Leita í fréttum mbl.is

Ef tími er peningar - "show me the money"

Það er talað um tímasparnað í sambandi við einkaþotudjammið á Sollu og Geir.

Tíminn þeirra er ógeðslega mikilvægur, mun mikilvægari en annars fólks.  Þeir sem mæna á valdamenn með aðdáunarblik í augum, skilja svo rosalega vel að það sparast tími og tími er peningar.

Í dag fór ég í apótek.  Já, ég gerði það.  Ég gleymdi að framvísa afsláttarkortinu mínu og ég tók eftir því þegar ég kom heim að ég hafði þess vegna borgað nokkrum þúsundköllum of mikið.  Þar sem við hér á kærleiksheimilinu getum ekki leyft okkur að styrkja apótekin með frjálsum framlögum, þá hringdi ég í lyfjabúðina.

Apótekarinn var hinn vingjarnlegasti, sagði mér að koma með kortið og svo greiddi hann mér það mismuninn.  Þetta voru um 5000 kr. sem þarna "spöruðust".Whistling

Mig langar til Kúbu, í dag fór ég inn á netið og leitaði að hagstæðum ferðum til Havana.  Það kostaði sirka 130 þús. krónur að komast þangað.  "Give or take".  Þar sem ég sat þarna og skoðaði möguleikana sem í boði voru í Kúbufyrirkomulaginu, fékk ég hugljómun.  Nú þegar við eigum að herða sultarólina fer maður ekkert að rjúka til útlanda. 

Þarna "sparaði" ég 135 þúsund krónur á einu bretti.

En það er flóknara hjá mér að spara tíma, amk. þannig að það endi í plúsdálknum í heimilisbókhaldinu.   Það eru meira svona loftpeningar.  Ég bið Geir Hilmar Haarde að kenna mér það þegar hann kemur heim af stríðsráðstefnunni.

Ég mun halda áfram að spara.

Þetta er neytendafærsla.

En ef einhver trúir þessari upphæð sem gefin er upp í fréttinni, en fæst samt ekki uppgefin vegna heiðursmannasamkomulags, þá rétti sá hinn sami upp hönd.

Farin að lúlla.

Ójámm

 


mbl.is Munaði 100-200 þúsund krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Auðvitað tekuðu einkaþotu til Kúbu það er svo hagstætt. Ég næ ekki handleggjunum á mér upp.......

Hólmdís Hjartardóttir, 3.4.2008 kl. 01:23

2 identicon

Gott að þú hugsir um hag lands vors og þjóð. Þá hlítur þú að vera, eins og ég, í fýlu við Svandísi súru Svavarsdóttur fyrir að láta okkur borga reikning Ragnars Hall lögmanns hennar, í málinu í haust þegar hún féllst á að gera fundinn sem hún sat, án athugasemdar þá, ólöglegan nokkrum vikum síðar. Reikningurinn sem við borguðum fyrir hana var aðeins kr. 900.000.- Er það ekki vítavert í þínum augum ?

Örn Johnson '43 (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 01:49

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Kerlingarvæl

Sigurður Þorsteinsson, 3.4.2008 kl. 06:37

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tek undir með þér með Júnó; þó fyrr hefði verið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.4.2008 kl. 08:31

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég eiginlega veit ekki hvað á að halda

Jóna Á. Gísladóttir, 3.4.2008 kl. 08:38

6 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Blessuð vertu! svo sparar þú 5.000 ca. að fara yfir á rauðu ljósi manneskja

Já, 200.000 er bara klink í vasa þeirra sem eyða mínum og þínum pening því þessir háu herrar eru jú að eyða okkar pening sem ég hef ekki samþykkt að sé ráðstafað á svo fúlan hátt sem í einkaþotubissnesinn.

Held að fólk þurfi að fara að taka gámaskip milli landa svo það fái góðan tíma til að íhuga í rólegheitunum á leiðinni og hugsa aðeins. Held að fólk gefi sér of lítinn tíma til að hugsa, æðirbara áfram í blindni

Svala Erlendsdóttir, 3.4.2008 kl. 09:06

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Örn Johnson: Mér finnst þetta ekki svaravert, hvað þá sambærilegt.

Sigurður: Farðu ekki að gráta.

Jónsí: Þú ert ekki ein um það.

Svala: Segðu

Ægir: Ég lyfti ekki liltlafingri til að staðsetja mig á vinsældarlistanum.  Lágkúran felst í öðru en því að segja skoðun sína.

Hólmdís: Góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 09:30

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hörður: Takk fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 09:31

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ægir: ISG er yndisleg manneskja og ég hef þekkt hana til margra ára.  Þetta hefur ekkert með hana persónulega að gera.  Heldur vinnubrögðin í stjórnsýslunni.  Stjórnmálamenn eru í umræðunni, kjörnir af fólkinu og sæta gagnrýni frá sama fólki.  Að það sé persónulegt er algjörlega út úr kú.  Amk. hvað mig varðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 10:20

10 Smámynd: Hlynur Hallsson

Skemmtilegur pistill Jenný. Láttu okkur hin líka vita þegar Geir H. Haarde er búinn að uppfræða þig um tímann og peningana:)

Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 3.4.2008 kl. 10:32

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Geri það Hlynur minn.  Kannski ætti ég að biðja um kúrs fyrir okkur VG fólk sem við getum hangið með í umræðunni og tímanum? Hm....

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 10:35

12 Smámynd: Linda litla

Ég mæli með Kúbu, fór þangað í desember þá kostaði ferðin einmitt í kringum 130,000 og það var sko alveg þess virði. Kúba er frábær og yndislegur staður, og fólkið það er það innilegasta og kurteislegasata fólk sem ég hef hitt og kynnst. Ég og vinkona mín kynntumst fullt af fólki sem að við erum ennþá í sambandi við.

Mæli með Kúbu Jenný, þú átt ekki eftir að sjá eftir því.

Linda litla, 3.4.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband