Leita í fréttum mbl.is

Bloggískt tuð

woman-computer-heart 

Ég tók ákvörðun í morgun og hún var einfaldlega á þann veginn, að himnar mættu opnast, jörðin springa og fjöllin hrynja, án þess að ég myndi missa mig í að blogga um það.  Ég er með upp í háls af fréttum eftir öll lætin undanfarna daga.

Samt er ég bloggískur tuðari og ég gengst við því.

Nú ligg ég á hnjánum í heitri og fagurri bæn og bið þess að fjölmiðlamenn, bílstjórar og aðrir töffarar samfélagsins, haldi sér á mottunni og að ráðamenn þjóðarinnar reyni að skandalisera hljóðlega, amk fram yfir helgi.  Kommon, ég get ekki urlast endalaust upp.

En.. ég er endurfædd yfirstéttarkona sem á ekki að þurfa að lyfta litlafingri ef réttlæti væri stærð í minni lífsjöfnu.  Þegar ég kom í heiminn, grámyglulegan morgun í janúar fyrir helling af árum síðan, gleymdist að senda með mér fylgihluti.  Ég hefði átt að "koma með" húsþjóni, Bentley bifreið og feitri innistæðu í Englandsbanka.  En það fórst fyrir.

Mér finnast húsverk svo leiðinleg, svo vita vonlaus gjörningur, að mér líður eins og ég sé að moka skurð til þess eins að moka ofan í hann aftur.  Þú hefur aldrei þrifið í síðasta sinn, nema þegar þú gefur upp öndina með andlitið ofan í skúringafötunni.

Ók, ég ýki, ég hef átt mínar stundir, high af hreingerningarvökva, styðjandi mig við kústskaft með heimskulegan sælusvip í andlitinu.  En það gerist eitthvað þegar ég þríf.  Mér verður ekki sjálfrátt, ég veð áfram eins og róbót og ég hugsa ekkert á meðan, sem er reyndar afskaplega góð upplifun.

Nú hefur runnið upp fyrir mér ljós.  Heilinn fer á átópælot.  Það er þó huggun harmi gegn.  Ég sé nefnilega ekkert í kortunum sem segir mér að húsþjónninn sé á leiðinni.

Farin að moka skít.

Ég er almúgi, ekkert annað en ótýndur almúgi.

Sippohoj.


mbl.is Leiðinleg störf setja heilann á sjálfstýringu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Sæl systir Painter Smurf,

,,Ég er ekki gerð til í að búa í blokk, heldur í höll með þjón og kokk."

...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.4.2008 kl. 13:26

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Það er bara nokkuð gott að vera bara ótýndur almúgi. Eftir mínum kokkabókum er enginn merkilegri en annar og ég vinn í því að setja hvorki sjálfa mig né aðra á stall.

Allt sem ég er, var mér hvort eð er gefið og í þakklæti við almættið, reyni ég að fara eins vel með þær gjafir og ég get. Ekki grafa talenturnar. Ég hef líka þokkalegar talentur í að moka skít og nýt þess bara að hafa allt hreint og skipulagt í kring um mig. Allt í lagi með það.

Þér er greinilega gefin talenta til að skrifa hugsanir á blað (Blogga) og gangi þér bara vel með það og Guð blessi þig í mokstrinum.  

G.Helga Ingadóttir, 25.4.2008 kl. 13:29

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég vildi að yfir mig kæmi slíkur berserksgangur við þrif. Mér leiðast þau og drattast því áfram eins og draghaltur snigill þegar verið er að þrifa húsið.

Steingerður Steinarsdóttir, 25.4.2008 kl. 13:29

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú hefur fæðst á röngum stað eins og ég. Mér finnst að fyrst ég var útgerðarmannsdóttir á annað borð af hverju var ég þá ekki Onassis?

Er gjörsamlega laus við hreingerningagenið, vil frekar vinna meira til að eiga fyrir því að borga öðrum fyrir að þrífa hjá mér.

Helga Magnúsdóttir, 25.4.2008 kl. 14:34

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er ein af þessum skrýtnu sem elska að þrífa. Mér hefur þótt alveg skelfilegt síðustu mán-ár að geta ekki misst mig reglulega í góðar tiltektir.  Nú er það eitt herbergi í einu og svo góóóóð pása.  Gleðilegt sumar á þig mín kæra og njóttu lífsins. 

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 14:35

6 identicon

Hvernig var þetta aftur....Rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi, eitthvað í þá áttina! Skil hvað þú meinar :)

kveðja

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 14:42

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Thrif eru leidinlegasta eydsla á tima sem fyrirthekkist   er ad hugsa um ad fá mér aukatíma i vinnunni til ad geta leyft mér ad láta einhvern annan vera búinn ad thvi thegar ég kem úr vinnunni á føstudøgum

María Guðmundsdóttir, 25.4.2008 kl. 15:19

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég hata þrif .....mig hefur alltaf langað til að vera eðalborin og nú á ég afkvæmi (miðdóttur) sem segir mér oft að hún vildi að við hefðum amk. 10 þjóna!

Í æðum okkar rennur blátt blóð en ytra byrðið er hversdaglsegt og alþýðlegt! Töff lökk.....

farin að skúra.....eða eitthvað !

Sunna Dóra Möller, 25.4.2008 kl. 15:45

9 identicon

Mér finnst fínt að þrífa og þvo og svoleiðis.Hefði orðið góður butler.Búin að þrífa í dag

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 16:59

10 Smámynd: Tiger

Ég gruna nú að við séum stundum öll meira og minna á hálfgerðri sjálfstýringu. Í svo mörgu sem við gerum, gerum við átómaskt þannig séð. Maður gleymir sér stundum og áður en maður áttar sig - er verkið yfirstaðið.

Tiger, 26.4.2008 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986841

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.