Leita í fréttum mbl.is

Orð eru ódýr

Ég er fædd með vantrúarelement sem sýnir sig helst í því að ég treysti varlega yfirvöldum.  Að minnsta kosti set ég yfirleitt spurningarmerki við það sem þau framreiða í formi "sannleika" hverju sinni.  Það sama á við trúmál og fleiri þætti.

Vantrúar- og óhlýðnigenið spratt fram í eðli mínu þann dag sem ég byrjaði í Hagaskóla.  Síðan hef ég ekki verið söm.  Fram að þeim tíma var ég hlýðin eins og mús og hélt að fullorðið fólk væri á vegum Guðs við að gera heiminn betri.  Hvað um það, ég er alltaf að undra mig á afhverju það er engin bronsstytta af mér í andyri Hagaskóla.  Ég var svo eftirminnilegur nemandi.Whistling

Einu sinni var því haldið að fólki að fátæk börn og sennilega önnur börn líka, yrðu að fá lýsi til að lifa af.  Tveimur árum áður en ég kom í Meló var til siðs að hella úr lýsiskönnu ofan í blásaklaus börn.  Lýsið var volgt, kannski þránað og ég er með martraðir um hvernig ég hefði orðið á geði hefði ég lent í lýsispyntingunni miklu.  Ég var nefnilega svo hlýðið barn.

Nú trúi ég varlega öllum selvfölgeliheder sem t.d. stjórnvöld reiða fram í formi stórasannleika.

Ég veit að Doddson vill ekki Evrópusamband.  Ég held að sami DO sé að fríka út á valdaflippi í forljóta húsinu við Arnarhól.  Þess vegna trúi ég ekki orði af því sem frá þeirri frómu stofnun kemur, um efnahagsmál. 

Og ég trúi ekki Geir Haarde heldur,  og reyndar ekki kjafti frá íhaldinu þessa dagana og Samfylkingin er ekki að fá uppklöpp á kærleiksheimili mínu þessa heldur.

Ég trúi ekki að bændur geti ekki komist af án styrkja, frá mér, einkum og sér í lagi.

Ég trúi orðið ekki einum andskotans hræranlegum hlut þessa dagana.

Ég trúi á sjálfa mig og fólk sem lætur verkin tala.  Orð eru ódýr, upp að því marki að það er hægt að segja þau og láta síðan sem ekkert sé.

Þess vegna er moi ein af þessum 51,8% sem bera lítið sem ekkert traust til Seðlabankans.

Og hana nú og góðan daginn.


mbl.is Meirihluti ber lítið traust til Seðlabankanss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986841

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband