Leita í fréttum mbl.is

Þar fauk húmorinn - nánari fréttir

Nú jæja, nýjustu fréttir að ÓVERULEGA kostnaðinum sem bætist við hjá okkur skattgreiðendum, við leiguna á einkaflugvélanni hjá Sollu og Geir.  Sjáið

Litlum sex milljónum meira, kostar að leiga einkaflugvél í stað þess að taka almennt farþegaflug.

Ég veit ekki með ykkur en sex millur eru miklir peningar í mínum bókum, sérstaklega fyrir flugfar fyrir pótentáta og þeirra silkihúfur, yfir hafið.

Ég er ekki til í að skrifa upp á þennan reikning.  Eruð þið það?

Arg.

 

Trefillinn hennar  Önnu Ólafs hefur verið étinn áður - af henni í fyrra, þegar hún hafði spáð fyrir um að Hrafn Óli hennar Söru minnar væri stelpa.

Ég vona að ég þurfi ekki að éta trefilinn - og þó - ef ég spara með því 6 millur, gjarnan.

Nú varð ég bæði hissa og reið.  Og ég týndi húmornum þegar ég las þessa frétt.

Utanríkis- og Forsætisráðherra leigðu sér eitt stykki einkaflugvél til Búkarest.  Á einhvern Nató fund til að toppa fyrirkomulagið.

Gréta Ingþórsdóttir, segir að munur á verði við að leigja einkaflugvél og fara með almennu farþegaflugi, sé óverulegur.  Og þegar spurt er hver  óverulegi munurinn er, þá er það trúnaðarmál!

Flest sem er trúnaðarmál í stjórnsýslunni þolir ekki dagsins ljós. 

Ég vil, sem skattborgari fá að vita allt um "óverulega" muninn á verði.  Það getur nefnilega verið, að ef hann er pínuponsulítill bara, að þá leigi ég mér svona flugvél í haust, þegar ég og minn heittelskaði förum til Londres.

Svo koma réttlætingarnar á færibandi.  Jájá.  Ég kaupi það ekki að mismunurinn sé óverulegur.

Nú þegar allt er í kaldakolum og almenningi ráðlagt að herða sultarólina, og hækkanir eru yfirvofandi, taka ráðherrarnir einkaflugvél á leigu og bjóða "völdum" fjölmiðlum sæti í vélinni.

Mikið andskotans bruðl.  Mig grunar að nú þykir enginn maður með mönnum í íslenskri valdastétt sem ekki hefur eins og eina einkaflugvél til umráða þegar farið er í heimsóknir.

Í skammarkrók með þetta fólk.  Það getur ekki verið í tengslum við íslenskan raunveruleika.

Hvernig væri að ganga á undan með góðu fordæmi?

Svo er ég ógeðisþreytt á að verða alltaf rosa hissa.  Ég ætti fyrir löngu að vera búin að ná því að þetta hefur ekkert með réttlæti eða sanngirni að gera.

Það erum við og þau.

Þetta er Lúkas.  Ég sverða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Var að senda þér email..kíktu á það

Ragnheiður , 1.4.2008 kl. 22:53

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

1. apríl.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.4.2008 kl. 22:54

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei Lilja Guðrún, þetta er ekki 1. apríl.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragga það er ekkert meil í inboxinu. Sendu aftur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 22:59

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Í alvöru Jenný, er þetta ekki aprílgabb?  Nú er ég svo aldeilis hissa! 

 Það er eitthvað bogið við þessa frétt, eitthvað, sem gengur ekki upp.  En ég sé bara ekki, hvað það er, afþví að, þetta er ekki öll fréttin. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:08

6 Smámynd: Ragnheiður

Búin að senda aftur og það kom vonandi..sendi hitt bara eitthvað út í loftið hehe

Ragnheiður , 1.4.2008 kl. 23:09

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lilja Guðrún: Ég sá á Eyjunni að Pétur Gunnarsson hafði gert athugasemd við fréttina og sagt að hún væri ekki gabb.  Það væri líka skrýtið að skrifa tvær fréttir um málið.

En ég vona að þetta sé gabb.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 23:13

8 identicon

Jenný: Er það ekki yfirleitt þannig að við pöpullinn erum nánast þau einu sem reynum þessar efnahagslægðir svokölluðu á eigin skinni?

Mér fannst gott sem einn sagði um daginn þegar farið var að tala um að ríkisstjórnin kæmi nú með lausnina og reddaði litlu kláru fjármálastrákunum sem eru búnir að sólunda öllum peningunum sem þeir spýttu út um allt í hagkerfinu okkar.

Þetta kerfi á sem sagt að ganga út á að einkavæða hagnaðinn og þjóðnýta tapið. Nokkuð lýsandi - finnst þér ekki?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 23:13

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragga ég ætla að tæma innboxið.  Gæti verið fullt.  Reyndu aftur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 23:14

10 identicon

PS: Þetta með trefilinn og Söru var sko í EINA skiptið sem ég klikkaði. Samstarfskona átti stelpu í febrúar, ég sagði allan tímann að það væri stelpa, gaf mig aldrei þó að það væri alltaf verið að hringla eitthvað í mér

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 23:16

11 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég held ekki að Geir H. Haarde hefði "efni á því" að taka þátt í svona aprílgabbi og mér finnst þetta algjörlega hneykslanlegt!! Sumir ríkisstarfsmenn þurfa uppáskrifað leyfi, til þess að fá að taka leigubíl en svo geta þessir sjálfskipuðu kóngar leyft sér að taka milljónaákvarðanir fyrir sína samgöngukosti - kosti sem við erum að borga!!! Urr, ég er líka reið og ég hef misst allt mitt álit á forsætisráðherranum.... ég hafði nú ekkert álit á kvensunni hvort sem er, svo það getur allavega ekki minnkað......

Lilja G. Bolladóttir, 2.4.2008 kl. 00:57

12 Smámynd: Tiger

Mér finnst það algerlega óásættanlegt að ráðamenn þjóðarinnar séu að kasta svona í sóun skattfé því sem við erum að greiða af harðri vinnu okkar. Ef þetta er satt og rétt þá finnst mér það bæði hneykslanlegt og alger fáviska af þeim að gera þetta. Við vinnum baki brotnu mörg hver í tveim - fjórum vinnum - til að hafa í okkur og á - borgum grimmdar skatta og svona eyða ráðamenn peningunum okkar! Ótrúleg skömm að þessu bara.. En knús á þig samt Jenný mín.

Tiger, 2.4.2008 kl. 02:17

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þessi fundur hlýtur að hafa verið upp á líf eða dauða!!!

  Ætli þeir séu líka slæmir í stærðfræði þarna í ráðuneytinu. ,,óverulegur" munur á kostnaði!  Dagpeningar?  Eru þeir ekki alltaf að kvarta yfir hvað þeir séu mikið smotterí?  Skamm á ykkur Geir og Solla. 

Ía Jóhannsdóttir, 2.4.2008 kl. 07:40

14 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Þetta hyski hlýtur að fá útborgarð í svefntöflum... nema að það sé bara orðið svo samviskulaust að það sofi bara eins og ekkert sé

Þorsteinn Gunnarsson, 2.4.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband