Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Ég á ekki krónu
Mér líður 2,36% betur en í gær.
Vona að þið séuð ekki fljótandi í óvissuástandi börnin góð. Krónan er á uppleið. Eða á niðurleið. Hún fer allavega upp eða niður, það er nokkuð ljóst.
Líðan mín hefur satt best að segja ekkert með krónuna að gera, amk. ekki svona andlega.
En þannig hefur það ekki alltaf verið.
Í denn, þegar gjaldeyrishöftin voru allsráðandi og maður fékk skammtaðan gjaldeyri fyrir ákveðna upphæð gegn framvísun flugmiða (er ég að djóka? Því miður), reddaði maður sér með því að kaupa dollara af leigubílstjórum eða öðrum sem unnu á vellinum og svo tók maður 100 kr. seðla í kílóavís, með sér til útlanda. Það var eina íslenska myntin sem hægt var að skipta í gjaldeyri í útlöndum.
Og ég fór með nokkur kíló af hundraðkrónuseðlum til London 1972, eins og svo oft áður. Þegar farið var að minnka í pundunum og dollurunum, arkaði ég í banka niðri í Oxford Street og bað um að þær skiptu fyrir mig hluta af góssinu.
Ég man ekki hversu mikil upphæð þetta var, en hún átti að vera þó nokkur. Og gjaldkerinn taldi pundin fram á diskinn, og hann taldi og taldi og pundahrúgan stækkaði. Ég stóð opinmynnt hjá og velti því fyrir mér hvort viðkomandi teljari væri undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna. Skít sama, hún skellti hrúgunni í umslag og sagði blíðlega; "have a nice day".
Við Jóna systir gengum út úr bankanum og kíktum í umslagið. Upphæðin var ótrúlega há, þó ég muni hana ekki nákvæmlega. Uppeldið neyddi okkur til að fara aftur í bankann, eftir að vera búnar að standa og gæla við hugmyndina um að hirða fenginn, dágóða stund. En inn örkuðum við, foreldrum okkar örugglega til mikillar gleði, og við fórum til þeirrar "mögulega-undir-áhrifum-vímuefna". Við útskýrðum að þetta væri amk. fimm sinnum of há upphæð. Konan brást hin versta við og sagðist ekki gera mistök. Hún bandaði okkur systrum út úr bankanum.
Ég er enn eitt stórt spurningarmerki. En gleðilætin voru mikil í verslunum Londonborgar. Yfirvigtin var ótrúleg og hefði sett okkur á höfuðið hefðum við þurft að borga hana.
Þetta var í hið eina sinn á minni löngu ævi, þar sem krónan hefur virkilega dugað og staðið undir nafni. Hvorki fyrr né síðar hefur hún gagnast mér ótvírætt í hag.
Á kvittun gjaldkerans sá ég að hún taldi sig vera með sænskar eða danskar krónur. En af hverju hún vildi ekki leiðrétta þetta, er mér enn hulin ráðgáta.
Those were the days.
Úújeeeeeeeeeeeeeeeeeeee
Krónan styrkist um 2,36% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2986875
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Uppgjörið í bankanum þann daginn hefur verið skrautlegt. Minnir mig á þegar ég fékk einu sinni almennilega útborgað á Álafossi. Það lentu ansi mörg núll aftan við stimplunina í bankabókinni minni. VIð mamma þrömmuðum að leiðrétta og það hvellfauk í mömmu þegar mér var ekki einu sinni þakkað við heiðarleikann. Ég hefði getað farið í eitthvað annað útibú og tekið summuna út bara þar...
Ragnheiður , 2.4.2008 kl. 10:54
Úff, hún hefur verið á einhverjum gleðipillum ...örugglega farið á bömmer þegar hún fattaði að hún var með ómerkilegar pappírslufsur frá þriðjaheimsríkinu Íslandi
Þetta krónurugl er að fara í pirrurnar á mér af mörgum ástæðum get ekki einu sinni bloggað um það ég er svo pirruð.
Laufey Ólafsdóttir, 2.4.2008 kl. 11:20
Krónan já það er nú meiri vesenið á henni alltaf upp eða niður.
Kristín Katla Árnadóttir, 2.4.2008 kl. 11:51
er þetta ekki alveg dæmigert fyrir fólk sem "gerir ekki mistök". Það má margt læra af þessari sögu, eins og það að viðurkenna vanmátt sinn strax.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2008 kl. 12:06
haha, við göbbuðum einu sinni svona víxlara, götusvindlara í Prag til að skipta íslenskum krónum, hann vissi ekki gengið og við sögðum náttúrlega: Sama og danska...
(ekkert samviskubit, þar sem hann lét okkur nú ekki hafa sérlega margar tékkneskar krónur fyrir þær "dönsku")
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 2.4.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.