Leita í fréttum mbl.is

Heimskulegar spurningar

Hallgerður bloggvinkona mín skrifaði skemmtilega færslu sem oftar, í dag.

Hún fékk mig til að fabúlera um óþarfa spurningar.

Einu sinni átti ég bók (Mad) sem hét snappy answers to stupid questions.  Sú var dásamleg.

En það eru þessar spurningar sem vaða uppi og eiga ekkert erindi.  Eru eyðsla á tíma og orku og valda pirringi sem er nú ærin fyrir.

Eins og:

Ég er komin í kápuna, búin að hengja mig í treflinum, troða á mig nefhlíf, hönskum, húfu og eldingavara og einhver spyr: Ertu að fara eitthvað?

Ég fæ ljósakrónu í höfuðið, ligg veinandi á gólfinu með blóðpoll undir mér, beinflísar úr höfuðkúpu liggja eins og hráviði út um allt gólf og einhver spyr: Meiddirðu þig?

Ég vinn stóra Lottópottinn í beinni útsendingu, ég hoppa hæð mína, öskra og garga af hamingju og blæs í lúður og einhver spyr: Hvernig líður þér?

Ég geng úti með vinkonu og ég hitti manneskju sem ég hoppa upp um hálsinn á, kyssi knúsa og rugla hárinu á og vinkonan spyr: Þekkir þú þessa?

Ég ligg í djúpum svefni og hrýt þannig að það heyrist til Hornafjarðar, slefa í djúpsvefni og sýni engin merki um að vita í þennan heim né annan  og "einhver" spyr:  Ertu sofandi?

Ég sit og tala í síma þannig að það stendur bunan út um munninn á mér, ég sveifla höndum, tala hátt og er að kafna úr fjálgleika og sá sem kemur aðvífandi kallar hátt til að yfirgnæfa rödd mína: Ertu í símanum?

Nei nú er ég farin að urlast.

Ætla að reyna að sofna.

Eruð þið að lesa þetta?

Segi svona.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

How do you like Iceland??

Hólmdís Hjartardóttir, 16.4.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Brynja skordal

 sofna hlæjandi núna

Brynja skordal, 16.4.2008 kl. 01:28

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hæ ertu bloggari?

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.4.2008 kl. 01:35

4 Smámynd: Hulla Dan

 hehehe. ég geri mikid af tessu.

Hulla Dan, 16.4.2008 kl. 02:51

5 Smámynd: Tiger

Hahaha ... alveg brilljant færsla hjá þér Jenný. Svo mikið þú hérna og dæmin sem þú nefnir þarna eru alveg stórkostleg. Þetta er svo mikið mikið til í daglegri flóru að svona spurningar fljúga frá fólki sem greinilega hefur varla fasta skrúfu - eða þannig. Reyndar hef ég sjálfur bæði lent í að spyrja svona heimskulegra spurninga um eitthvað sem algerlega lá ljóst fyrir - og að fá svona spurningar líka.

Málið er náttúrulega líka að maður er stundum svo hrikalega fljótur á sér og veður áfram án þess að hugsa, og útkoman - ja - stundum mjög skondin og skæld. Knús á þig Jenný mín og eigðu yndislega nótt sem og frábæran dag á morgun.

Tiger, 16.4.2008 kl. 04:48

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Snilld!

Óskar Arnórsson, 16.4.2008 kl. 05:34

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag Jenný, varstu að skrifa þetta ? Góð að venju !

Jónína Dúadóttir, 16.4.2008 kl. 07:11

8 Smámynd: Linda litla

SNilldarafærsla hjá þér eins og vanalega Jenný.

Hér er eitt:

Síminn hringir um miðja nótt, ég blóta símanum í sand og ösku og svara HALLÓ (geðill). Þá er sagt, "hæ, fyrirgefðu var ég að vekja þig ??" Þá svara ég brjáluð " Nei, ég var að skúra" !!!!! AUðvitað var verið að vekja mig.

Linda litla, 16.4.2008 kl. 07:56

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

haha, ég átti líka þessa bók, hvað ætli hafi orðið af henni :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.4.2008 kl. 08:00

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hildigunnur: Mannstu; Tveir menn að sökkva í kviksyndi og annar spyr; Is it a quicksand? og hinn: No it´s a slow sand are you in a hurry?  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2008 kl. 08:24

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð öll jafn klikkuð og ég, þess vegna lesið þið hérna.  Eruð þið vöknuð? Kast.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2008 kl. 08:26

12 identicon

Hvaða, hvaða. Maður kemur í fyrir rest í heimsókn, og þá er því slengt framan í mann, eins og úldnu ýsuflaki, að maður sé kolklikkaður.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 08:42

13 identicon

 Daginn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 09:03

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

...hvar hefurðu verið allt mitt líf...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.4.2008 kl. 09:09

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rosalega er mikið til í þessu, og ég held að ég hafi upplifað flest af þessu, það eru þessir litlu hlutir sem maður tekur ekki eftir nema þegar manni er bent á þá

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2008 kl. 09:27

16 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hehehe snilld

Svanhildur Karlsdóttir, 16.4.2008 kl. 09:30

17 Smámynd: Ragnheiður

Einn þrammaði inn í vinnuna mína um daginn og mætti öðrum sem spurði ; ertu kominn?

Hinn horfði á hann og sagði ; Nei !

Eigðu góðan dag ...knús...í fjallahéruð.

Ragnheiður , 16.4.2008 kl. 09:48

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahah og samt spyr maður áfram.........

Knús á þig kjéddlingin mín

Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 10:33

19 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 kast

vil samt benda á að ef þú hengir þig í treflinum í forstofunni ferðu ekki langt eftir það. Nema kannski í anda

Jóna Á. Gísladóttir, 16.4.2008 kl. 12:31

20 Smámynd: Ibba Sig.

OMG, OMG, Snappy answers to stupid questions, ég átti þá bók líka. Held ég hafi keypt hana á flugvelli í útlöndum fyrir svakalega mörgum árum og skemmti  mér konunglega yfir henni.

Ibba Sig., 16.4.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband