Laugardagur, 19. apríl 2008
Svo gay að það gargar
Ég hef alltaf verið yfirlýsingaglöð kona/stelpa/kornabarn. Alveg frá byrjun hef ég kallað hátt og í hljóði að þennan eða hinn hlutinn myndi ég aldrei gera, eða fara, eða segja eða, eða, eða.
Það eina sem stendur eftir, er að ég brýt mín eigin prinsipp reglulega, til þess eins að geta sett ný. Það er í sjálfu sér orðið mitt helsta prinsipp.
Ég á þó enn, nokkur óbrotin.
Kjósa aldrei Íhaldið.
Verja aldrei ofbeldi.
Úpps, þar með er það upp talið. Fargings.
Og svo er glás af öðrum sem ég er löngu búin að brjóta, fjandinn hafi óstöðuglyndið.
Ég ætlaði aldrei aftur að nota vísakort (sko eftir að það brann yfir 199tíu og eitthvað). Komin með amk tvö kreditkort. Jájá sæl.
Ég ætlaði aldrei á sólarströnd og þess vegna hef ég farið fjórum sinnum og á örugglega eftir að fara aftur.
Ætlaði aldrei að reykja, aldrei að drekka áfengi og í beinu framhaldi aldrei að HÆTTA að reykja og aldrei að hætta að drekka. Nú það er allt þverbrotið. Ég er byrjuð og hætt að drekka, byrjuð að reykja og á leiðinni að hætta. Leim? Heldnú það. Sökkar.
Ég ætlaði aldrei að horfa á Bandið hans Bubba, Eurovision myndbandið og Eurovision almennt.
Eurovisonmyndbandið sem er svo gay að það gargar, horfði ég á í Kastljósinu af því að því var beinlínis KASTAÐ framan í mig (fórnarlambið hérna).
Ég horfði á Silvíu Nótt, auðvitað og svo aftur í fyrra og ég gæti best trúað að ég myndi gjóa á keppnina aftur núna. Megi ég skammast mín niður úr öllu valdi - fyrirfram til tilbreytingar.
Og s.l. þrjú föstudagskvöld hef ég horft á Bandið hans Bubba, þvert gegn vilja mínum, en strákurinn hann Eyþór sjarmeraði mig upp úr skónum, þegar ég óvart rakst inn í miðju kafi þáttarins.
Og í kvöld gekk ég gjörsamlega fram af sjálfri mér. Haldið þið að enn eitt prinsippið hafi ekki fokið út um gluggann, ég sverða og lýg því ekki, en ég GREIDDI ATKVÆÐI í gegnum símann, sem er svo smáborgaralegt að ég er að kafna úr móral.
Mér er ekki treystandi, ég segi það satt. Næst tek ég lögregluna með mér í kjörklefann, þannig að ég merki ekki X við D. Svei mér þá, því mér er ekki sjálfrátt.
Góða nótt.
Ég ætlaði aldrei að blogga á nóttunni eftir að Össur andskotaðist á blogginu á næturnar og uppskar vafasamar athugasemdir um eitthvað í blóði.
Þar fauk það, kl. er 0l.03.
Farin áður en ég sendi Hannesi Hólmsteini ástarkveðju!
Eyþór hreppti stöðuna í Bandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Sjónvarp, Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 7
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 2987157
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hehe, góður pistill. Þú ert á réttri leið, næst er það íhaldið!! Ég fékk smá hjartslátt fyrst þegar ég kaus x-D,var meira að segja flóttalegur og skabitinn þegar ég gekk út úr kjörklefanum, en svo venst þetta ágætlega
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.4.2008 kl. 01:16
Ég horfði á bandið hans Bubba í fyrsta skiptið í kvöld, ég varð bara að kjósa Eyþór, ég var hrædd við hinn vegna augnaráðsins hjá honum
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.4.2008 kl. 01:18
Jenný... ég býðst hér með til að keyra þig á kjörstað næst til að fyrirbyggja einhver glöp - og þá er ég ekki að tala um elliglöp!
Ég hef enga trú á að Gunnar Th. segi satt - sumt venst ALDREI !
Lára Hanna Einarsdóttir, 19.4.2008 kl. 01:21
Þú drepur mig kona
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 01:22
Vá, góður listi! Sumt kunnuglegt, ég er alltaf dauðskelkuð að gera óvart vitleysu í kjörklefanum, en annars hef ég greinilega ekki lofað sjálfri mér neitt rosalega mörgu, ætlaði þó aldrei að fá mér greiðslukort, en var neydd til þess þegar ég fór til Ameríku 1991 (sagt að fólki með reiðufé væri ekki treyst) og hef notað það æ síðan, jamm.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.4.2008 kl. 01:31
Sæl Jenný Anna, mig langar til þess að bjóða þér á opnun á myndlistarsýningu minni í Bistro & Bar. Geysishúsinu Aðalstræti 2. Opnunin verður næstkomand sunnudag frá kl. 15.30 til 17.
Kveðja
Guðný Svava
Svava frá Strandbergi , 19.4.2008 kl. 01:32
Hvað hefurðu eiginlega á móti samkynhneigðu fólki?
Djís hvað þú ert fordómafull bitch
Elva (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 02:13
Ég gæti svo sem brotið nánast hvað sem er - nema ég myndi aldrei senda kveðju til HHG... og nei - ég myndi aldrei setja X við D - útilokað!
Skemmtileg færsla hjá þér Jenný. Góða nótt og eigðu ljúfan laugardag..
Tiger, 19.4.2008 kl. 02:31
HAHAHAHA Jenný.
Ég ER gargandi gay að lesa þennan pistil.
Tekurðu á móti framlögum í söfnunina fyrir Hannes Hólmstein??
Kveðja af hafinu bláa
Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 04:05
asninn þinn addna. Ég get ímyndað mér að húsbandið hafi rekið upp stór augu þegar þú teygðir þig í gemsann þarna í gærkvöldi. Til að kjósa... haha þú af öllu fólki
Jóna Á. Gísladóttir, 19.4.2008 kl. 06:59
thú ert frábær..og jújú, endilega bloggadu meira á nóttunni, ef thetta er afraksturinn..og er thá botninum nád thegar farid er ad taka thátt i símakosningum hehehehe
María Guðmundsdóttir, 19.4.2008 kl. 07:01
Jenný mín það eru mannréttindi að skipta um skoðun Alltaf gaman þegar þú geysist fram á ritvöllinn
Jónína Dúadóttir, 19.4.2008 kl. 08:21
Hahaha þetta var akkúrat það sem ég þurfti snemma morguns! You made my day
Huld S. Ringsted, 19.4.2008 kl. 08:35
þú ert algjörlega búin að bjarga deginum og næstu dögum líka. Snilldarfærlsa
Solveig Pálmadóttir, 19.4.2008 kl. 09:09
Þú ert nú meiri "tíkin" skilur ekki mannlega eðli gayara, ég er alveg hneyksluð á þér!
Góð vítamínsprauta á laugardagsmorgni.
Edda Agnarsdóttir, 19.4.2008 kl. 09:20
Dagurinn er orðinn góður nú þegar, eftir að hafa litið við hérna hjá þér Jenný mín.
........Er ekki með Stöð2 og hef ekki séð þættina.
Marta B Helgadóttir, 19.4.2008 kl. 09:28
Góðann daginn snillingur.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 09:33
þú ert svo skemmtileg ég hlustaði á sænsku sönkonuna sem þú settir hérna inn í gær ,,það var gaman að hlusta á löginn,,óska þér og fjölsk innilega góða helgi
lady, 19.4.2008 kl. 11:00
HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA........................
inga (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 11:05
Takk Jenný mín, gott að vita af þér á þessu ótrúlega skemmtilega flugi.
Eva Benjamínsdóttir, 19.4.2008 kl. 11:21
Þið eruð hvort öðru fyndnara hérna. Ég er í kasti. Svo hef ég fengið fleiri en eitt símtal í morgun þar sem fólk á ekki orð yfir hversu skemmtilegt fólk kommenterar hjá mér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2008 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.