Leita í fréttum mbl.is

Nú er andskotans nóg komið.

900 

Ég held að Dr. Gunni hafi komið af stað sparnaðarvitund í okkur Íslendingum með Okursíðunni sinni.  Allt í einu eru allir að tala um verðlag.  Svei mér þá ef allur vinkonuhópurinn minn er ekki kominn með verð mjólkurlítrans á hreint (nema undirrituð).  Það var af sem áður var.

Ég stend sjálfa mig að því að hugsa um verð.  Oftar en rétt á meðan ég er að borga.  Svei mér þá. 

Allt í einu eru allir komnir með upp í kok af verðkúgun.   Þetta er pjúra verðofbeldi, því verð á mat og öðrum nauðsynjum er svo langt út úr öllu korti.  Og við verðum að borða.  Reyndar er til hópur í Austurríki sem lifir á ljósinu, en ég er ekki alveg búin að ná þangað enn.

Þangað til ætla ég að berjast með kjafti og klóm fyrir að fá að borga sanngjarnt verð fyrir lífsnauðsynjar.

Það er liðin tíð að ég láti henda strimlinum í búðinni eins og ég hef alltaf gert, enda ekkert verið að pæla í því að fara yfir miðann.  Hvað þá að tékka á því hvort samræmi er á milli hillu- og kassaverðs.

Ég er ekki ein um að hafa verið sofandi á verðinum, hvað t.d. matvöru áhrærir.  Við erum rosalega mörg sem erum slugsar.  Nú er partíinu lokið kæru verslunareigendur.  Aðhaldið er á leiðinni. 

Ekki nema von að það sé hægt að verða trilljónsinnum ríkur á rekstri verslana með lífsnauðsynjar.  Við Íslendingar höfum verið algjörlega laus við að taka ábyrgð á eftirliti með hækkunum. 

Ég held að nýir tímar séu að renna upp.

Ég hreinlega nenni ekki að láta taka peningabudduna mína í görnina lengur.

Hírækommandæmínbissness.

P.s.Var heldur fljót á mér þegar ég skellti inn færslunni, eins og mér var bent á í kommentakerfinu.  Sko ég ætlaði að benda lesendum síðunnar á að nætursund eins og átti sér stað í Þvagleggnum í nótt, er auðvitað sparnaðarleið.  Ef öll fjölskyldan skellir sér í sund eftir miðnætti þá sparast þúsundir krónaDevil


mbl.is Skelltu sér í nætursund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já nú er andskotans nóg komið. Ég held að við séum að vakna af Þyrnirósarsvefninum....heyr,heyr.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.4.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Heyr, heyr! Ég er sjálf alveg nývöknuð. Pæli í verði og tek strimilinn. Það yrði nú aldeilis munur ef allir færu að pæla, þá yrðu verslunareigendur að hugsa sinn gang.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 20.4.2008 kl. 13:28

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Loksins, loksins. Hef verið í dásvefni í mörg ár en nú er ég vöknuð, nenni ekki að láta fara svona með mig lengur. Hingað til hefur verið svo auðvelt að okra á okkur af því að við höfum sætt okkur við það, þótt hallærislegt að væla yfir 50 kalli hér og 100 kalli þar. Flott hjá doktornum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.4.2008 kl. 14:05

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sammála þetta er flott framtak og við ættum sannarlega að vera meðvitaðri um hvað við kaupum.

Steingerður Steinarsdóttir, 20.4.2008 kl. 14:10

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég þarf greinilega að fara að taka mig á og spá meira í verðið

Huld S. Ringsted, 20.4.2008 kl. 14:29

6 Smámynd: Linda litla

Það er svo sannarlega rétt hjá þér, við erum allt of mörg sem höfum bara hent strimlinum, þar er ég sek.

Er sammála, núna fer ég að yfirfara strimilinn og fylgjast með.

Linda litla, 20.4.2008 kl. 14:33

7 identicon

Hvað kemur þetta fólki í nætursundi á Selfossi við? Bara að spá..

Hildur (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 14:41

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er einmitt ein af þeim sem er ekki bara risin upp við dogg, heldur glaðvöknuð og fylgist með af áhuga og eljusemi. Hvet alla til að slást í hópinn og gera slíkt hið sama.

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.4.2008 kl. 14:44

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi ég gleymdi nætursundinu.  Ætlaði að benda á það sem sparnaðarleið.

Bæti því í færslu

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2008 kl. 14:49

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er allt svo dýrt ég er svo sammála þér og endilega passa strimlana og fara yfir allt sem maður kaupir.Rétt Jenný mín. Ég held að fók sé að sjá þetta meir og meir.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.4.2008 kl. 14:50

11 identicon

Veðrið er gott, ekki verðið...

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 14:57

12 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég er að reyna að lifa á ljósinu....

Markús frá Djúpalæk, 20.4.2008 kl. 15:23

13 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

..er bara ekki orðinn nógu mikil planta ennþá.

Markús frá Djúpalæk, 20.4.2008 kl. 15:24

14 identicon

Ég var ekki í þessu sundi.Ég er að spara.Búin að panta mér reiðhjól og mótorhjól reyndar líka.Nú verður líkamsorkan notuð að mestu leiti.Og fer að rækta mitt svalagrænmeti.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 15:26

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já nú verður gaman, allir með uppbrettar ermar steitandi hnefum og bendandi á klúðrið og svo verður þverrifan notuð sínkt og heilagt! Áfram neytendur!

Edda Agnarsdóttir, 20.4.2008 kl. 15:56

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lofa að hætta að afneita vísanótunum frá og með núna. Ég ætla að taka þær eins og ég sé mitt í rannsóknarvinnu við að kanna verðlagið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2008 kl. 16:33

17 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Lagði Visakortinu.....elda eingöngu grjónagraut og æfi ljóstillífun af miklum móð!

Allt að gerast hreinlega...!

Alltaf gott að vakna til lífs og meðvitundar samhliða vorkomunni....það setur lífið eitthvað svo mikið í samhengi! Hver veit nema mar byrji bara að blogga líka á ný

Söndagskveðjur

Sunna Dóra Möller, 20.4.2008 kl. 16:40

18 Smámynd: B Ewing

Ég skrifaði pistil um þetta rétt fyrir jólin árið 2004. Smelltu á textann til að lesa

 Samdi þá þennan leiðburð í leiðinni.  Hann á enn vel við, sem er miður.

Bráðum kemur kaupaskríllinn

kaupmenn far' að hlakka til.

Segja ,,Ég býð besta díllinn''!

bannsett okurprísað spil.

 

Prísað spil, prísað spil.

Bannsett okurprísað spil.

B Ewing, 20.4.2008 kl. 17:10

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég svaf......

Hrönn Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 17:13

20 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er að vakna, búin að vera að tuða allt of lengi.

Sigrún Jónsdóttir, 20.4.2008 kl. 17:24

21 identicon

Amen.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 17:26

22 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Höldum bloggvinahitting í sundi eftir miðnætti   Tökum með okkur mjólk og núðlur í nesti.........Getum við ekki stofnað 12 spora fátæktarfundi?????? Segi nú bara svona. Myndin við færsluna er alveg brill og algjörlega í takt við efnið Eigðu góða rest af degi. Knús á þig

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 20.4.2008 kl. 17:35

23 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Tek meira ad segja strimilinn hérna i dk  tók thann vana med mér ad heiman..en hér veitir ekkert af..madur er snudadur hægri vinstri ef madur passar ekki uppá ad fara yfir bledilinn atarna  

En nætursund...nó theink jú...má ég thá bidja bara um labbitúrinn 

María Guðmundsdóttir, 20.4.2008 kl. 19:51

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú er ekkert sem heitir gott fólk, nú förum við í neytendafötin.  Og veitum aðhald.  Aðeins þannig komum við einhverju til leiðar og hananú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2008 kl. 21:18

25 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég pæli í verði og tek strimilinn, bjó nógu lengi erlendis til að þetta yrði að vana.

Stundum langar mig til að .......skamma einhvern fyrir spillinguna sem viðgengst í verðlagningu Held bara að G Haarde sé búinn að láta græða eyrnatappa fasta við innra eyrað. 

Marta B Helgadóttir, 20.4.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986841

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.