Leita í fréttum mbl.is

Heja Sturla!!!

Ég stend með bílstjórunum, sko atvinnubílstjórunum í mótmælum þeirra.  Það þýðir ekki að ég hafa samúð með jeppaeigendum og öðrum bensín- og olíugleypum, sem spæna upp malbiki af fullkomnu virðingarleysi við umhverfið.

Nú er talað um að atvinnubílstjórarnir sæti gagnrýni, að fólk sé búið að fá nóg?  Það er ekki hár þolþröskuldur Íslendinga ef þeir eru búnir að fá nóg, án þess að hafa lyft litlafingri.

Ég er ekki á eldneytisfylleríi en heimilin í landinu eru að borga óheyrilega peninga fyrir eldsneyti, svo mér finnst góðra gjalda vert að einhver reyni að sporna við fótum.

Kannski er ég svona hrifin af bílstjórunum, vegna þess að það heyrir til undantekninga að Íslendingar geti tekið sig saman og risið upp á afturlappirnar, í hvaða samhengi sem er, í staðinn fyrir að lyppast niður og tauta og tuða inni á kaffistofum landsins.

Svo hélt ég að fréttaflutningur ætti að vera hlutlaus, þe. að segja að skýra frá atburðum líðandi stundar.  Því datt af mér andlitið í gær þegar fréttamaður Stöðvar 2 spurði Sturla Jónsson hvort honum fyndist við hæfi að mótmæla hvíldarreglum í návist manns sem tilheyrir þjóð sem hefur átt í áratuga baráttu upp á líf og dauða (orðalag mitt). 

Halló, eigum við að detta niður dauð vegna hins ljóta heims sem við lifum í.  Eigum við að láta eins og ekkert sé og yfir okkur ganga vegna þess að aðrir hafa það miklu verr en við.

Meiri andskotans ruglið.

Sturla og kó, when I´m with you, I´m with you!

Úje.


mbl.is Sturla: Verð ekki var við gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Heyr heyr ! Ég er svo sammála þér og er orðin svo þreytt á þessu að fyrst að einhver hefur það aðeins verra en við, þá eigum við bara að segja takk fyrir það sem að okkur er rétt og þegja ! Ég verð bara reið við tilhugsunina eina og ég sem var í svo góðu skapi

Sunna Dóra Möller, 23.4.2008 kl. 10:16

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bloggarar eru nú þegar farnir að skamma bílstjórana fyrir mótmælin í dag.  hehe.

Keep on trucking Sunna mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 10:23

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr heyr ég stend fyllilega með bílstjórunum, og vona að við almenningur getum sýnt það einhvernveginn í verki.  Svei þeim sem grenja og væla um að nú sé komið nóg.  Stjórnarsleikjur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 10:23

4 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég er nokkuð ánægð með að fólk láti í sér heyra. En legg auðvitað eigið mat á ágæti málstaðarins. Þannig er ég alsæl með að bílstjórarnir mótmæli háu olíuverði. Það er algjörlega fáránlegt orðið og idjótískt að díselolían skuli vera svona miklu, miklu dýrari en bensínið.

Hitt finnst mér verra, að bílstjórarnir vilji fá undanþágu frá ákvæðum um hvíldartíma. Tilhugsunin um örmagna bílstjóra risatrukks hugnast mér ekki. Í stað þess að fá undanþágu, þá eigum við auðvitað að tryggja þeim hvíldaraðstöðu úti á vegunum. Undanþága er bara uppgjöf og stefnir umferðaröryggi í voða.

Ok, ég skal hætta að blogga á blogginu þínu...

Ragnhildur Sverrisdóttir, 23.4.2008 kl. 10:28

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

0002011D

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.4.2008 kl. 10:40

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sammála! Ég stend svo sannarlega með þeim. Flottir kallar

Huld S. Ringsted, 23.4.2008 kl. 11:01

7 identicon

Áfram atvinnubílstjórar.  Það var sannarlega kominn tími til að einhverjum væri alvara með að mótmæla háu bensínverði.  Það hefur verið lenska hér á landi að fólk á bara að láta allar hækkanir yfir sig ganga alveg eins og náttúruhamfarir.  Og það er ekki bara hátt bensínverð.  Það eru líka háir vextir stimpilgjöld verðtrygging lána hátt matarverð.  Stjórnvöld hafa alltaf hummað öll mótmæli fram af sér með þögninni og aðgerðarleysi.  Almenningur fær alltaf að blæða.  Ráðamenn hafa skákað í skjóli þess að komast alltaf upp með allar verðhækkanir án vandræða.  Almenningur hefur alltaf tekið á sig hækkanir eins og hverju öðru hundsbiti.  Það er kominn tími til að breyta þessu.  Af hverju í ósköpunum þarf allt að vera dýrast hér á landi ???  Ríkisstjórnin ætti að reyna að komast á móts við almenning og stíga niður úr fílabeinsturninum.

Bryndís Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 11:03

8 Smámynd: M

Heyr heyr

M, 23.4.2008 kl. 11:07

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ef þeir væru ekki fyrst og fremst að berjast fyrir því að fá að keyra enn þreyttari myndi ég standa með þeim líka.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.4.2008 kl. 11:21

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hildigunnur: Eru þeir ekki að fara fram á aðstöðu til hvíldar ef af verður?  Það er engin astaða fyrir hendi.

Ragnhildur: Bloggaðu að vild á mínu bloggi. 

Öll: Afram og næst tökum við Manhattan, ég meina matarverðið.

Ég vil fokkings byltingu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 11:28

11 identicon

Ég þekki Stulla ágætlega og hann er sko engin kveif.  Þessi strákur er hörkunagli og hann gefst ekki svo auðveldlega upp.Ég hef fulla trú að hann eigi eftir að ná árangri með þetta verkefni. 

Go Stulli.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 11:33

12 identicon

Ég er ekki eins hrifin af þessum mönnum eins og þú Jenný Anna. Málið er nefnilega að mér finnst þeir vera að mótmæla röngum hlut. Samkvæmt úttekt að ég held Fréttablaðsins kom í ljós að álagning ríkisins er sú minnsta hér af öllum norðurlöndunum. Og það sér maður líka þegar maður fer til þessara landa. Bensínið er fokdýrt í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.

Vandamálið liggur ekki í álagninu ríkisins. Vandamálið liggur í því að bensínið hefur hækkað út um allan heim. Þetta er alþjóðlegt vandamál og mér finnst óréttlátt af vöruflutningabílstjórum sem fá by the way afslátt af bensíninu+ endurgreiddan vsk. að vera að ætlast til að ríkið lækki sínar álögur (þær lægstu á norðurlöndum) þegar það er í raun ekki við ríkið að sakast.

Þetta væri eins og menn færu að skammast út í ríkið vegna þess að alheimsverð á hveiti hefði hækkað.

Svo finnst mér kröfur þeirra um hvíldartímann algjörlega út í hött. Þeir eiga bara einfaldlega að hvíla sig. Vorkenni þeim ekkert að skreppa á bak við einhvern stein ef þeir þurfa að pissa í þessum hvíldarstoppum sínum. En líka, svo geta þeir líka verið búnir að útbúa sér einhvers konar aðstöðu í bílnum, ekki klósettaðstöðu mind you, heldur rúm, aðstöðu til að hita kaffi, verið með nesti með sér etc.

Guðrún (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 11:39

13 identicon

Hvað er í gangi hér.

Getur einhver sagt mér afhverju eldsneytisverð á að vera lægra hér á landi en annar staðar í Evrópu ??

Bílstjórar eru ekki að mótmæla eldsneytisverði byrjuðu á því til að fá almenning í lið mér sér ekki fæ eg t.d. VSKinn endurgreiddan af því eldsneyti sem ég nota, málið snýst um vökulögin og ekkert annað

Og þetta eru Evrópulög sett til varnar okkur hinum vegfarendum eða viljið þið t.d. mæta svona trukk á vegum úti þar sem bílstjórinn er búinn að vera að keyra í 20 tíma og er annað hvort hálfsofandi eða alsofandi, ég bara spyr....

Sturla (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 11:43

14 identicon

Ég verð að segja að mótmæli á háu eldsneytisverði á Íslandi er mér óskiljanlegt.  Eins og bæði Sturla og Guðrún nefna hér að ofan þá er bensín/dísel-verð lægra á Íslandi en á öðrum norðurlöndum.  Olíuverð hefur á undanförnum mánuðum rokið upp og er komið langt yfir 100 dali fatið.  Ef ríkið setur niður álögur á eldsneytisverði þá verða peningarnir að koma annarstaðar frá, hvaðan?  Ég held að fólk ætti frekar að einbeita sér að reyna að fá niður verðbólgu sem er í dag 7,8% og stýrivexti 15.5%.  Það er þetta sem ungt fólk í dag kemur til með að eiga í erfiðleikum með, ekki bensínverð.

Jóhann Ólafsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 16:34

15 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Jenný, nei, þeir vilja fyrst og fremst slaka á kröfum um hvíldartíma. Kröfur þeirra um útskot styð ég hundrað prósent.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.4.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.