Sunnudagur, 27. apríl 2008
Smáa letrið
Ég skil ekki tryggingarfélög. Er örugglega ekki ein um það, en það er sama. Ég er ein af þeim sem nenni aldrei að lesa smáa letrið og er því þægilegur viðskiptavinur alls staðar þar sem gerðir eru samningar.
TM segir að skemmdirnar á bíl Sturlu séu ekki sitt mál. Halló! Bílinn stendur kyrr á löglegum stað og hann verður fyrir "óeirðum" og tryggingafélagið yppir bara öxlum. Ísskápur springur bara eins og ekkert sé sjálfsagðara vestur í bæ og tryggingarnar borga það ekki heldur.
Þarf maður að kaupa ísskápasprengitryggingu?
Eða kjurrálöglegustæðiogbíllinnerskemmduróvartíóeirðumþannigtryggingu?
Þarf ég að liggja lárétt ef ég fæ bók í hausinn eða má ég vera standandi í báðar?
Verð ég að vera í kraftgallanum, með endurskinsmerki, lambhúshettu og eldingavara ef ég fæ loftstein í hausinn?
Ég held að ég fari og rýni í smáa letrið á tryggingarsamningnum. Kannski þarf ég að kaupa mér óeirðatryggingu.
Helvítis óöryggi.
Gleðilegan mánudag addna.
Og Sturla var flottur á göngunni í dag. Ætli maður verði ekki að fara að labba með manninum?
Einn fyrir alla - allir fyrir einn.
Nú brest ég á með söng. Maístjarnan er vel við hæfi.
Sturla: Ég berst fyrir ykkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Viðskipti og fjármál, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:56 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 2986839
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já, Jenný það er þetta með smáa letrið hjá tryggingafélögunum, og ef það stendur ekki í smáa letrinu sem þeir vitna stöðugt í , þá er nýjasta skýringin að þetta sé "þeirra vinnuregla"!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.4.2008 kl. 22:41
Ég er ein af þeim sem er afskaplega löt að lesa smáletrið maður verður að fara aðtaka sig á sínist mér.
Sturla var flottur í göngunni í dag...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.4.2008 kl. 22:47
æ, þetta var heldur einmanaleg þrautaganga hjá honum í dag. hel eigi betur við að segja; einn fyrir báða - báðir fyrir einn
Brjánn Guðjónsson, 27.4.2008 kl. 22:54
Ó hve létt er þitt skóhljóð ......bonna notte !
Sunna Dóra Möller, 27.4.2008 kl. 22:59
Þess vegna þráast ég við að kaupa líf-, sjúkdóma-, launa- og allskonarvitleysistryggingar. Það er ekkert sem tryggir það að maður fái neitt útborgað úr þeim þegar á reynir. Auk þess finnst mér að ríkið eigi að sjá um þessa hluti, en ekki að þeir efnameiri hafi meiri möguleika á að vera öruggir í lífinu (eða dauðanum) en þeir sem ekki hafa efni á að kaupa sér tryggingar
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 27.4.2008 kl. 22:59
Þetta með smáaletrið. Vissuð þið að ef þið eruð með þekktann sjúkdóm (segjum lugnaþembu, MS) og kaupið ferð til útlanda. Svo verðið þið fyrir því að þið fáið "kast" og komist ekki í ferðina. Þá skiptir engu máli hvernig tryggingu þið eruð með, hvaða/hvernig kort var notað eða hvað, þið fáið ekki ferðina endurgreidda!
Spáið í þessu og spyrjist fyrir.
Árni B. (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 23:59
hahaha snilldarfærsla. Ísskápsfólkið var með mér á árshátíð í gær. Maðurinn var látinn segja söguna í míkrafóninn. hehe
Jóna Á. Gísladóttir, 28.4.2008 kl. 00:03
Gleðilegan mánudag addna sjálf.
Heiða Þórðar, 28.4.2008 kl. 00:11
Ef blessaður ísskápurinn hefði sprungið inni hjá mér þá hefði ég fengið tjónið bætt - enda er ég með Kaskó tryggingu á innbú og þó mynd detti á gólfið og brotnar - þá fæ ég hana bætta. Nauðsynlegt að vera tryggður í bak og fyrir. Veit samt ekki hvernig það er með svona "hriðjuverkaárásatryggingar" - veit ekki hvort hægt sé að plokka tryggingar einhvers staðar út í að strykja okkur þar. En ég hélt að maður fengi flugferð endurgreidda ef maður kaupir sér forfallatryggingu hjá flugfélagi því er maður kaupir farmiða hjá...
Annars er smáa letrið eitthvað sem fólk á að kynna sér skilyrðislaust - eða spyrja þann sem selur okkur eitthvað um það hvort það sé öruggt að ekkert sé í smáa letrinu sem við þurfum að vita um. Eigðu góðan mánudag Jenný mín, sem og alla vikuna auðvitað..
Tiger, 28.4.2008 kl. 00:28
Varðandi bílinn hans Sturlu að þá hafði hann verið notaður við ólöglegar aðgerðir áður, þ.e stöðva og hægja á umferð í þann tíma sem mótmæla bílstjóranna hafa staðið og því ákvað lögreglan að taka bílinn.
Lögreglan má fjarlægja bíla sem hafa verið notaðir á ólöglegan hátt þótt þeir standi í löglegu bílastæði þegar lögreglan ákveður að fjarlægja þá.
Guðrún (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 00:52
Það er einmitt málið, þessi helv... tryggingafélög eru að gera okkur að fíflum. Maður er sjaldnast tryggður rétt þegar á reynir, eða öllu heldur gera tryggingafélögin allt til að forðast það að bæta fólki það sem það hefur tryggt í gegnum árin. Þau fara ótrúlegustu leiðir til að segja að því miður taki tryggingarnar ekki yfir þetta tiltekna tjón... Spurning um að hætta bara að tryggja, þannig væri maður sennilega mun ríkari og öruggari þegar uppi er staðið.
Emma Vilhjálmsdóttir, 28.4.2008 kl. 01:12
Ég er kominn nokkuð vel á sextugsaldur. Ég hef aldrei keypt nema skyldutryggingu á bíl. Tölfræðin sýnir að ég er betur settur án þess að' kaupa aðrar tryggingar. Munurinn mér í hag er töluverður. En vissulega er áhættuþáttur í dæminu. En hann er mér líka í hag.
Jens Guð, 28.4.2008 kl. 01:37
Einu sinni var ég með hestaleigu og kona datt af baki og handleggsbrotnaði, en fékk ekkert út úr tryggingunum af því að hún datt af baki. Seinna um sumarið hnaut hestur með aðra konu og hún fékk slæman hnykk á bak og háls, en hún fékk ekkert út úr tryggingunum af því að hún datt ekki af baki..... Sama trygging, sama tryggingarfélag í bæði skiptin
Jónína Dúadóttir, 28.4.2008 kl. 06:31
Hallgerður: Ég á lítinn krúttfrænda sem verður árs gamall 1. maí. Gömul vinkona mín og mikil baráttukona á afmæli þennan dag. Flott fólk.
Jónína: Týpiskt.´
Góðan daginn öll.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2008 kl. 08:34
Mig vantar tryggingu til að tryggja mig fyrir tryggingafélögunum. Að ef þau vilja ekki bæta mér tjón sem þau eiga réttilega að bæta þá fái ég það bætt. En þetta er náttla súrealískur draumur um réttlæti í apalandi.
Knúsíkveðja
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.4.2008 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.