Leita í fréttum mbl.is

Andskotans dómskerfi

Hvað geta Íslenskar konur gert til að vernda sjálfa sig þar sem dómskerfið hefur brugðist okkur algjörlega, með dómum sem eru svo skammarlega lágir að það væri hlægilegt, ef líf kvenna lægi ekki beinlínis við.

Fyrir eftirfarandi fær maður 8 mánaða dóm og þarf að sitja 3 þeirra í fangelsi:

Að hafa að kvöldi miðvikudagsins 27. apríl 2005, ráðist á konuna í svefnherbergi íbúðarinnar og dregið hana á hárinu úr rúmi sem hún sat í og ítrekað slegið hana með krepptum hnefa þar sem hún lá í gólfinu, með þeim afleiðingum að hún hlaut eymsli í baki, hálsi og í hársverði og mar yfir vinstri rasskinn.

Að hafa laust eftir miðnætti mánudagsins 20. febrúar 2006 ruðst í heimildarleysi inn á heimili konunnar og gripið í hár hennar og haldið henni fastri á meðan hann sló hana hnefahöggum í andlit og í bak, og svo sparkað í fætur hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og rispur á enni, þreifieymsli yfir á höfði og hálsvöðvum,  marbletti á hægri öxl og upphandlegg, mar á brjóstkassa og þreifieymsli undir rifjum.

Að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 23. mars 2006 ruðst í heimildarleysi inn á heimili konunnar og í svefnherbergi íbúðarinnar ráðist á hana með hnefahöggum í öxl og andlit, dregið hana á hárinu og sparkað í hana, og svo gripið um hönd hennar og snúið upp á hana, allt með þeim afleiðingum að hún var margrispuð í andliti, bólgin yfir vinstra kinnbeini og með eymsli á höfði, hún hlaut marbletti og bólgur á brjóstkassa vinstra megin og marblett á vinstri upphandlegg.

Dómstólar landsins hafa gefið út veiðileyfi á konur í þessu landi.

Dómsvaldið á ekki í neinum erfiðleikum með að dæma menn í fangelsi fyrir allt frá lifrapylsustuld og uppúr.  Það er fyrst þegar kemur að ofbeldi gegn konum, hvort sem um nauðganir eða líkamlegt ofbeldi er að ræða, sem þeir lenda í erfiðleikum.

Ef við miðum við önnur brot, er þá ofannefndur dómur, fyrir það sem upp er talið, í einhverju samræmi við dóma á öðrum hegningarlagabrotum?

Ég er orðin vænisjúk kannski, en hvað þarf til, til að hrista upp í þessu karlæga andskotans dómskerfi áður en það kostar einhverja okkar lífið?

Ég legg til að við konur í þessu landi förum að hittast og ráða ráðum okkar.

Eins og ég hef sagt áður, þá eru þessir dómstólar ekki fyrir okkur.

Við erum annars flokks.

ARG


mbl.is Átta mánuðir fyrir ítrekaðar líkamsárásir gagnvart fyrrverandi eiginkonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já nákvæmlega..við erum í öðrum og þriðja flokki ásamt börnunum okkar.

FOJ!

Ragnheiður , 3.4.2008 kl. 18:03

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo við tölum nú ekki um blessuð börnin.  Ég hætti mér ekki þangað.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 18:09

3 identicon

Skal engin seigja mér að hún hafi ekki gert neitt... en þetta er safmt of langt gengið

Axel (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 18:22

4 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sjáið hérna á blogginu. 5 poweris. Samtök fárra en góðra sem vilja endurreysa íslenskt réttarkerfi. Verið velkomin á næsta fund, í Perlunni á laugardaginn 5. apríl kl. 14.00

Guðrún Magnea Helgadóttir, 3.4.2008 kl. 18:43

5 identicon

Argggggggggggggggggggg

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 18:51

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við þurfum að gera eitthvað róttækt.  Krefjast endurhæfingar dómara, og líka þeirra sem semja lögin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2008 kl. 19:07

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég get orðið brjáluð að lesa svona dóma....heyrði í útvarpi í dag að ef bílstjórar sem stóðu í mótmælum yrðu sóttir til saka þá vara lagaramminn þannig að það væri hægt að dæma þá í allt að 6 ára fangelsi!!!!!!,

 Stelpur við verðum að fara funda og ákveða aðgerðir í framhaldi af því  

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.4.2008 kl. 19:17

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég held að Axel sé alvara.. svei mér þá. Mér leikur forvitni á að vita hvað þessi kona hefði að hans mati, þurft að gera, til að verðskulda ofbeldið.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.4.2008 kl. 19:18

9 Smámynd: Tiger

Ég verð að segja að mér finnst þetta ekki eingöngu eiga við um konur heldur bara almennt dóma yfir höfuð. Það koma ætíð skrýtnari og skrýtnari niðurstöður úr hinum og þessum málum í ljós, ekkert frekar um konur en menn - eða börn eða hvað sem er. T.d. var skrítinn dómur sem féll um daginn gagnvart mönnunum sem réðust gegn laganna vörðum, engar konur þar en þeir voru sýknaðir - fáránlegt og ég er algerlega á því að það þarf að stokka upp dómskerfið - og löggjafann sjálfan í heild. Öðruvísi munu dómar ekki breytast gruna ég. Kannski þarf að breyta því líka að Sjálfstæðismenn séu ekki að fylla dómarastöður um allt með "MINNA HÆFUM" einstaklingum - í stað þess að ráða í dómarastöður vel metna og MIKLU MEIRA HÆFA einstaklinga. Kannski svona ráðningar séu einmitt að einhverjum hluta að kenna skrýtnar niðurstöður í hinu ýmsu dómum...

Tiger, 3.4.2008 kl. 19:20

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

ARG!! Þetta er óþolandi og gjörsamlega óásættanlegt, ég get alveg orðið vitlaus þegar ég les svona dóma, að ég tali nú ekki um brot gegn börnum

Huld S. Ringsted, 3.4.2008 kl. 19:29

11 Smámynd: Hulla Dan

Djöfulsins viðbjóður... Ég gæti gubbað  
Ég hef rosalega oft undrað mig á dómum sem eru að falla í svona málum (og eins þegar er brotið á börnum) menn eru að fá lægri dóm í þannig málum heldur en í peninga málum og ef einhver er nefbrotinn... Ekki að það sé gott.... En þetta er bara eitthvað sem ég er engan veginn að skilja...

Og til hamingju með mig  sem bloggvin

Hulla Dan, 3.4.2008 kl. 20:01

12 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Enn og aftur skammalegur dómur hjá íslenska "réttarkerfinu"  Já,það mætti halda að gefið hefði verið út veiðileyfi á konur  Ég vona að þú hafir það sem best..........vel snyrt og fín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 3.4.2008 kl. 20:22

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG heldu stundum að konur séu réttdræpar, fyrst misþyrmir einhver þeim og svo bætir dómskerfið ofaná með ömurlegum dómum. Stöndum saman systur, við erum manneskjur.      

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2008 kl. 21:10

14 identicon

Hvað getum við gert til að breyta þessum fáránlegu dómum. Ég er til í mótmæli, samtök, hvað sem er sem getur breytt þessu - arrrggg

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 22:09

15 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Hvernig væri að vörubílstjórar færu að mótmæla einhverju mikilvægu eins og þessu? Þeir gætu notað áfram sömu aðferð...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 3.4.2008 kl. 22:49

16 Smámynd: Linda litla

Ég verð alltaf reið þegar að ég les svona, það er bara hreinlega ekki í lagi með þetta réttarkerfi á Íslandi.

Linda litla, 3.4.2008 kl. 23:37

17 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Þetta er fáránlegt

Eyrún Gísladóttir, 3.4.2008 kl. 23:39

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þá er að láta verkin tala gott fólk.  Brettum upp ermar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 23:59

19 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég fer að anda vitlaust þegar ég les svona dóma og gæti kafnað, svona lifi ég mig inn í líðan fórnarlambsins. - Það gera greinilega ekki dómarar.

Þetta er sárt og ranglátt

Eva Benjamínsdóttir, 4.4.2008 kl. 00:25

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hörður: Ég myndi ekki gráta það ef skipt yrði um ráðherra dómsmála.

Takk öll fyrir málefnalega umræðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2008 kl. 10:13

21 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

"...áður en það kostar einhverja okkar lífið" skrifar þú.

Ég er hrædd um að þessari setningu sé ofaukið. Þekki dæmi þar sem síendurtekið ofbeldi var nánast látið óáreitt og auðvitað endaði það á versta veg.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 4.4.2008 kl. 10:21

22 identicon

Svo menn margar milljónir í sekt fyrir að færa ritvillur Laxness á milli bóka........

sbs (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:16

23 Smámynd: Snorri Hansson

Ég er hjartanlega sammála að mjög margir dómar nauðgunarmálum eru hreint klúður og þjóðarskömm .Þá er það einnig málið með fatnað konunar og hvort hún hafi smakkað vín. Kvorugt gefur ribalda rét tilþess að nauðga og mysþirma. Við verðum að laga þetta. Strax!!

Snorri Hansson, 5.4.2008 kl. 04:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband