Föstudagur, 4. apríl 2008
Illa hamingjusamur alki
Á hverjum degi þarf ég að kljást við brestina mína. Þeir hverfa ekki þó ég sé edrú, amk ekki allir.
Það sem reynist mér erfiðast og hefur verið að bögga mig lengi, er frestunaráráttan. Ég hef þjáðst af þessum fjanda ansi lengi og ekki lagaðist það í neyslunni, þar blómstraði kvikindið. En vegna þess að ég var meira og minna maríneruð þá sló ég á frest. Svo komu fráhvörfin og þá var hvert einasta smáviðvik nánast óframkvæmanlegt. Svo vökvaði ég lífsblómið til að losna við spennuna og vítahringurinn hélt áfram að rúlla.
Og enn er ég að kljást við þetta. Sem er tilbreyting í sjálfu sér, því áður lét ég hlutina bara gossa. Ég fresta reyndar ennþá, en bara um dag eða nokkra (já ég er ekki fullkomin), en ég geng í málin á endanum og upplifi þvílíkan létti á eftir, að það er lyginni líkast. Og ég er ekki að tala um einhver stórmál endilega. Bara þessar venjulegu útréttingar í lífinu.
En ég hef svo sem fleiri bresti að berjast við en frestunaráráttuna og mér dettur ekki í hug að blogga um þá að svo komnu máli.
Einn brestur má vera og ég ætla að hlú að honum
Og þó..
Er hvatvísi neikvæð? Já, flestum finnst það. Ég er hvatvís og ég elska hvatvísina nema þegar hún kemur mér í bobba. Ég bregst við hlutum með tilfinningunum. Það er ekki alltaf til góðs en þá er að fara og biðjast afsökunar og ég er ágæt í því. En oftast er ég ánægð með mín flautaþyrilshátt, en það er nokkuð ljóst að ég myndi aldrei rekast í pólitík. Sé fyrir mér gusurnar bara og blæðandi hjörtu.
Jájá, það er að koma helgi. Verkefni dagsins (fyrir utan þessi venjulegu) komið á hreint. Léttirinn talsverður og nú ætla ég að njóta lífsins. Ég reyndar geri ekki annað þessa dagana en að hafa gaman af lífinu, nema þegar ruglið í þjóðfélaginu keyrir um þverbak.
Ég er illa hamingjusöm
Later og úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Snúra, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986841
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
ég er búin að vera í frestunargír í dag en það gengur bara ekki upp lengur. Verð að hendast í að gera ákveðna hluti í dag. Nú verður ekki málum frestað lengur
Þekkirðu þennan ?
Ragnheiður , 4.4.2008 kl. 12:16
Búin að sjá. Ég er arfabrjáluð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2008 kl. 12:18
Ég er enn á náttfötunum svo ég er ekki enn farin að skapa nein vandræði, verð að drífa mig út, hafðu það gott um helgina elsku Jenný
Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 12:27
Eins og allt skemmtilegt fólk ertu soldið klikkuð eskan. Ekkert nema gott um það að segja
Ég er með frestunaráráttu á háu stigi.
Jóna Á. Gísladóttir, 4.4.2008 kl. 12:29
Hvatvísi er ekkert slæm maður getur oft komið heilmiklu í verk og verið bara fjandi skemtilegur en auðvitað getur hún komið manni annaðslagið í bobba en það gerist nú líka fyrir ofur rólega fólkið þannig að bara go girl.
Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:43
Knús
Svanhildur Karlsdóttir, 4.4.2008 kl. 12:46
Æ, ég sem ætlaði að þurra af í dag...mmm kannski á morgun. Hver fékk þrifæði af bloggurum. Hann má taka æði heima hjá mér. Flug í boði.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 13:00
Þoli illa, eins og þú segir um hamingjuna þína, frestanir.
Það sem á að gera skal gert NÚNA.
Þröstur Unnar, 4.4.2008 kl. 13:04
Ég er haldin þessari frestunaráráttu, það er svo gaman þegar maður klárar loksins það sem átti að gerast fyrir viku
Gísli ég skal borga með þér flugið ef viðkomandi kemur heim til mín líka
Huld S. Ringsted, 4.4.2008 kl. 13:14
Hafðu ljúfa helgi Jenný mín
Brynja skordal, 4.4.2008 kl. 13:22
Er það ekki frestunarárátta dauðans þegar föt af dóttur minni fyrir 5 ára er enn í skápunum ? Hún er rúmlega 12 ára
M, 4.4.2008 kl. 14:25
Þú ert æðisleg og sönn í þínum brestum. Gott dæmi um það er að þú frestaðir öllum skrifum um frestunaráráttu. Ég er raunar með flesta þessa galla og áráttur sem þú nefnir þó ég sé ekki alki.
Bestu kveðjur að vestan
Hr. Matthildur
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 4.4.2008 kl. 14:39
Brestir eru góðir. Þeir koma í veg fyrir að við séum fullkomin.
Það þolir engin fullkomið fólk
Eftir les mín hér álít ég að þú gætir ekki verið flottari, ekki einu sinni þó þú mundir blóta minna
Góða helgi á þig og þína. Kveðja frá DK
Hulla Dan, 4.4.2008 kl. 14:56
Á árunum þegar ég var í 130-170 prósent vinnu (auk allrar ólaunuðu vinnunnar), hafði ég ekkert svigrúm fyrir frestunaráráttuna. Þurfti að nota svo vel þessi fáu korter sem ég hafði til að gera allt. En á seinni árum, eftir að hægjast fór um hjá mér, hef ég verið hrikalega illa haldin af frestunaráráttunni (ég veit ég hef annan hálftíma á morgunn). Ótrúlegt hvað ég get frestað því endalaust að takast á við hana.
Laufey B Waage, 4.4.2008 kl. 16:20
Bókin Á morgun segir sá lati hafi mikil áhrif á mína frestunaráráttu og núna er ég ekki nærri því eins illa haldin af henni. Þarna eru mörg góð ráð og maður sér að maður er ekki sá eini í heiminum sem lifir eftir máltækinu, illu er best skotið á frest!
Sigríður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 16:43
Yndisleg færsla. Þekki þetta alltof vel
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 17:14
Þú er dásamleg Jenný mín knús inn í helgina og láttu þér líða vel
Kristín Katla Árnadóttir, 4.4.2008 kl. 17:52
Hvatvísi, frumkraftur, fljótfærni, er bara smá krydd í tilveruna þó skelli kannski frekar á svona gerðu fólki. Það getur fyrirgefið öðrum og fær oftast fyrirgefningu. Ping-pong. Og besta fólk!
Jenný að allt öðru og þó, á ekki bara að skella sér í göngu á morgun? á nokkuð að fresta því frekar...one down...many to go. Annars ræður þú því ég ætla sko ekki að vera með neitt einelti á þig eða neinn. Það væri samt gaman að sjá þig dúlla. Góða helgi, knúskveðja eva
Eva Benjamínsdóttir, 4.4.2008 kl. 18:08
Frestunarárátta er eðlileg hjá fólki á okkar aldri. Líklega ágerist hún með víni eða öðru ólyfjan en við erum öll mannleg mundu það. Við gerumst þreytt og skiljum ekki af hverju, segjum við sjálfa okkur: Ég var ekki svona, hvað er að? Jenný mín slakaðu bara á, við erum ekki fertugar lengu það er málið. Sumir hafa fídonskraft endalaust aðrir ekki, það er bara málið.
Ég hef þessa frestunaráráttu, ætti að vera búin að gera þetta og hitt en orkan er bara ekki sú sama og fyrir tíu árum. Ég er líka með fullkomnunaráráttu og er líka rosalega hvatvís og fljótfær og læt út út mér stundum eitthvað sem mætti kyrrt liggja , en ég ræð bara ekkert við þetta svo fólk verður bara að taka því. Ég er líka góð í því að biljast afsökunnar, við erum bara eins og við erum af Guði gerð, ekki satt.
Góða og skemmtilega helgi Jenný mín.
Ía Jóhannsdóttir, 4.4.2008 kl. 18:40
"Guilty as charged" am I. Ég er líka haldin frestunaráráttu á ákveðnum sviðum, en líka hrikalega hvatvís á öðrum.. úps
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.4.2008 kl. 19:36
Hugarfluga, 4.4.2008 kl. 20:07
Ég er alltaf sæl og glöð þegar einhver getur komið í orð það sem ég hugsa. Þetta gefur mér meir en hægt er að ímynda sér. Það er eins og ég sé oftast hæfileikalaus þegar ég er les bloggið þitt.
Ég hef það ágætt í Köben, fór með elsta son minn í bæinn og keypti ein jakkaföt, skyrtu, belti, sokka og tvenna boli Mér fannst það ekki leiðinlegt.
Edda Agnarsdóttir, 4.4.2008 kl. 21:12
Frestunarárátta mín hefur einmitt náð hæstu hæðum eftir síðustu áramót. Og eins og þú segir, eru þetta engir stórhlutir sem þarf að hrinda í framkvæmd..... eitt og eitt símtal hér og þar, eða eitthvað smáræði sem þarf að koma fyrir í geymslunni, en á einhvern undarlegan hátt fer að verða eitt af stofuhúsgögnunum eftir smá tíma.
Eins pirrandi og þessi frestunarárátta er, þá tel ég hvatvísi mína mér til kosta. Hún hefur oft komið mér í óþægilegar aðstæður en samt oftar í mjög skemmtilegar!
Áfram, víð "ófullkomnu" konur
Lilja G. Bolladóttir, 4.4.2008 kl. 22:48
Frábær og skemmtileg að vanda.
Ég er líka með heilmikla frestunaráráttu, en bara í einkalífinu... Hef aldrei skilið hvað ég hinsvegar kem alltaf öllu í verk í starfinu. Þær eru mjög ólíkar Mörturnar, vinnumartan og martansjálf.
Knús inn í helgina til þín.
Marta B Helgadóttir, 4.4.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.