Leita í fréttum mbl.is

Með attitjúd

Hún Brynja vinkona mín og sam-amma á afmæli í dag (sunnudag).  Til hamingju elsku dúllan mín.  Það er svo bara bónus á herlegheitin, að hún er á leiðinni til London, til að hitta barnabarnið okkar hann Oliver og þá tekur hún eins og venjulega grilljón myndir af prinsinum fyrir ömmuna sem heima situr.  Konan bjargar lífi mínu vegna þess að dóttir mín (já þessi á myndinni) hún Maysa og Robbinn eru með myndavélalatari fólki.  Myndavélin sem þau fengu í jólagjöf hefur verið óhlaðin í einhverja mánuði.  Sennilega síðan þau fengu hana.  Arg.

Ég hef verið með hangandi haus í allan dag, algjörlega orkulaus.  Ég er alveg að horfast í augu við að ég er, samkvæmt kjarnyrtri vinkonu minni, letipíka, svokölluð.  Ekki fallegt.  En ok, það er skárra að verða letipíka eftir að hafa verið ofvirk mest alla ævina,  ég hefði ekki viljað byrja á letidæminu.  Þá ætti ég kannski ekki þrjár stelpur, marga eiginmenn (ekki alla í einu samt) og alls kyns hluti sem ég hef tekið mér fyrir hendur.  Hm...

Ég ætla að verða gömul kona með attitjúd.  Enn er ég ekki orðin one bad mama, er of ung til þess enn, en það kemur að því.  Ég held að margir gangi út frá því sem vísu að gamalt fólk sé allt eins, skaplausar geðluðrur með engin sérkenni.

Trúið mér, það verður enginn lognsjór í kringum undirritaða á elló.

image001

Farin að lúlla.

Og Brynja mín, góða ferð og ég hringi svo.

Nigthy.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Stundum á ég það til að pirrast smá þegar fólk er að flokka allt eldra fólk í kassa - alla eins. Eins og eldra fólk hætti að vera karakterar með sérkenni og hætti að vera manneskjur sem takandi er mark á. 

Marta B Helgadóttir, 13.4.2008 kl. 01:11

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

margir eigimenn.....er það fjölmenni?  Ég vinn með gamalt fólk. Það verður ekki allt sett í sama kassann.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.4.2008 kl. 01:22

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

En stelpur þannig er það oft sem eldra fólk er afgreitt, eins og það sé allt eins.

Góða nótt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2008 kl. 01:58

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ójá, það er sko, svo sannarlega satt,  að eldra fólk, er allt sett undir einn hatt,  og allir sagðir eins.  -  En það eina sem við eigum sameiginlegt,  er, að við erum eldri, en þeir, sem yngri eru. -  Góða nótt.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.4.2008 kl. 02:37

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Thú ert frábær pistlarnir thinir gera daginn minn gladari. Vonandi færdu grút af myndum af lille spillemann,hann er bara fallegur drengurinn sá góda helgarrest..

María Guðmundsdóttir, 13.4.2008 kl. 07:04

6 Smámynd: Ragnheiður

ég hef oft spáð í það þegar maður hefur átt marga kalla (já ekki alla í einu) og deyr, hjá hvaða kalli á að grafa mann ? Er hægt að panta fjöldgröf ?

Annars góð, er að bíða eftir Jónu

Ragnheiður , 13.4.2008 kl. 07:55

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góðan daginn á átakasvæðið.

Góð pæling hjá Röggu Þetta er verðugt vandamál

Hrönn Sigurðardóttir, 13.4.2008 kl. 08:44

8 Smámynd: Jóhann Frímann Traustason

Gaman að sjá hvað þú ert hrifinn af henni Brynju .þú kemur alltaf með fréttir af henni ,hvað er hún gömul í dag.? Er þetta ekki einstaklingsbundið með aldur,ég held það'?

Jóhann Frímann Traustason, 13.4.2008 kl. 13:43

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Bryyyyyyyyyyyyyyyyyynjaaaaaaaaaaaaaaa til haaaaaaaaaaaaaamiiiiiiiingjuuuuuuuuuuuu með ammmmmmmmmæliiiiið

Jenný mín takk fyrir að rétta mér náttúrulega vinnuheitið mitt upp í hendurnar á mér hehe Letipíka...

Jóna Á. Gísladóttir, 13.4.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband