.
Hrönn Sigurðardóttir, 28.4.2008 kl. 08:47
Er þetta ekki amerísk aðferð? Er þetta ekki það sem þeir voru að læra í óeirðavörnum í USA um það leyti sem Kárahnjúkastíflan var að fara í byggingu? Aðferðirnar sem átti að nota á mótmælendur fyrir austan? Kannski voru þeir spældir að hafa ekki getað notað þessar aðferðir þar.
Það er náttúrlega helvíti gott að geta tileinkanð sér aðferðir Kanans. Þeir hafa náð svo frábærum árangri. Hvort heldur er í alþjóðamálum eða Gvantanamó.
Hvernig væri að fá Geir og Grana til að settla málin? Sér einhver það fyrir sér að einhver hefði kastað í þá eggjum?
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:02
Bloggaði svipað. Var með Grana í stað Atla.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:05
Atli Húnakonungur (Attila the Hun), er einmitt átrúnaðargoð Ungversku þjóðarinnar (Hungary).
Þar hefur oft verið mikið um róstur, en án þess að ég ætli að verja neitt af því öfgadæmi sem lögreglan í Reykjavík var komin í.
Þá er athyglisvert að velta fyrir sér hvort þessi vinnubrögð séu ekki viðhöfð í nánast öllum löndum í kringum okkur ?
Veit ekki með Færeyjar, en er lögreglan þar vopnuð eins og í Danmörku ?
Svona var lögreglubransinn í DK núna um liðna helgi (DK Videó) --> http://infocast.dk/bt/mediamaker.php?id=3956
Mótmæli í Kaupmannahöfn í byrjun apríl (DK Videó) --> http://infocast.dk/bt/mediamaker.php?id=3908&offset=&category=183&q=
Virðing gagnvart Lögreglu sumsstaðar minni en á Íslandi ( DK Videó) --> http://infocast.dk/bt/mediamaker.php?id=2948&offset=&category=183&q=
Kylfum og táragasi óspart notað gegn hústökupakki í Kaupmannahöfn (DK Videó) --> http://infocast.dk/bt/mediamaker.php?id=2989&offset=&category=183&q=
Danska lögreglan keyrir inní hóp mótmælenda fyrir utan ungdomshuset (DK Videó) --> http://infocast.dk/bt/mediamaker.php?id=3076&offset=&category=183&q=
Iðjuleysingjar og hústökufólk í átökum við lögreglu á strikinu (DK Videó) --> http://infocast.dk/bt/mediamaker.php?id=3067&offset=&category=183&q=
Hvar má lögregla grípa inní og hvar ekki ?
Við þurfum hinsvegar ekkert að leita langt yfir skammt til að finna svipuð viðbrögð við óeirðum, og viðhöfð voru á miðvikudag.
Ingólfur Þór Guðmundsson, 28.4.2008 kl. 09:21
Verið ekki að þessu væli! Lögreglan opnaði veginn á þann eina hátt sem hægt var! Ekki var hægt að tala við þetta lið halló! Piparúði er ólíkt skárri en gúmíkúlur eða vatnsbyssur er það ekki?
óskar (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:23
Mér fanst lögreglan bregðast hárrétt við aðstæðum í ljósi þess að það var búið að reyna að tala um fyrir þessum vitleysingum í 2 tíma og tilkynna þeim það að það yrði notaður piparúði, sem fyrir þá sem ekkert vita og blogga bara er EKKI sami hlutur og táragas. Ég hefði persónulega viljað sjá þarna stóran dælubíl með risa vatnsbyssu á toppnum til að þagga niður í óeirðaseggjunum og bíða með úðan.
Og loksins þegar er búið að beygla einn bíl og brjóta rúður í honum þá tekur forsprakkinn sig til og gerir hlutina rétt, fer í mótmælagöngu. Að ganga um eins og píslavotur litla mannsins virkar mikið betur í fréttum heldur en að leika sér á 10 tonna trukk á götum borgarinnar. Vonum bara að hann endi ekki á Langholtsveginum með Helga Hós.
Stebbi (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:30
Mín skoðun varðandi þetta piparúðadæmi, þá fannst mér löggan bara haga sér eins og geðsjúklingar.
Ég myndi ekki vilja mæta þeim í myrkri.
Linda litla, 28.4.2008 kl. 09:49
Hvað átti löggan að gera? Það var búið að reyna að tala við liðið!
óli (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:55
Já sitt sýnist hverjum í þessu máli. Ég er einnig eindreginn andstæðingur ofbeldis í hverri mynd sem hún birtist. Bílstjórarnir klúðruðu sínum málum með því að láta lögregluna æsa sig upp í dans ofbeldis og hefðu örrugglega gengið burtu með pálmann í höndunum ef þeir hefðu komið á staðinn aðeins betur undirbúnir. Lögreglan klúðraði engu af eigin sögn en þeir voru aðeins að sýna mátt sinn á þann hátt sem þeim er kennt. Þ.e. í Bandaríkjunum þar sem fasísk hugmyndafræði er í heiði höfð. Þar eru allir þeir einstaklingar sem voga sér út fyrir normið miskunnarlaust barðir niður. Björn (Stríðsbjörn) er leynt og ljóst búinn að búa íslensku sérsveitina undir að gera það saman og gert er í USA enda fyrirmyndin komin þaðan. Þ.e. sýna mátt sinn og miskunnarleysi og berja vel á landanum. Nú verða allir voða hissa en Björn hefur eflaust skálað í kampavíni því núna loks gat hann sýnt til hvers hann var að eyða öllum þessum milljónatugum í sérsveitina. Nú vill hann en fremur þenja út þessa sérsveit þannig að landlýður skal ekki voga sér að misstíga sig í framtíðinni annars skulu þeir eiga von á ....... Ég sannarlega harma að slík fasísk hugmyndafræði skuli viðgangast á Íslandi árið 2008. Við landslýður reyndum allt sem við gátum til að losa okkur við þennan stríðsæsingarmann í síðustu kosningum með met útstrikunum en ákveðnir menn kusu að hlusta ekki á okkur heldur halda sínu striki. Hvert stefni Ísland í dag???
Kveðja Þorvaldur
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:55
Já, þetta var frekar skerí sjónarspil. Gallinn er að svo miklu fleiri þyrftu að mótmæla en gera það ekki. Hækkun matvælaverðs er t.d. áhyggjuefni en svo virðist sem bensínhækkanir séu mun meira issjú.
En góðan og blesaðan dag til þín mín kæra!
Laufey Ólafsdóttir, 28.4.2008 kl. 09:56
sammála.
Helga skjol, 28.4.2008 kl. 10:00
Daginn.Nenni ekki að tala um vörubílstjóra eða löggur í morgunsárið
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:06
Andskotans vitleysa að vera alltaf að miða okkur og bera saman við vitleysuna sem viðgengst hjá öðrum. Það er ekkert náttúrulögmál að við þurfum að apa allt slæmt upp eftir nágrannaþjóðum og öðrum apaköttum.
Verum bara við sjálf og finnum bara nýjar og betri lausnir við okkar vandamálum. Verum klár!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.4.2008 kl. 10:16
Góðan daginn ! Hann er bjartur og fagur
Sunna Dóra Möller, 28.4.2008 kl. 10:17
Takk fyrir þessa fjörlegu umræðu. Auðvitað eru skiptar skoðanir um þetta mál eins og vera ber.
Katrín: Það er alltaf gripið til samlíkingarinnar við önnur lönd þegar Íslendingar eru rökþrota.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2008 kl. 10:19
Hallgerður: Í hvað ertu að vísa?
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2008 kl. 11:27
Algerlega sammála þér Jenný, ég er líka heitur andstæðingur ofbeldis í öllum myndum þess. Punktur svo sem...
Tiger, 28.4.2008 kl. 13:47
Heir Heir. Ég er líka harður andstæðingur ofbeldis, hvort sem það felst í því að kasta grjóti í lögrelgu, sprauta gasi á mótmælendur eða beita harðræði við handtöku.
Skrítið samt fólk þarna úti sé að rökræða hvort ofbeldið hafi átt meiri rétt á sér, ofbeldi lögrelgu eða mótmælenda.
Bjögg (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.