Sunnudagur, 6. apríl 2008
Helvítið hann Bördí Jennýjarson
Ég hef áður bloggað um Bördí Jennýjarson. Bördí er gári og hann tilheyrir Jenný Unu, en við keyptum hann handa henni í fyrra svo hún gæti átt sitt eigið gæludýr.
Hm..
Bördí stundar ennþá lausagöngu upp á bókaskápunum. Hann hafði tekið undir sig bók Einars Más, Bítlaávarpið, sem ég hafði skutlað upp á skápinn af því ég varð fyrir vonbrigðum með bölvaða bókina. En svo kom sú nýjasta. Einari Má var snarlega fyrirgefið og Bítlaávarp tekið undan fugli og Valdatafl í Valhöll, fórnað undir fuglskrattann. Loksins kom sú vesæla bók að gagni. Ég veit ég á ekki að blóta þessu eðalkvikindi honum Bördí, en hann er að gera mig stjórnlaust geðveika, ég sver það.
Bördí er með skoðanir og attitjúd. Hann vill vera laus, hann fer í búrið til að borða, annars er hann með stofuna sem leikvang og hann hlýðir engu. Hann á sín móment, fuglinn, eins og í gær þegar húsband var að spila ljúfa menúetta á gítarinn sinn, þá dansaði hann og söng í rosalegum fíling, allur púffaður af hamingju.
Bördí elskar að fara í bað. Nú má ég ekki skrúfa frá krana öðruvísi en að hann gargi frekjulega og það ískrar rosalega í þessum litla kroppi og fer inn í merg og bein.
Og hann er fálátur við mig. Elskar húsband og Jennýju. Fer að syngja þegar þau koma inn úr dyrunum. Stundum öskrar hann af frekju ef Jenný sinnir honum ekki og þá segir blessað barnið: "Bíddu Bördí minn, ég er aeins að horfa á sjónvartið". Fuglræksnið sinnir því engu.
Nú í þessum skrifuðu orðum ískrar í honum eins og ryðguðum hjörum. Hann flýgur í hringi yfir hausnum á mér og ég veit að hann er með kröfur um eitthvað. Ég læt sem ég sjái hann ekki, þrátt fyrir að taugakerfið sé eins og fakírabretti og það geysi morðfár innra með mér.
Ég hélt einu sinni að ég réði mér sjálf og heimilinu í samvinnu við hitt eintakið af Homo Sapiens sem er með skráð lögheimili hér á bæ.
Svona getur maður verið vitlaus. Hér ríkir fjandsamlegt einræði fugls, sem er ponsulítill blár og púffaður dúskur.
Svo mikið krútt en ég gæti dre... hann!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spil og leikir, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þið eruð greinilega allt of mikið saman Maður getur orðið alveg vittlaus ef maður er of mikið með sama aðila.... ekki hægt að segja sömu manneskju í þessu tilfelli En hann er algjört krúttarapútt þessi Bördí
Svala Erlendsdóttir, 6.4.2008 kl. 12:37
Hehehe ...Bördí með heimilisyfirráð ..
Ragnheiður , 6.4.2008 kl. 12:40
Ég myndi fríka út að hafa svona fugl flögrandi og gargandi í kringum mig! Tilhugsunin ein fær mig til að hrylla mig og gnísta tönnum. Gæti tengst minningu úr æsku þegar dúfa skeit á hausinn á mér, en við skulum orða það pent og segja að ég sé "lítið fyrir" fiðurfé.
Hugarfluga, 6.4.2008 kl. 12:45
Hehehe kannast við svona þegar heimilisdýrin þykjast ráða
Svanhildur Karlsdóttir, 6.4.2008 kl. 13:11
Ómæómæ... slíkur fiðurfénaður myndi nú ekki eiga langa ljúfa lífdaga á mínu heimili. Fyrir það fyrsta er ég ekki hrifinn af svona löguðu nema á grillið - eða á myndum eins og á myndum hjá Maddy. Svo til að kóróna málið er ég með heljar mikið læðugrey sem sannarlega lítur svona gæludýr sömu augum og húsbóndi hennar, á grillið meðann! Ég segi það, ég yrði óður af leiðindum ef ég þyrfti að hlusta á skríki og skræki í fugli daglangt.. sennilega væri ég þó á róandi eða já, hreinlega búinn að eta kvekendið.. Knús á þig Jenný mín, og láttu bara vaða í síðustu setninguna þína.. not! :)
Tiger, 6.4.2008 kl. 13:15
Hann er athyglissjúkur litla skinnið. Eigðu góðan dag Jenný mín
Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2008 kl. 13:15
... eða fá sér kött
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 13:54
Hahahahaha Jenný þú ert snilli.
Ég hélt einu sinni að ég réði mér sjálf og heimilinu í samvinnu við hitt eintakið af Homo Sapiens sem er með skráð lögheimili hér á bæ.
Svona getur maður verið vitlaus. Hér ríkir fjandsamlegt einræði fugls, sem er ponsulítill blár og púffaður dúskur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2008 kl. 13:57
Heheheh yndisleg færsla.
Ég sé þetta algjörlega í anda, púffaður fugl með "VÖLD"
Takk fyrir síkretið Jennsan mín, þetta virkaði .. æ gott þe hás.
Smjúts frá Færeyjum.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 15:06
Það er greinilegt að nú er hann búin að tileinka sér "Valdatafl í Valhöll" og heldur sig einráðan eins og þar tíðkas, og sést best í gerræðislegri hegðun hans, við virðulegar konur. Kipptu undan honum bókinni og settu bók HHG undir hann með myndinni upp, í staðinn, og segðu honum bara að svona verði hann, ef hann haldi áfram, að lítilsvirða allt sem öðrum er heilagt, með þessu hjáróma gargi sínu, hann muni bara enda sem lítið uppstoppað kerlingarræksni inn í skáp.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.4.2008 kl. 16:47
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 17:57
Ég þekki þetta svooooo vel. Þ.e.a.s. litla púffaða dúska sem öllu ráða. Hef átt þá nokkra. Og ég er ekki að tala um Bretann. Hef átt eina 6 gauka um ævina og elskaði þá alla út af lífinu. Og þeir voru hver öðrum frekari og ráðríkari.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.4.2008 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.