Leita í fréttum mbl.is

Á geðdeild

Stundum þegar ég les blogg, hlusta á fréttir eða bara á samræður við fólk, heyrir maður eitthvað sem snertir í manni streng, vekur upp minningar, misgóðar auðvitað.

Nimbus bloggar um þunglyndi.

Árni Tryggva skrifaði bók um þunglyndi.

Ein mín besta vinkona hefur þjáðst af þunglyndi og tekist af miklu hugrekki á við það.

Hallgerður bloggvinkona mín bloggaði um þunglyndi.

En hún ég, sem er með greininguna þunglyndi, þó greining í sjálfu sér segi ekki nokkurn skapaðan hlut, hef þjáðs af þunglyndi, að því marki að ég tel mig heppna að vera hérna megin grafar.

Ég blogga um alkahólisma, minn auðvitað, batann og annað því tengt, en ég hef ekki bloggað um þunglyndi.  Það gerir mig, dapra (verulega passandi orð).

Ég hef lyf við mínu þunglyndi og núna er ég fín, en ég veit satt að segja ekkert hvort þessi sjúkdómur er orsök, afleiðing eða hliðarbúgrein við alkahólismann.  Mér er slétt sama.  Ég veit bara að það er ekki nokkur leið að útskýra líðan mína þegar mér leið hvað verst.

Að taka ákvörðun um að fara í sturtu var tveggja daga prósess.  Þannig að ég var stöðugt á leiðinni í sturtu og eins gott annars hefði ég verið illa lyktandi þunglyndissjúklingurPinch.  Að gera einfalda hluti var mér um megn nema með meiriháttar undirbúningi.

Ég var hrædd við símann, hrædd við fólk, hrædd við lífið og ég læddist um.  Hjartað barðist um í brjóstinu þannig að mér fannst ég vera að deyja í verstu köstunum.

Reyndar fannst mér tilhugsunin um dauðann nokkuð sjarmerandi, en ég hafði ekki orkuna til að framkvæma verknaðinn.

Ég fór á dagdeild geðdeildar um tíma og mér leið eins og ég væri komin á leikskóla.

Ég lá inni á geðdeild í tvígang fyrir rúmum áratug eða svo.  Það skelfilega við þá innlögn var þegar ég uppgötvaði að mig langaði ekki út.  Lífið hlýtur að sökka þegar vera á geðdeild er ákjósanlegur kostur í stöðunni.

En nú er ég fín.  Ég veit ekkert hvað triggeraði sjúkdómnum en ég hef ákveðna kenningu um það.  Mörg áföll, hvert ofan í annað geta gert kraftaverk í hina áttina.

En eitt veit ég, að ef ég ekki held mér edrú og í bata frá áfengissýkinni, þá er þunglyndið mætt á dyrapallinn eins og maðurinn í morgun.

Þá er þetta komið á blað.  Tímabært og flott að koma þessu frá sér.

Lífið er bjútífúl and só am æ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 22.4.2008 kl. 11:59

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst þú svo hugrökk kona og dugleg, því það er ekki auðvelt að tjá sig opinberlega um þessa hluti, þú ert öðrum sannarlega fyrirmynd í þessum efnum!

Stórt knús !

Sunna Dóra Möller, 22.4.2008 kl. 12:01

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Helga Magnúsdóttir, 22.4.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábær færsla.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.4.2008 kl. 12:11

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert dugleg

Jónína Dúadóttir, 22.4.2008 kl. 12:18

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert bara flott

Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2008 kl. 12:27

7 identicon

Það sem þarf að gera ágætu bloggarar er að opna umræðuna. Námsráðgjafar sinna hóp- og einstaklingsráðgjöf í skólunum. Þar þarf að vera mun opnari umræða um þunglyndi enda hugsanlega fleiri þar á hinu gráa svæði. Það er talið að þunglyndi leiði til alkahólsisma og öfugt. Í hugvísindum er bara svo erfitt að sanna. Þú, Jenný er gott fræðandi dæmi. Hvernig væri að þú skveraðir þig og talaðir um þunglyndi við grunnskólanemendur? Ég er viss um að þar hefðirðu nóg að gera. Góður pistill. Öll skrif um upplifun þunglyndis eru af hinu góða. Að öllum líkindum er moggabloggið stór uppspretta pistla sem mætti safna saman í góða bók. Ég er viss um að útgefandi finnist.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 13:12

8 Smámynd: halkatla

já það kannast margir við þunglyndi, umræðan þarf að vera meiri og opnari. Takk fyrir þín orð

halkatla, 22.4.2008 kl. 13:20

9 Smámynd: Karl Ólafsson

Ég heyrði þetta gullkorn frá góðum vini sem ég á í Englandi:

"If you take away the alcoholism, you're still left with the -ism"

Sennilega nokkuð til í því. Heiðarleg og góð færsla frá þér, Jenný. Takk fyrir mig.

Karl Ólafsson, 22.4.2008 kl. 13:35

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Karl: Góður, þá sit ég s.s. uppi með "depressionism"?  Hahahaha

Gísli: Þú segir nokkuð.  Aldrei að vita hvar maður endar.  En ég held að með tilliti til grunnskólafræðslu eigi hún að vera á höndum jafningjafræðslunnar.

Hallgerður: Takk og þið öll reyndar sem takið þátt í umræðunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2008 kl. 13:38

11 Smámynd: Signý

Vá hvað ég kannast við þetta allt saman sem þú lýsir, þó ég hafi ef til vill ekki verið greind þunglind. En ég er næstum 100% viss að alkar eiga það allir sameiginlegt að hafa þurft að berjast við þunglindi samhliða drykkju/dópi og að það sé alkahólið og/eða dópið sem triggerar þennan leiða sjúkdóm. En þá er ég ekki að segja að það séu bara alkar sem verða þunglindir... En mér þykir það samt mjög áhugaverð pæling.

Signý, 22.4.2008 kl. 14:59

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Jenný fyrir að segja frá.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.4.2008 kl. 15:07

13 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Já Jenný flott hjá þér. Ég sjálfur á að baki 10 ára dvöl á geðdeild landspítalans. Að vísu sem starfsmaður svo maður hefur séð, heyrt og sagt eitt og annað í þessum fræðum í gegnum árin. Stór hluti af styrkleika mannsins er að geta talað um veikleikanna og viðurkennt hann. Maður vinnur aldrei í einhverju sem maður viðurkennir ekki. og þannig breytt ósigrum í sigur svo veikleikinn verður styrkur mann. Ég veit alveg að þú skilur hvað ég er að fara. Megi dagurinn vera þér ljúfur.

Bárður Örn Bárðarson, 22.4.2008 kl. 15:44

14 Smámynd: María Guðmundsdóttir

gód lesning..held thad séu ansi margir sem hafi reynt thunglyndi en tala aldrei um thad. gód umræda og veitir ekki af.

María Guðmundsdóttir, 22.4.2008 kl. 16:02

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

  Þúsund þakkir!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.4.2008 kl. 16:10

16 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Knús

Svanhildur Karlsdóttir, 22.4.2008 kl. 16:18

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Svart hvíta hetjan min....

Og svo framvegis, ég  þig!

Edda Agnarsdóttir, 22.4.2008 kl. 16:26

18 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Öruggasta leiðin til að vera allaf í dýpstu myrkrum er að drekka og dópa. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.4.2008 kl. 16:37

19 Smámynd: Tiger

Þú ert ótrúleg Jenný, raunverulega sterk um þessar mundir. Þér tekst þetta, þú ert edrú og sannarlega að vinna í þínum málum! Það er ekki sjálfgefið að vera sterkari en svona erfiðir húsbóndar, eins og áfengi og erfiður sjúkdómur sem þunglyndi í þokkabót! Þú átt mikið hrós skilið fyrir óbilandi dugnað Jenný mín. Hef reyndar aldrei kynnst þessum tveim húsbóndum en kannast þó við fórnarlömb þeirra beggja og skil því hve sterk þú verður að vera alla daga, hverja stund.. Knús á þig ljúfan hugrakka!

Tiger, 22.4.2008 kl. 18:20

20 identicon

Snilldar færsla.Eins og skrifað um mig.Gangi þér vel og takk fyrir þessa færslu.Knús og klem

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 18:30

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk dúllurnar mínar, þið eruð yndisleg.

Dúa, ég þorði ekki að skrifa BESTA VINKONA, því ég var svo hrædd um að þú myndir ekki þola það hrokagikkurinn þinn

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2008 kl. 19:11

22 Smámynd: Hugarfluga

  Erfiður sjúkdómur með svo ótal margar og ólíkar hliðar, nálganir og úrræði. Kudos to you, my dear.

Hugarfluga, 22.4.2008 kl. 20:21

23 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ragnhildur Sverrisdóttir, 22.4.2008 kl. 20:38

24 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Takk fyrir þennan pistil, Jenný.
Kærlega.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.4.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband