Leita í fréttum mbl.is

Fokkings hillusvipurinn

 

Ég þarf að fara í IKEA, mig vantar svo kjötbollur.  Djók, með kjötbollurnar, en í IKEA þarf ég að fara.

Ég á jafnan erfitt með að draga húsband með mér í þessa stórkostlegu dótaverslun almúgans, enda er honum í nöp "hillusvipinn" sem hann segir að komi á mig í búðum.  Hann heldur því fram að ég detti út, sé ekki áttuð á stað og stund og ég sé vís til að versla stórt.  Hillusvipurinn veldur manninum oft martröðum.  Só??

En nú vantar gardínur og myrkvunartjöld, vegna gula fíflsins sem mun bráðlega vera á flakki allan sólarhringinn.  Ég er kona sem vill sofa í myrkri. 

Samtal í hádeginu:

Ég: Nennirðu að koma með mér í IKEA (á innsoginu)?.

HB: (Skelfingu lostinn) Eigum við ekki að bíða með það fram í næstu viku?

Ég: Ertu með frestunaráráttu maður?  Förum núna, mig vantar gardínur.

HB: Manni getur ekki VANTAÐ gardínur, ekki fremur en manni getur vantað t.d. styttur og afskorin blóm!

Ég: Jú, ég verð að kaupa gardínur í svefnherbergið áður en sólin fer að vekja mig hér í bítið.

HB: Það er laaaangt þangað til (lesist; við fötum í júní, daginn fyrir sólstöðuhátíðina).  Svo sé ég ekkert athugavert við þessar gardínur sem eru fyrir og svo geturðu farið með Söru eða Helgu, ég fæ höfuðverk inni í svona risaverslun.  (Hann er búin að sefja sjálfan sig til hita).

Ég: ókí (gaman, mikið skemmtilegra að valhoppa um himnaríki svona ein og sér).  Ég geri það krúttið mitt.

HB: Þú ert kona sem hefur gert búðarráp að listgrein.  Ég skiletta ekki.

Við tölum ekki saman í augnablikinu.

Eða þannig en ég elska hann samt.

Ójább


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Hillusvipur láttu hann bara fá sér dýrindis kjötbollur og desert meðan þú arkar um í leit að myrkra tjöldum minn fær alltaf verðlaun heheh En skil þig er voða viðkvæm fyrir birtunni á nóttunni sef ekki eins vel og á erfiðara með að sofna hey málum gluggan bara svartan í sumar eða ekki

Brynja skordal, 3.4.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nammi namm sænsku kjötbollurnar eru góðar, allt hitt er hræðilegt, ég fæ svona hilluvandræðasvip og veit ekkert hvað ég á af mér að gera, fæ víðáttubrjálæði við að koma inn í svona stórar verslanir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2008 kl. 14:36

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hahaha.. er sólin svo bara komin .. ég hef síkritað hana fullfljótt, hefði átt að bíða eftir að þú færir í IKEA!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.4.2008 kl. 14:37

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Jenný, þinn frásagnarstíll er unaðslegur.

Sigrún Jónsdóttir, 3.4.2008 kl. 15:20

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Jenný mín ég fæ höfuðverk þarna í IKEA

Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2008 kl. 16:33

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er eins og Ásthildur, verð bara lömuð og rugluð í svona búðum. En ég á mann sem finnst gaman að fara í búðir. Systur mínar dá hann og dýrka þegar við erum saman í útlöndum.

Helga Magnúsdóttir, 3.4.2008 kl. 17:20

7 Smámynd: Tiger

Hjálpi mér hvað ég er sammála þér Jenný, með þetta gula þarna sem allt með hitakossi vekur. Ég er þegar búinn að skella upp mjög dökkum gluggatjöldum í svefnherbergin því það er gersamlega ómögulegt að sofna í dagsbirtu - segi næstum eins og þú "Ég er "maður" sem vill sofa í myrkri" - helst kolsvörtu og án allra ljósatýra...

Ég dett einstaka sinnum inn í það að fara í Íkea eða RL-shop bara til að labba um og skoða dótið og draslið. Ótrúlegt að sjá sumt af þessu rusli sem þarna er - en sannarlega leynast oft ýmsir gullmolar þarna inn á milli. Mér finnst mjög gaman að labba um og skoða í t.d. antikbúðum, stórum mörkuðum eða þar sem öllu úfir og grúfir saman. Get endalaust þrætt markaði erlendis, bara svona til að sjá hvað fólk er að bjóða og athuga hvort ég falli í freistni - or not. Knús í daginn þinn Jenný mín.

Tiger, 3.4.2008 kl. 17:32

8 Smámynd: Unnur R. H.

Já ég elska IKEA Er örugglega með hillusvipinn á mér allan tímann sem ég er þar inni..Og ég er búin að fá mér myrkvunartjöld, annars væri ég vakandi allan sólahringinn!

Unnur R. H., 3.4.2008 kl. 17:35

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Týni vitinu og sjálfri mér i Ikea,rata vart út aftur og ráfa stefnulaus um gøturnar i klukkutíma á eftir en hvernig var thad,er s.s ekki kallapøssun i Ikea??? dottin útur thessu búandi i danmørku... 

María Guðmundsdóttir, 3.4.2008 kl. 17:36

10 identicon

Hillusvipur hehehehehehehe.Víst getur mann vantað gardínur hahahahahaha.Dásamleg færsla

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 18:54

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha ég sé þig fyrir mér með hillusvipinn í Ikea. Horfandi í gegnum mann.  Þyrfti að taka einn rúnt með þér í gegnum dótabúð almúgans til að upplifa þetta á eigin skinni.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.4.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986841

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband