Sunnudagur, 6. apríl 2008
Bloggið mitt er ekki klósett
Stundum kemur fólk inn á síðuna mína (og annarra líka ó já) sem er með andlega hægðartregðu á háu stigi. Oftar en ekki er þetta nafnlaust fólk, og það kemur og reynir að losa um meltingartruflanirnar inni í kommentakerfinu.
Ég loka á þá. Amk þá sem eru hvað óuppdregnastir. Ekki málið.
Svo er einn og einn bloggari sem hægir sér á síðuna mína. Það er ekki fallega gert.
En þetta gerist sem betur fer afar sjaldan og er alls ekkert að trufla mig þannig lagað sé.
En það sem varð tilefni til bloggskrifa um ritsubbur, svona almennt, er að ég furða mig alltaf á því hvað fólk er að vilja inn á blogg sem fer í taugarnar á því. Afhverju er fólk að lesa sér til pirrings og ógleði? Ég hreinlega botna ekkert í því.
Það toppar svo allt þegar viðkomandi pirringsfólk laumar inn eitraðri athugasemd, sem hefur ekkert með innihald færslunnar að gera og þá verð ég miður mín af vorkunnsemi með viðkomandi.
Af hverju er fólk að gera sér lífið svona erfitt?
Komið til mín elsku dúlludúskarnir mínir og ég skal gefa yður laxerolíu.
Þetta langaði mig að setja fram sem fyrirbyggjandi aðgerðir.
Bloggið mitt er ekki klósett.
Ég er farin að horfa á Presley tónleika.
Hann var kjút áður en hann hætti að vera það.
Allir út að k....
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Halloki, Lífstíll, Vefurinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
"Komið til mín elsku dúlludúskarnir mínir og ég skal gefa yður laxerolíu"
Þú ert svo mikill húmoristi, ég ligg hérna í hláturskasti.
Linda litla, 6.4.2008 kl. 21:32
Ægir: Hversu rosalega vitlaust fórst þú framúr í morgun ljúfurinn? Hvers vegna í ósköpunu er það að bögga þig þó bloggvinir Jennýar séu henni sammála eða ekki? Veistu, það er virkilega dásamlegt að eiga stóran hóp af góðum bloggvinum því margir þeirra eru sannarlega sammála manni í mörgu - en líka mjög margir sem eru manni ekki sammála! Það er þó engin ástæða til að sleppa knúsi og keleríi þó maður sé ekki alltaf sammála öllu sem bloggvinir manns skrifa..
Jenný er sko ekki í neinu skjóli, hún er ýtin og ákveðin - kaldhæðin og þrusu fyndin stúlka sem gaman er að lesa og frábært er að vera sammála, en það er líka nokkuð skondið ef maður er ekki sammála henni - hún knúsar mann samt!
Ægir, prufaðu að knúsa bloggvini þína öðru hvoru - ég er viss um að þú átt eftir að njóta þess virkilega vel og taktu bara eftir því hve mikið af knúsi þú færð til baka þegar þú byrjar. Gott knús á dag kemur skapinu í lag. Hugsaðu þér, ég er viss um að margir þínir bloggvinir bíða eftir þínu knúsi strákpjakkur! Knús á þig Ægir.
Jenný mín - stórt og fallegt knús á þig ljúfust og þakka fyrir hnyttið og töff blogg! *knúserí*.
Tiger, 6.4.2008 kl. 22:07
Ég er að springa af hlátri elsku Jenný mín mér fannst þetta svo fyndið mikið ertu orðheppinn .
Svo ertu svo mikið krútt
Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2008 kl. 22:10
Sumir virðast alla vega eiga eitthvað extra erfitt í dag, ég vissi ekki að svört föt og göngutúr væri pólitík en ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Huld S. Ringsted, 6.4.2008 kl. 22:14
hahahahaha þú ert öll í þeim óæðri... eða æðri eins og Anna Karen vill meina. Og svo ætlar þetta að verða knúsukommentapakki hér. Knúsírúsímúsí músss gússí gúss snúllurassagatarófan mín
Jóna Á. Gísladóttir, 6.4.2008 kl. 22:14
copy paste frá Jónu færslu, við erum hvort eð er alltaf sammála
Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 22:19
Andleg hægðatregða hahahahahahahahaha.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 22:47
Ægir: Ég veit ekki hversu oft þú hefur rekist hérna inn, en hér eru ansi fjörlegar umræður reglulega. Um pólitík auðvitað. Og stundum bloggar maður um ekki neitt. Eins og gengur. Hér er enginn boðflenna nema þeir sem kunna sig ekki.
Jóna: Ég er öll í óæðri helmingnum í dag og svo er það frá.
Huld: Það er pólitískt statement að vera í svörtu. Muhahahaha
Takk öll fyrir komment.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 23:02
Jenný, að vanda er ég náttúrlega ósammála, en veit ekkert um hvað eða af hverju.
Skeina Steina, takk..
Steingrímur Helgason, 6.4.2008 kl. 23:11
Þú kant að koma fyrir þig orði, það er á hreinu.
Sigrún Jónsdóttir, 6.4.2008 kl. 23:33
Einhversstaðar þurfa pirraðir að blása. Skemmtilegt hvernig þú afgreiðir þá.
Jens Guð, 7.4.2008 kl. 00:12
Hmmm ... mér finnst dásamlegt þegar besservisserar koma inn á síðuna mína lesa lauslega frábæru, æðislegu, ódauðlegu færslurnar mínar, vita ekkert hvað er í gangi og skammast svo yfir sjónvarpsglápi mínu kannski akkúrat þegar ég er að nöldra yfir því að ekkert sé í sjónvarpinu. Eða þannig. Megi ódannaðir leiðindapúkar halda sig á sínum eigin síðum ef þeir hafa ekkert gáfulegt fram að færa. Hver segir að allir þurfi alltaf að vera sammála? Takk fyrir að benda á Spaugstofuna í gær, ég horfði á Netinu og var SAMMÁLA, flottur þáttur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.4.2008 kl. 00:29
Vel orðuð grein hjá þér Jenný.
Emma Vilhjálmsdóttir, 7.4.2008 kl. 01:26
Góð fyrirsögn! Er of reiður til að kommentera eitthvað sem passar..sorry..en takk fyrir góðan pistil..
Óskar Arnórsson, 7.4.2008 kl. 02:32
Gódur punktur og má tileinka øllum i bloggheimum, madur bara fer EKKI á toilettid á annarra manna bloggsídum bara møkkfyndin Jenní og bara jákvætt ad vera sammála thér "KNÚS KNÚS KNÚS"
María Guðmundsdóttir, 7.4.2008 kl. 06:48
FFFRRRRÁÁÁÁBBBBÆÆÆÆRRRRTTTTTT eins og alltaf
Helga skjol, 7.4.2008 kl. 07:00
Nú er fjör! Fullt af knúsí, púsí, fúsí á þig Jenný mín. Stórt knús á Ægir líka bara svona í forbyfarten.
Bros og bjartar kveðjur í byrjun farsælar viku.
Ía Jóhannsdóttir, 7.4.2008 kl. 07:56
Jenný, mér finnst þú alveg mergjaður penni, kemur mér í gott skap og bjargar deginum. Alveg er ég hjartanlega sammála að fólk á að sleppa því að kommenta leiðinlega og nota kamarinn í staðinnÞú ert flottust.
þórdís (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 08:40
Hef nú ansi oft verið ósammála hér á þessu toiletti, og verð að vera ósammála Zteingrími um að vera ósammála Jenný og eða jafnvel sammála Ægi um að vera ósammála honum.
Þröstur Unnar, 7.4.2008 kl. 08:47
Hér er fjör gaman að lesa alltaf hægt að hlægja hehehe
Flottur WC pistill Jenný...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.4.2008 kl. 10:10
Takk fyrir skemmtileg innlegg í umræðuna. Auðvitað er óþolandi að fólk sé að hella úr sínum persónulega hlandkoppi yfir mann.
Njótið dagsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2008 kl. 10:18
Bloggsóðar koma sér sjálfum út í horn. Það er alveg hægt að láta smella í svipunni þannig að aurinn komi ekki með. En stundum eru menn á grensunni. Hefðurðu bútað á Ólaf Ragnar ef hann hefði skrifað um "skítlegt eðli" DO ?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 10:20
Hahaha, frábærlega orðað hjá þér og skemmtilegt að lesa!
Það er sko í fínu lagi að vera ósammála og segja það á málefnalegan hátt, en ef fólk er að kommentera bara til að vera með skítkast..... já, er þá ekki bara eitthvað að hjá því??
Lilja G. Bolladóttir, 7.4.2008 kl. 10:28
Frábær lesning,gefðu þeim tvöfaldan skammt
Knús á þig góði penni
Kristín Gunnarsdóttir, 7.4.2008 kl. 10:32
Bloggsóðar eru óþolandi. Það á bara að loka á þá miskunnarlaust.
Skoðanaskipti geta verið skemmtileg, þó fólk sé ekki sammála. En sumir skilja það bara ekki að eitt er að vera ósammála - annað að sóða og subba allt út með andstyggilegheitum. Þeir sem það gera eiga bara ekki að komast inn á bloggsíður.
Hafðu það gott Jenný mín.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.4.2008 kl. 14:44
Þetta er svona eins og fólk sem kvartar yfir leiðinlegum þáttum í sjónvarpi en horfir svo alltaf á þá.
Halla Rut , 7.4.2008 kl. 22:32
.....mamma ég er búin !!!!!!!!!!!!!!!!!
Marta B Helgadóttir, 8.4.2008 kl. 13:21
besta klósettið í bænum
knús til þín skemmtilegust
Marta B Helgadóttir, 8.4.2008 kl. 13:22
andleg hægðatregða segirðu. oft finnst mér það líkara andlegum niðurgangi
Brjánn Guðjónsson, 8.4.2008 kl. 17:20
knúsi knúsi brúsi prús
knúsi lúsi músi
kelirófu knúsi lús
knúsi pútti húsi
Svala Erlendsdóttir, 8.4.2008 kl. 18:25
Hvernig gat ég misst af þessari færslu í gær - Jú, ég var eitthvað voðalega bissý - as usual - þessa dagana - mikið verð ég fegin þegar ég get farið að taka elmennilega bloggrúnta. Jenný - þú ert algjörlega óborganlega fyndin - eiginlega alltaf. Kem bráður til byggða. En þú þarft ekki að þrífa þúveisthvað - ég er ekki soleisis. Knús
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.