Leita í fréttum mbl.is

Eftir djúpan disk

 

Mér þykir gaman að sletta á blogginu.  Bloggið er talmál að mínu mati, og það má alveg fara frjálslega með texta.  Þess vegna er bara liff í því að nota alls kyns orðskrípi, afbakanir og útlenskur í bland.  Þetta geri ég óspart þegar þannig liggur á mér.

En...

hvaðan kemur þetta "heilt yfir" tal út um allt?  Notað í fullri alvöru meira að segja?  Í sjónvarpi, útvarpi og á bloggi.  "Svona heilt yfir"?  Þetta er svo snubbótt.  Eitthvað sænsk eða danskt heyrist mér.  Över det hela taget.  Hm.. er ekkert betra til?

Má ég þá heldur biðja um smá Bibbísku hérna.

Ég hef þekkt þær nokkrar í gegnum tíðina og þær eru yndi.

Ein kom aldrei á staðinn fyrr en eftir djúpan disk.

Önnur var með paník í loftinu og parker á gólfinu.

Sú þriðja gekk sig reglulega upp að eyrum og hún bað mig stundum að koma með sér í konvoj niður Laugaveginn.

Bara krúttlegt svona heilt yfirW00t

Hm....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Er þetta ekki bara "term" úr ensku... allavega getur maður "svona heilt yfir" alltaf sett "over all" í staðinn... fjölmiðlarnir og allir þessir jakkalakkar eru náttúrulega að reyna að tala íslensku, svo það sé pottþétt að engi skilji hvað þeir segja, afþví að þeir vita það ekki einu sinni sjálfir... 

"skortstaða"....anyone?....

Signý, 15.4.2008 kl. 18:26

2 Smámynd: M

Ræð sjálfri mér frá því að leggja orð í pung hér

M, 15.4.2008 kl. 19:05

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:27

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ferlega ertu eitthvað dúbíus !  ...Naga mig í handakrikana yfir svona málfari - og svo finnstmér að fólk eigi ekki að sletta skyri úr glerhúsi!  

Já - betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti, svei mér þá!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.4.2008 kl. 19:33

5 Smámynd: Linda litla

HA HA HA HA frábær færsla og frábær komment.

Linda litla, 15.4.2008 kl. 20:10

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Orðið "teimi" er alveg að rúnka mér í rimini, má ekki nota flokkur eða lið.  Skondin pæling.  Thank You

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 20:11

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Eva Benjamínsdóttir, 15.4.2008 kl. 20:36

8 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

 þú ert þokkaleg bara.

Gunnar Gunnarsson, 15.4.2008 kl. 20:51

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Loksins kom eitthvað af viti frá þér. Tók mig marga mánuði að skilja málið þitt en þegar ég komst inn í þessa óróans vitleysu fannst mér bara gaman að þurfa að ,,pæla" í málfarinu.   Veistu hann Þráinn bölsóttaðist þvílíkt yfir þessu hér í vetur en ég bara lét það focking fjúka inn um annað og út um hitt.

En í alvöru, við sem erum soddan útlendingar erum að reyna eftir fremsta megi að halda í þetta blessaða móðurmál okkar og nú er bannað með lögum að blóta á íslensku eða öðrum tungumálum á þessu heimili á meðan ungviðið er hér innandyra.  Maður fær bara útrás þegar liðið kveður. 

Jenný í öllum bænum haltu þínum stíl, mér finnst hann cool.

Ía Jóhannsdóttir, 15.4.2008 kl. 20:58

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Bibbur þessa lands sameinist.

Helga Magnúsdóttir, 15.4.2008 kl. 21:29

11 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Góð Eg ríð rækjum heima hjá mér.

Eyrún Gísladóttir, 15.4.2008 kl. 21:40

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég er samt á því að mér finnst alltaf best að vera á skíðum út í "Guðs grænni náttúrunni".

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.4.2008 kl. 22:33

13 identicon

Hahaha, þú ert sannkölluð Bibba stundum.  Ég held að ég haldi mig bara við spliff donk og gengju.  Takk fyrir

Guðrún B. (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:50

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 15.4.2008 kl. 23:05

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl Jenný góð!

Ónefndur íþ´rottafréttamaður notar og hefur notað einmitt annan svona orðalepp í tíma og ótíma, sem nokkurn vegin getur komið í staðin, þ.e. "Þegar allt kemur til alls"!Eiginlega alveg sama merkingin og í "heilt yfir"!

Núnú, vinkellur þínar gefa annars færi á sér he´rna,eins og þú stundum reyndar líka!

"Blautar" eru býsna hér,

bloggsinsrellurnar.

Ríða bæði og runka sér,

ræfilskellurnar!

Neinei, ekki skamma mig, þær!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.4.2008 kl. 23:13

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þegar dagurinn er  að kveldi kominn og allt  er sagt og gert og  biðin er loks á enda og öll kurl til grafar komin  og komið er að uppgjörinu og spurt er að leikslokum, finnst mér þetta yfirleitt í heildina afar klént.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.4.2008 kl. 23:43

17 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þótt það sé svo sem vel hugsanlegt að 'heilt yfir' sé notað vegna áhrifa frá ensku (over all) eins og Signý stingur uppá, þá þykir mér það fremur ólíklegt, einfaldlega vegna þess  að ég er ekki viss um að  það sé svo mikið notað í enskunni. Alla vega verð ég mjög lítið vör við notkun þess í máli enskumælandi og hef þú búið í enskumælandi landi í bráðum níu ár. En ég hef reyndar ekki hugmynd um hvar Íslendingar eru að nota þetta 'heilt yfir'.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.4.2008 kl. 23:48

18 Smámynd: Karl Tómasson

Hvenær verður aðalfundur Hlandvarna?

Er ekki að verða orðið liðið ár frá stofnun?

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 15.4.2008 kl. 23:54

19 Smámynd: Tiger

Skondin færsla hér hjá þér. Ég hef reyndar aldrei verið duglegur að skæla eða stæla orðin og reyni alltaf að skrifa bara eins rétt og ég mögulega get - en mér finnst óendanlega gaman að lesa skæld og stæld orð með slettum séu þær skemmtilega notaðar og í samhengi. Það er einmitt það sem þú gerir svo skemmtilega og vel - svo skemmtilega að maður getur ekki annað en haft hrikalega gaman af. Enda frábær penni og skemmtilegur pislahöfundur hér á ferð Jenný mín. Knús og klemmerí á þig ljúfust.

Tiger, 16.4.2008 kl. 04:55

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð frábær, ég er í kasti hérna.

Magnús Geir: Þú ert snillingur. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2008 kl. 08:37

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er örugglega ein skemmtilegasta færsla og svör ever, ég ligg hér í kasti  Bít í öxlina á mér og bölva í hljóði.  Ligg á fjórum hnjám og veltist um af hlátri

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2008 kl. 09:32

22 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þegar ég var krakki og var að stauta mig í gegnum bókahillurnar hans pabba rakst ég á gamla bók um læknisfræði fyrir almenning. Kaflaheitin voru undarleg: "Bakverkur yfir höfuð", "Fótamein yfir höfuð" og meira að segja "Höfuðverkur yfir höfuð"! Þetta olli mér miklum heilabrotum.

Ef bókin hefði verið gefin út fyrir fimm árum hefðu kaflarnir líklega heitið: "Almennt um bakverk", "Almennt um fótamein" o.s.frv., en núna væri yfirskriftin örugglega "Bakverkur, svona heilt yfir"

Ekkert að gera í þessu nema kasta sér í næsta vegg, mín kæra.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 16.4.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband