Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Lára Ómarsdóttir - kommon
Vei, hugsaði ég þegar ég sá yfirlýsingu frá Láru Ómarsdóttur, fréttamanni á Stöð 2.
Málið er nefnilega, að öllum getur orðið á, einkum og sér í lagi í hita leiksins.
Svo er ekkert óeðlilegt við það að vera með klikkaðan húmor, ég ætti að kannast við það.
En, hamingja mín stóð ekki lengi. Þegar hér var komið sögu svegldist mér á:
"Mér þykir afar miður að þessi orð skuli hafa farið fyrir eyru almennings og að það hvarfli að einhverjum að draga trúverðugleika minn, eða minna samstarfsmanna, í efa á forsendum þessara mistaka. Það ætti að vera næsta augljóst að þessi ummæli voru ekki sett fram í alvöru og ég ítreka að sviðsetning atburða í fréttatíma er svo alvarlegt brot á meginreglum míns starfs að ég léti mér slíkt aldrei til hugar koma."
Róleg á hrokanum kona. Þú ert ekki yfir vafa hafin, fremur en allir aðrir.
En ók, Lára, það er þá eitthvað að fólki sem lætur hvarfla að sér að taka alvarlega sem sagt er í fréttum? Almenningur á að vita að þegar þú segir eitthvað sem hljómar undarlega, að þú sért í gráglettnisfíling við vinnufélagana, á meðan "óreirðir" geysa allt um kring?
Af hverju tókstu ekki bara fulla ábyrgð á þessum klaufaskap? Þú hefðir getað sagt, þetta var ósmekklegt grín, mér varð á, ég biðst afsökunar.
Þá hefðir þú verið flott.
Núna er ég með aumingjahroll.
En að öðru.
Ég held að atvinnubílstjórar ættu að huga að nýjum talsmanni og hvíla Sturla. Mér finnst dálítið undarlegt að hann láti sem hann þekki ekki manninn sem réðst á lögregluna í dag. Maðurinn hefur verið einn af talsmönnum bílstjóranna.
Hm.. þetta er nú meira ástandið.
Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 2987153
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 71
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já vá, Lára er ekki að gera sjálfri sér neina greiða með þessari hrokafullu yfirlýsingu. Úff ... hún er nú bara eiginlega í vondum málum. Og hvað varðar Sturlu, þá veistu mína skoðun. Í fréttum áðan var hann spurður hvort hann þekkti manninn sem réðist á lögreglumanninn og hann sagði svo ekki vera, en síðan sagði hann að hann "vissi að maðurinn væri nýkominn úr hnéaðgerð þó að hann þekkti hann ekki neitt". Say what?
Hugarfluga, 24.4.2008 kl. 19:35
Fluga: Ég er sammála þér með Sturla, ekki nógu góð framganga.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2008 kl. 19:43
Styð Láru heilshugar,við erum flest með svona ,,gálgahúmor,,.
jensen (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 19:44
Jensen: Ég styð ekki Láru og ég er ekki á móti henni heldur. Ég skil gálgahúmor, en hann á ekki heima í fréttunum og þetta er ósmekklegt. Allt í lagi að taka á því, viðurkenna mistök og málið dautt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2008 kl. 19:50
Ég er algerlega sammála þér með talsmann bílstjóranna, hann er á engan hátt að höndla það að vera í þessum sporum. Skipta honum út. Aftur á móti er ég á því að trúa fréttakonunni. Það er eins og með kokkinn sem segir að hann ætli að pissa í súpu kúnnans og það heyrist fram, engin kaupir súpuna í framhaldi þó að flestir ættu að vita að engin kokkur myndi raunverulega pissa í súpu dagsins. Grín, glettni og kaldhæðinn húmor flýgur alltof oft á milli samstarfsmanna, sama í hvaða stétt maður er. Slíkur húmor er nauðsynlegur, sérstaklega þegar maður er undir pressu og hlutirnir ganga hratt fyrir sig. Slíkt þekki ég mjör vel sjálfur og nota mikið til að létta einmitt andrúmsloftið og fá samstarfsmenn mína til að brosa eða þannig ...
Tiger, 24.4.2008 kl. 19:56
Guðmundur: Ég hef mikið álit á Láru sem fréttamanni. Ég trúi því heldur ekki að hún hafi ætlað að sviðsetja fréttir, en hún hefði svo sannarlega mátt komast betur að orði í þessari yfirlýsingu.
Tiger: Sama og ég segi við Guðmund.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2008 kl. 19:59
Jenný Anna,orð Láru voru ekki í fréttunum líkt og þú segir,óvart var kveikt á mikrafóni.Láru er vel hægt að fyrirgefa.Amen svo.
jensen (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:05
Gleðilegt sumar frú Jenný!
Þetta er nú bara eins og allt í þessu máli dapurlegt finnst mér, bölvuð della þar sem flestir eða allir kunna ekki fótum sínum forráð!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 20:06
Jensen: Auðvitað er hægt að fyrirgefa, og í raun þarf ekkert að fyrirgefa, bara vita hvað gerðist. Öllum getur orðið á. Ég þarf ekki að útskýra hvað fór fyrir brjóstið á mér. Ég geri það í færslunni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2008 kl. 20:07
Þetta var semsagt ekki bara eitthvað sem Sverrir Stormsker og Halldór kokkuðu upp? Þeir spiluðu þetta á Sögu svona 5 sinnum. En hvað ef þeir hefðu ekki gert það? hefði þtta þá bara verið gleymt og týnt? Hún ætti að finna sér annað djobb greyið
Arnar (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:19
Já Lára Common,, maður prumpar ekki í lyftunni,,nema margir séu viðstaddir,, Síst þegar maður er einn,,hún gæti stoppað á næstu hæð til að taka farþega,, Bara segja ,,mér urðu á mistök, ég lifði mig inní aðstæður og var smituð af Stokkhólmseinkenninu,,!
Bimbó (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:34
http://dv.is/frettir/lesa/7938
Magnað stöff
Emil (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:52
Lára mundi aldrei sviðsetja fréttir né stunda kynlíf með illa þroskaheftum apa eftir klukkan tólf á kvöldin. Þetta er kona sem kann sitt fag og ég ber mikla virðingu fyrir henni.
Björn Heiðdal, 24.4.2008 kl. 20:53
Mér finnst þetta bara rosalega fyndið, þrátt fyrir að kannski hafi húmorinn verið kúgaður úr Láru. Og skúbbið kom frá Halldóri vini vorum, og Sverri Stormsker, sem er bara gaman.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.4.2008 kl. 21:06
Sammála hverju orði Jenný.
svo vil ég óska þér gleðilegs sumars bloggvinkona - takk fyrir bloggsamskiptin í vetur.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.4.2008 kl. 21:09
„Hann kunnið þetta karlinn Einar Ben í Einræðum Starkaðar.“ En sumir kunna ekki Einræður Starkaðar. ´
Ein hreyfing, eitt orð - og á örskots stund/ örlaga vorra grunn vér leggjum/ á óvæntum hverfulum farandfund/ við flím og kerskni, hjá hlustandi veggjum./ Hvað vitum vér menn? Eitt vermandi ljóð,/ ein veig ber vort líf undir tæmdum dreggjum./ -Hvað vill sá sem ræður? --- ---Voldug og hljóð/ reis verkmanna sól yfir múranna eggjum.
Tobbi (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:16
Hvað kanntu að vinna,
Lára mín?
Fréttakorn að spinna,
og elta lítil trukkaskinn,
Malla frétt og henda eggjum,
bera inn falska frétt inn í fullan Vísi,
og fara fram í eldhús með afsökunarbeiðni.
Reynir Andri, 24.4.2008 kl. 22:37
Missti af þessu Lárudæmi, tótallí! .. Öll gerum við mistök, nema þeir sem gera aldrei neitt, þeir gera ekki mistök.
Gleðilegt sumar Jenný og takk fyrir skemmtileg bloggsamskipti í vetur.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.4.2008 kl. 23:10
Tókstu eftir hvatningarhrópum vörubílstjóranna sem voru staddir á planinu til árásarmannsins í upphafi árásarinnar? Það mætti endurtaka sýningu upptökunnar og hafa hljóðið þá aðeins hærra! Ég mana sjónvarpsstöðina sem á myndbandið að gera það.
Ætli að Lára Ómarsdóttir hjá Stöð 2 hafi átt einhvern þátt í árásinni og hvatningarhrópunum? Neeeei. Hún segir að hún hafi bara verið að grínast varðandi eggjakastið. Það gerir jú fólk í þessari stöðu á svona stundum. Kannski er hún bara að "segja satt" eins og Sturla þegar hún ber þetta af sér? Þar hafið góðan stuðningsmann.
Sigurbjörn Friðriksson, 25.4.2008 kl. 00:53
Ég sá þetta ekki og er ekki með á hreinu hvað þú ert að vísa í, var upptekin þegar kvöldfréttirnar voru á.... en guð, hvað ég er hjartanlega sammála þér varðandi Sturlu. Hann er svo æstur og upptjúnnaður, mjög slæmur talsmaður vörubílsstjóra og einhvernveginn kominn með fæturna yfir í allt annað en það sem málið snýst um. Mér finnst að bílstjórar ættu að gera sér greiða og finna sér annan talsmann, ef þeir þá eiga einhvern betri..... Sturla er ekki að gera þeim neitt gagn með sinni framkomu, hann er að eyðileggja annars góðan málstað..... að mínu mati, sko.....
Lilja G. Bolladóttir, 25.4.2008 kl. 02:32
Sæl Jenný.
Oft hef ég verið þér samála en af hverju þarft þú að vera endalaust reið og hvílíkt orðljót??? Er það sem þér bara töff.!!!Sé þessar fallegu barnabarnamyndir frá þér og þínum en næ því ekki af hverju þú ert með þennan sóðkjaft. ekki kvennlegt!!!!!
Any (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 03:46
Ég er á því að Lára Ómarsdóttir hafi endanlega gert í buxurnar með þessum ummælum sínum þar sem hún var staðin að verki við að búa til og hafa þar með bein áhrif á fréttaflutning á Stöð 2.
Það þarf ekki að hlusta oft á hennar eigin ummæli til að fá staðfestingu á því hvernig er í pottinn búið
http://andresm.eyjan.is/2008/04/24/yfirklor-laru/
Ég hef á tilfinningunni að miðstýrð fréttamennska er mun meiri hér á Íslandi en margur heldur og grunar mig að pólitíkin og peningaöflin noti fréttamenn eins og Láru Ómarsdóttur og fl. óspart til að koma sínum málum og skoðunum á framfæri við alþjóð.
Það var mikið grín að fylgjast með umfjöllun umræddrar fréttakonu þar sem hún fór hamförum í fjölmiðlum í umfjöllun sinni um jarðlestarkerfi fyrir Reykjavík. Greinilegt var að það var mikil pólitísk lykt að því dæmi enda borgarmálin verið í mikilli krísu síðustu mánuði.
Einhverra hluta vegna hafa þær hugmyndir sem ég hafði haldið á lofti í bloggmiðlum algjörlega farið fram hjá henni (viljandi) í þeirri umræðu - Þetta er gott dæmi um stýrða fjölmiðlun hér á íslandi - því miður.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.4.2008 kl. 07:56
Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 08:20
Takk fyrir innleggin gott fólk.
Eins og ég sagði þá geta öllum orðið á mistök. En þá er fínt að kannast bara við þau. Himnarnir hrynja ekki, jörðin opnast ekki og ekki hrynja fjöllin, það er nokkuð ljóst.
Varðandi Sturlu þá finnst mér vont að hann skuli ekki segja sannleikann og að hafa ekki þá sjálfstjórn sem nauðsynleg er af talsmanni. Þeir eiga að fá nýjan talsmann og taka svolítið til hjá sér bílstjórarnir. Þetta er rugl.
Takk fyrir öll.
Og til þín Any til að róa þig, þá geng ég ekki um bölvandi og ragnandi í raunheimum. Blótið á blogginu er þar og þjónar ákveðnum tilgangi. Blogg er blogg, lífið fer fram annarsstaðar. Halló.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2008 kl. 08:45
Ertu nú sátt Jenný Anna::Lára Ómarsdóttir hefir sagt af sér.
jensen (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 14:14
Mér finnst það alveg borðleggjandi að Lára Ómarsdóttir hafi verið að grínast við samstarfsfélaga, alla vega ætti hún að njóta vafans. Finnst það mjög sorglegt ef satt er að hún sé hætt, því að Lára er vönduð og skemmtileg fréttakona og eftirsjá að henni á skjánum.
Stundum má fólk aðeins slaka á og passa sig að breytast ekki í "lynching mob" gagnvart einstaklingum, eins og Láru í þessu tilviki.
Svala Jónsdóttir, 25.4.2008 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.