Leita í fréttum mbl.is

Valdhroki

Ég stend oftast með konum, ef mér er það lífsins mögulegt.  Sem er ekki alltaf.  Ég vil veg kvenna sem mestan, amk. sem jafnastan, ef ég á að aula þessu rétt út úr mér.

En það er ekki mikil samkennd í mér með Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa og meirihlutafrömuði.  Í færslu sinni í morgun hæðir hún Hollvini Hallargarðsins á ósmekklegan hátt.  Hún segir þá hafa verið átta á stofnfundinum og á þá væntanlega við að þeir hafi verið svo fáir að þeir skipti ekki nokkru einu einasta máli.  Þeir megi pípa, tuða og röfla, hún og aðrir sem sitja að kjötkötlum borgarinnar, ætla ekki að skenkja þeim þanka.

Hér má sjá þessa átta en um stofnun samtakanna var fjallað í fréttunum á Stöð 2.

Ég er ekki í þessum samtökum en ég styð þetta fólk af heilum hug og ég vill ekki hafa neitt rask í þessum garði og ég vil ekki sjá þetta fallega hús fara í hendur einkaaðila.  Ég hef bloggað um það áður og er alls ekki hætt.

En hver rödd skiptir máli.  Í hvert skipti sem einhver leggur á sig að mótmæla eða segja skoðun sína á málefnum, sem almennur borgari, þá er lágmark að þetta lið sem sem slefar ofan í okkur fyrir kosningar, sýni þá lágmarksvirðingu að hlusta.

Þorbjörg Helga, ég er að klippa þetta út í pappa fyrir þig.

Sumir eiga ekki að hafa völd, sumir eiga einfaldlega að vera heima og lesa.

Ég myndi kalla þetta bölvaðan tæfuskap ef ég væri ekki dedd á því að nota ekki það orð um svona fróma konu.

Nú förum við öll í vegg - hollvinavegg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

mér leist svo vel á Þorbjörgu Helgu einu sinni, en álitið á henni hefur bara hríðfallið síðustu mánuði.

halkatla, 21.4.2008 kl. 12:28

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það vantar ekki bölvaðan hrokann í þetta lið um leið og það hefur stól til að ylja sér á rass....... , en kannski skýrir þetta reikningsdæmi hennar óreiðuna sem ríkir í fjármálunum hjá þeim, því greinilega kann hún ekki að telja

Huld S. Ringsted, 21.4.2008 kl. 12:32

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir með þér mín kæra.  Óþarfi að vera með hroka gagnvart þeim sem hafa áhuga á þessu fallega gamla húsi sem að sjálfsögðu á bara að vera í eigu borgarinnar til notkunar fyrir borgarbúa - í vegg ekki spurning.  Walking Into The Wall 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 12:35

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þessi pistill hennar lýsir fyrst og fremst heimsku hennar....og hroka.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.4.2008 kl. 12:39

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hér koma fram tengsl Þorbjargar Helgu við nýja eigandann. Ætli þau tengsl liti ekki afstöðu hennar? Kæmi ekki á óvart.

Það á ekki að selja svona hús. Ég, sem skattgreiðandi í Reykjavík, vil eiga þau áfram og nota í þágu borgarbúa.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.4.2008 kl. 12:40

6 identicon

Sá þarna fullt af góðu fólki, hvaða hroki er þetta í sjálfstæðiskonunum. Þorgerður talaði um að "hundraðdagastjórnin gerði ekki rassgat í bala!" Sápa á munninn.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 13:01

7 Smámynd: Kolgrima

Svona framkoma opinberra starfsmanna er óþolandi og ólíðandi - rétt eins og það að láta sér detta það í hug að selja eitt af kennileitum borgararinnar.

Það er illa gert. Og satt best að segja hélt ég að borgarfulltrúar hefðu önnur og brýnni verkefni að takast á við en að standa í fasteignasölu. Þeir gætu til dæmis farið að velta því fyrir sér hvernig nokkur þúsund manns eiga að komast daglega eftir Miklubrautinni í HR í framtíðinni - til viðbótar við þá umferð sem nú er.

Kolgrima, 21.4.2008 kl. 13:04

8 Smámynd: Kolgrima

Þú ert að grínast, Lára! Ég er svo gapandikrossbit!

Kolgrima, 21.4.2008 kl. 13:06

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Áfram stelpur. Höldum í Hallargarðinn eins fast og við getum.

Helga Magnúsdóttir, 21.4.2008 kl. 13:20

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég tek fyllilega undir þetta, Hallargarðurinn og Austurvöllur á Ísafirði eru systragarðar, og teiknaðir af Jóni H. Björnssyni fljótlega eftir að hann kom heim úr námi frá Kanada.  Þessir tveir garðar eru þeir einu hér á landi sem eru teiknaðir í þeim anda.  Þeir eiga báðir að fá að vera í friði.  Ég hef í mörg ár barist fyrir tilvist Austurvallarins.  Því margir hafa ásælst hann, fyrst undir stækkun á sundlauginni og svo undir skólalóð.  Þetta er með ólíkindum að ekkert fær að vera í friði.  Hefur fólk ekkert skynbragð á menningarverðmæti, eða tilkall fólksins til að hafa sinn rétt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2008 kl. 13:54

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir frábær innlegg í mumræðuna.  Nú er að fylgjast með.

Ég er að vona að þessi ömurlegi meirihluti springi á hégómanum í þessu liði.  You can always dream. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2008 kl. 14:50

12 identicon

Af hverju þarf ámótiölluliðið, hið eina og sanna og endanlega afturhald, ætíð að vera með orðbragð sem hæfir ekki siðuðu fólki, einungis af því að einhverjir eru á skoðun sem þeim geðjast ekki að?  Af hverju þurfa falleg hús eins og Fríkirkjuvegur 11 endilega að vera í eigu borgarinnar.   Ég held því fram að vel stæðir einkaaðilar séu miklu líklegri til að halda húsinu vel við en borgin, sem hefur mjög misleita sögu í þessu tilliti.  Þetta hús var af einstökum myndarbrag byggt af einkaaðila og fer því vel á því að fjársterkur einstaklingur úr fjölskyldu hans hafi metnað og dirfsku til að kaupa það og færa það í veglegt horf sem sæmir uppruna þess.  Hallargarðurinn verður áfram til nota fyrir almenning, en ekki er ósanngjarnt að eigandinn fái sómasamlegan aðgang að húsi sínu.  Þótt ég sé ekki alltaf sammála meiri hluta í borgarstjórn um endurreisn gamalla og ónýtra húsa, styð ég Þorbjörgu Helgu eindreigið í þessu máli.

Sölvi Eysteinsson

Sölvi Eysteinsson (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 15:00

13 Smámynd: kiza

URRGGHH!!  Alltaf er þetta lið að kvabba og rövla um "viljum hreina Reykjavík, fallega Reykjavík blaaabllaaa" og svo er ekki einusinni hægt að díla við Laugaveginn!!  Varla að maður finni ruslatunnu til að skila af sér draslinu í þessari borg! (off topic en óþolandi fyrir það)

svo virðist allt snúast um að sleikja rassgatið á næsta manni og fá fyrir það 500kall í vasann hér og þar.  Viðbjóður og virðingarleysi. 

kiza, 21.4.2008 kl. 15:32

14 identicon

Þorgerður talaði um að "hundraðdagastjórnin gerði ekki rassgat í bala!" Sápa á munninn.

*Andköf* Þorgerður Katrín sagði rassgat.

Varstu svona hneykslaður þegar Steingrímur kallaði Dabba gungu og druslu? 

Kolbeinn (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 16:14

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er nú ekki eins og við borgarbúar séum að kafna úr grænum svæðum í borginni...það er bara allt of lítið af þeim og ekki klárt að minnka enn frekar samneyti borgarbúa við guðs grænt grasið...

Meira gras!!! 

Hroki og völd eru svo alltaf slæm blanda..völdin ýta hrokanum upp á yfirborðið þar sem hann liggur grafinn. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.4.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986841

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband