Leita í fréttum mbl.is

Árni á aðdáenda - montfærsla Össurar

 4448

Ég er í sunnudagsfíling og er að moka út úr skápunum og nú liggur þessi feita fatahrúga á herbergisgólfinu og bíður eftir að ég geri eitthvað við hana.

En hvað á ég að gera?  Fötin eru heil, ágæt alveg, þó ég segi sjálf frá, og ég er að berjast við vinstri mannúðarmanninn í mér.  Á ég að skutla þessu í poka eða gefa það niður í Rauða kross eða Hjálpræðis?  Hugs, hugs.  Þá þarf ég að þvo góssið.  Æi nenni því ekki, hendi bingnum.

Og ekki orð um það meir.

Ég er að fá gesti í kaffi á eftir, verð auðvitað að flýta mér, en sit hér og reyki eins og sprúttsali við tölvuna (uss ekki segja), er sem sagt í pásu.

Ég ætlaði ekki að pirrast út í "ráðamenn" og næturfrömuði í dag, en svo asnaðist ég inná eyjuna illu heilli.  Þar var Össur efstur á blaði.  Mikið andskotans vitleysan alltaf og montið í honum Össuri.  Nú mærir hann sjálfa sig og dýralæknirinn og svo flatterar hann Geir Haarde (hafið þið tekið eftir því hvað Haarde er orðinn rosalega pirraður í viðtölum, alveg; ég ætla ekki að svara þessu, eða ég var búinn að segja þér það- fílingur? Ég held að það sé einkaþotan sem orsakar þetta, þær gera manni hluti).

Það er ekki nýtt að Össur monti sig og mæri.  En mér finnst gott að vita að Árni er með aðdáenda.  Var reyndar farin að vorkenna manninum yfir að vera sá óvinsælasti fyrr og síðar, en sem betur fer; Össur hreinlega elskar hann.  Þeir einir geta staðið keikir og haldið í taumana á þessari firrtu þjóð.

Hér er monthaninn!

Lífið er bölvuð tík, ég segi það satt.

Muuuuuuuu

Farin að henda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki hend´essu !!

Þarft ekkert að þvo ef þú ferð með það í gáminn í Sorpu.  Hver sem nú á hann....

audur (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 14:10

2 identicon

Gefa,gefa það er málið.Össur montinn??????

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 14:15

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei, nei, fer með hann í Sorpu, þarf að henda öðru dóti líka. Fékk ekki af mér að henda ónotuðum fötum eða nánast það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2008 kl. 14:15

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ójá - einkaþotur eru slæmar fyrir egoið! Sagði konan, hokin af reynslu.

Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 14:42

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hef tekið eftir pirringi í Haarde......ég myndi líka alveg pirrast upp ef að ég þyrfti að ferðast með einkaþotum.....myndi verða helv...álag á mér alveg hreint !

 Hef hent þegar ég hef ekki nennt í sorpu....fékk stórt samviskubit, nú sendi ég eiginmann í sorpu alveg hikstalaust þegar letipúkinn mætir í heimsókn! Hef samviskubit yfir svoi mörgu að ég er ekkert að bæta á það! 

Sunnudagur til sælu !! 

Sunna Dóra Möller, 27.4.2008 kl. 15:03

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Birna Dís, ég er bara montin í þykjó, Össur þjáist af sjálfsánægju.  Hehemm.

Hrönnsla: Við vitum þetta, ferðafrömuðarnir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2008 kl. 15:03

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sunna Dóra: Ekki henda, bannað að henda, segir Auður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2008 kl. 15:22

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ó, það er svo erfitt að sortera og henda. Mig vantar hjálp, en gott hjá þér að vera svona svöl í bingnum...have a beautiful sunnyday

Eva Benjamínsdóttir, 27.4.2008 kl. 16:38

9 Smámynd: Tiger

Þarna er einmitt kominn kappi sem virkilega þarf á því að halda að fá örlítinn skammt af því sem þú notaðir sem fyrirsögn í síðustu færslu. Hann þarf á því að halda að hann sé "slappaður" aðeins á vangann til að vekja hann upp til raunveruleikans. Þetta er nefnilega málið með þessa stóru karla marga hverja - þeir missa tenginguna við jörðina og raunveruleikann. Lýst vel á það að þú gefir leppana til Sorpu þar sem koma má þeim í góð not til þeirra sem lítið/ekkert hafa, góð fyrirmynd! Knús á þig Jenný mín.

Tiger, 27.4.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.