Leita í fréttum mbl.is

Reikningsraunir alkans

95 

Ég er stundum ekki alveg í lagi.  Það játast hér með.  Ég nefnilega stend mig að því að gera vandamál úr ótrúlegustu hlutum.

Eins og snúruafmælið mitt.  Hvernig á ég að telja edrúmennskuna?  Voðalegt vandamál, en það fannst mér í morgun a.m.k. þegar ég var að velta fyrir mér edrútímanum mínum.

Hm... ég drakk áfengi síðast um verslunarmannahelgina 2006.  Nei ég var ekki á útihátíð, ekkert svo stórfenglegt og dramatískt, ég var heima hjá mér og orðin svo veik að ég sá ekki fram á að lifa mikið lengur.  Ég gat ekki sofið, martraðirnar voru skelfilegar og ég gat ekki vakið því raunveruleikinn var beinlínis kvalafullur.  Ég sat og starði á stofuvegginn og beið eftir að hann opnaðist, eða réttara sagt að ég var að gæla við hugmyndina um að ég myndi detta niður dauð.

Svo hætti ég að drekka.  En þá voru pillurnar eftir.  Það var erfiðara.  Sykursýkinn sló mig í hausinn og ég grenntist um 20 kg. á mettíma.  Allur pillu og bjórlopinn rann af. 

Ég fór á Vog 5. október 2006.  Síðan hef ég verið edrú, mínus 12 daga í janúar þegar ég féll í pillurnar.  En.. inn á Vog hentist ég aftur og náði eitrinu úr mér á 11 dögum.  Takk Vogur fyrir lífgjöfina enn og aftur. 

Sko, nú er ég búin að misþyrma lyklaborðinu með þessum smámunum, hvernig skuli telja. Frussss!!  Eins og það skipti máli.  Það sem skiptir máli er dagurinn í dag og hversu þakklát og glöð ég er að vera á lífi, edrú og fær í flestan.  Fyrir utan flensur og reykingahósta auðvitað.

Hm.. ég hef verið edrú frá 4. október 2006 mínus 12 dagar.  Hva?

Er það ekki málið?

Ég segi það, gerðu úlfalda úr mýflugu Jenný Anna á meðan heimurinn rambar á barmi örvæntingar.

Og svo skrifaði ég lista fyrir verslunarferðina á morgun.  Hann var langur og ég var sátt.

Ég er það ennþá.

Flott útsýnið á minni snúru.

Úje!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æðisleg sem þú ert Jenný Anna mín, hvort sem þú gerir úlvalda úr mýflugu eður ei hehe, til hamingju með edrúmennskuna og bloggið þitt á snúrunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2008 kl. 14:34

2 identicon

til hamingju með edrúmenskuna þér leifist alveg að gera úlvalda úr mýflugu bara gott mál

bið að heilsa á snúruna.

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 14:41

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert dugleg, heiðarleg og öðrum til fyrirmyndar.

Sigrún Jónsdóttir, 31.3.2008 kl. 14:50

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú er besta snúra sem til er elsku Jenný

Til hamingju með hvern dag.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.3.2008 kl. 14:52

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jú, jú reiknaðu bara allt mínus 12 dagar, mér finnst það rétta aðferðin! Ég er öll í þessu - að halda tölu á hvað ég er búin að vera lengi þetta eða hitt hehe.. held afmæli af ýmsum tilefnum, því það er svo gaman! Knús inn í daginn.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.3.2008 kl. 15:17

6 Smámynd: Tiger

Uss.. hættu bara að reyna að reikna út hve lengi þú ert búin að vera dry. Öllu máli skiptir núið og framtíðin - þú ert edrú og æðisleg - og þú ætlar þér að vera það áfram - edrú og ennþá æðislegri!

Hugsaðu bara um hve dásamlegt lífið er eins og þú ert búin að gera það núna í dag - og mundu bara að það er alveg sama hve margir dagar/vikur/mánuðir eða ár eru að baki - edrú nákvæmlega NÚNA skiptir öllu. Til hamingju með hvern einasta dag sem ég veit að eru ekki sjálfgefnir, veit að þú þarft að berjast fyrir hverjum klukkutíma og hverjum degi - en þú getur þetta sannarlega svo dugleg sem þú ert! Stórt edrú knús á þig ljúflingur.

Tiger, 31.3.2008 kl. 15:31

7 Smámynd: Kreppumaður

Ég mundi halda að dagurinn þegar þú ákvaðst að gera eitthvað væri dagur eitt og að það væri óþarfi að mínusa einhver föll frá því að ákvörðunin sem eitt sinn var tekin leiddi þig aftur á réttabraut. 

Kreppumaður, 31.3.2008 kl. 15:49

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Haltu uppá bæði afmælin!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.3.2008 kl. 15:50

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvað er símanúmerið þarna á snúrinni hjá þér? Næ ekki í þig

Mínus 12 dagar. Soldið töff tala. Hefði ekki verið gott ef það hefðu verið 6 og halló ef þeir hefðu verið 14. En 5. október er dagur sem vert er að halda upp á.

Jóna Á. Gísladóttir, 31.3.2008 kl. 15:58

10 Smámynd: Helga skjol

Halda upp á hvern dag því allir edrú dagar eru hátíðisdagar ekki satt.

knús á þig

Helga skjol, 31.3.2008 kl. 16:18

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elsku Jenný, til hamingju með stórkostlegan árangur í edrúmennsku.  Þú skalt bara velja þann dag, sem þér finnst best, að halda upp á edrú afmæli þitt í framtíðinni. 

  En þú þarft ekki að mínusa neitt, þú ert enn edrú, og það er málið.  Mér finnst svolítið flott að velja 5. október 2006, það er daginn sem þú steigst inn fyrir dyrnar á Vogi, tilbúin að takast á við það erfiða verkefni, að sættast við "þig" sjálfa.  -   Svo,  - ef þú tekur summuna af 05.10.2006 þá er útkoman =  5. sem mér finnst svo flott tala.

    En aðalatriðið er, að héðan í frá, haldir þú upp á afmælið, á hverju ári, þann dag sem þú velur,  að verði þinn edrúafmælisdagur. -  Að lokum.  - Þú ert alveg mögnuð kona, og það var m.a. þín vegna, og skrifa þinn á blogginu, sem ég þorði að fara, sjálf, að blogga.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.3.2008 kl. 16:56

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst þú bara endalaust frábær   og sakna þess að lesa reglulega bloggið þitt, vegna anna get enn ekki komið mér í blogggír en vonandi sem fyrst!

Reiknikúnstir geta sannarlega ært óstöðugan.....ég get alveg misst mig líka í að gera úlfalda út mýflugu en stundum eru það þessir litlu hlutir sem að gefa lífinu lit og maður getur tekið húmorinn á sjálfa sig um leið !

Bestu kveðjur og stórt knús !

Sunna Dóra Möller, 31.3.2008 kl. 16:56

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vildi svo gjarna hjálpa þér með útreikninginn en stærðfræði hefur aldrei verið mín sterka hlið. Haltu bara upp á bæði afmælin eða findu góðan mánaðadag (tölu) sem þú heldur fremur uppá en aðra.  Málinu reddað.

Jenný ég dáist að þér hvað þú ert hreinskilin og til hamingju með öll snúru afmælin, ekkert nema gott mál.

Rosalega er hann sætur hann Jökull þinn, minnir mig dálítið á Bjögga Halldórs á þessari mynd, sko áður en hann braut framtönnina.

Ía Jóhannsdóttir, 31.3.2008 kl. 17:14

14 Smámynd: Signý

heehehehe... well hvað eru 12 dagar á milli vina? Þeir segja að það sé ekkert eðlilegra fyrir alka en það að falla... það er ekki spurningin um hvort, heldur hvenær og hvernig... og ef það gerist þá er það ekki spurningin afhverju?... heldur hvernig maður tekur á því

Þú tókst á því... áður en illa fór, gerðir þér grein fyrir alvarleikanum... svo ég mundi segja bara... 4október 2006...

úlfaldin varð aftur að mýflugu!

Signý, 31.3.2008 kl. 17:30

15 identicon

Við erum búnar að vera edrú jafn lengi.Eða síðan við vöknuðum í morgun hehehehehe knús á þig flotta kona

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 17:34

16 Smámynd: Brynja skordal

þú ert frábær svo yndislega hreinskilin og kemur öllu svo vel frá þér í skrifum knús á þig flotta kona

Brynja skordal, 31.3.2008 kl. 17:37

17 Smámynd: Hugarfluga

Ég myndi allavega orða það svo að það hefði verið HEAVY þurrkur ef það hefði rignt í 12 daga á 18 mánaða tímabili. Hætt'að telja, þetta er flott!!

Hugarfluga, 31.3.2008 kl. 18:11

18 Smámynd: Ásgerður

Til hamingju með hverjan dag,,fjöldinn er aukaatriði

Alltaf gaman að lesa þig.

Ásgerður , 31.3.2008 kl. 18:39

19 Smámynd: Ásgerður

"Hverjan dag" veit nú ekki hvaðan þetta kom  átti auðvitað að vera "hvern dag" edrú-dag semsagt hehe

Ásgerður , 31.3.2008 kl. 18:40

20 Smámynd: Huld S. Ringsted

Halda upp á hvern dag, ekki spurning þar sem hver dagur er sigur!

Huld S. Ringsted, 31.3.2008 kl. 19:01

21 identicon

einn dagur í einu Jenný mín.

Knús.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 19:52

22 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Ég les altaf bloggið þitt og langaði að kvitta fyrir

Til hamingju með árangurin sem er hreint frábær

Gangi þér áfram vel einn dag í einu

Anna Margrét Bragadóttir, 31.3.2008 kl. 20:57

23 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Stærðfræði er stórlega ofmetin kúnst

Njóttu bara daganna, alsæl á snúrunni þinni

Ragnhildur Sverrisdóttir, 31.3.2008 kl. 21:01

24 Smámynd: Steingrímur Helgason

Snúrudagasagfræði er enn ofmetnari en stærðfræði.   Gærdagarnir eru allir hvort eð er búnir.  Lifa glöð í deginum & stefna á góðann næsta dag.  Endurtakist eftir þörfum.

Steingrímur Helgason, 31.3.2008 kl. 21:11

25 identicon

Jennsl!

þú ert edrú... og það er málið....

látiði mig í friði með það ...þarft ekkert að telja eitt eða neitt..

Þú ert æði... á 15 cm hælum eða ekki...

En ef þú endilega vilt, eða hvað sem er, þá bar í október þarna no 5..

Hentu þér á hælana og knústu kallinn hjá þér, láttu hann spila eitthvað fallegt fyrir þig í tilefni dagsins,..

kveðja frá fermingarmömmu

Valdís (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:31

26 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert flottust. Líst vel á 5. okt. og alla hina líka.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2008 kl. 21:34

27 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Eins og einhver sagði hér að ofan, hver edrúdagur er hátíðisdagur og barasta halda upp á þá alla.

Helga Magnúsdóttir, 31.3.2008 kl. 22:07

28 Smámynd: Þröstur Unnar

Þetta er mikil stærðfræði. Mín stærðfræði felst í því að reikna út, að það er einn dagur framundan þegar ég vakna.

Þröstur Unnar, 31.3.2008 kl. 22:19

29 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Úff það getur verið flókið að reikna þetta  Já 4 okt.aldeilis flottur edrúafmælisdagur   Og já það er ekki spurning að hver dagur er hátíðisdagur,við erum lifandi  Mér hryllir við hugsunum um hvernig dagarnir liðu í kvöl og örvæntingu hér áður  Jebbs nú er gaman að vera til  Hafðu það sem bestast Jenný mín,njóttu þín vel í verslunarferðinni  á morgunn

Katrín Ósk Adamsdóttir, 31.3.2008 kl. 22:38

30 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll elsku vinir fyrir allar fallegu kveðjurnar.  Ég get ekki haldið því fram að fólk standi ekki með mér.  Líka í þrengingunum en það kom vel í ljós þegar ég hrundi í pillurnar í janúar.

Ég er heppin kona.

Lilja Guðrún: Hef verið aðdáandi þinn í mörg ár í leikhúsinu og finnst EKKI leiðinlegt ef ég hef á einhvern hátt orðið til þess að þú komst á bloggið.  Ég er upp með mér

Valdís: Tiil hamingju með fallega fermingarbarnið, takk fyrir mynd.  Ég meila þér á morgun.

Knús á ykkur til tunglsins og til baka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2008 kl. 22:53

31 Smámynd: Heiða  Þórðar

Æi þú ert algjör draumur...eiginlega risa-daumur!

Heiða Þórðar, 31.3.2008 kl. 22:53

32 identicon

Þessar vangaveltur minna mig á spilið Snákar og stigar sem ég spilaði oft fyrir margt mjög löngu hjá ömmu minni. Þótt maður renni niður eins og einn snák, og þar með nokkra reiti, er maður ekki skikkaður aftur á byrjunarreit! Október 2006 fær mitt atkvæði!!

hke (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:22

33 Smámynd: Benna

Mín skoðun er að þarna er verið að meta gæði edrúmennskunnar út frá lengd edrútímans í stað þess að að mæla hana mikið frekar út frá batanum sem viðkomandi er staddur í.

Ef maður lítur kalt á málið þá ertu auðvitað ekki búin að vera edrú nema síðan í Janúar því pillurnar eru líka vímugefandi eins og þú veist og þýða ekkert minna fyllerí en ef þú hefðir notað áfengi....

Ég veit bara með mig að ef ég ætla að velja mér edrúdag eftir því hvenær ég drakk síðast áfengi þá get sá dagur verið einhvern tímann um árið 1998 því ég hef ekki notað áfengi síðan þá....

Eins ef við ætlum líka að fara að telja edrúdagana eftir þeim tíma síðan við tókum fyrst ákvörðun um að hætta drekka gætu margir átt margra áratuga edrúmennsku þrátt fyrir að hafa aldrei verið edrú meira en nokkrar vikur á ári eða minna...

Mín skoðun er sú og hefur alltaf verið að ég tel edrúdaginn minn vera þann dag sem kemur eftir deginum sem ég notaði síðast vímugjafa og þá meina ég hvaða vímugjafa sem er...

Annars bara knús á þig.....

Benna, 1.4.2008 kl. 00:42

34 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Benna: Lesa og ekki misskilja.  Ég tala hvergi um að ég telji frá því ég drakk síðast og vísast þarf ekki að segja mér að pillur, reykur og áfengi er eitt og sami hluturinn fyrir alka. 

Þessa færslu bar ekki að taka sem háalvarlegt mál.  Meira hugleiðing.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 00:46

35 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Danni heitinn vinur minn hafði verið edrú í einhver 2 ár þegar hann féll aðeins útaf sporinu og tók vikutúr... Svo var eitthvað verið að hrella kappann eftir að af hinum rann með að þessi drykkja gengi nú bara ekki... " Hva.. 7 daga rakur af 700... ég er sko orðinn hófdrykkjumaður" svaraði kappinn - En að öllu gamni slepptu þá eru þessi talningarmál eitthvað sem maður spáir í framan af og síðan skapast smátt og smátt edrú fortíð og þá hætta menn að telja -

Tók að gamni fram vasareikninn og sýndist að ég eig 6177 daga edrúafmæli í dag - Gæti þó skeikað um 365 daga... man ekki hvort ártalið var 1990 eða 1991? Aðalmálið er að fólki líði vel... einn dag í einu. Safnast þegar saman kemur. Gangi þér allt í haginn

Þorsteinn Gunnarsson, 1.4.2008 kl. 01:00

36 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Þorsteinn.  Til hamingju með 6177 dagana.  Ég er ekkert mikið að telja, ég sló þessu svona fram í bríaríi.  Til gamans, af því ég var að snúrast á annað borð.  Það er dagurinn sem blívur auðvitað.  Það ætti ég að vita manna best.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 01:30

37 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var að lesa nákvæmlega í gegnum öll kommentin.  Fyrirgefið að ég svara ykkur ekki hverju og einu, þið eruð svo mörg.

En Hallgerður:  Takk fyrir öll fallegu orðin, sem þú hefur látið falla í minn garð.  Þú hefur auðgað líf mitt

Annars takk enn og aftur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 09:51

38 identicon

Til hamingju með alla dagana, ekki síst þessa tólf. Ég er búinn að vera edrú í tólf ár mínus eitt ár. Árið sem ég drakk er partur af minni reynslusögu og gerir mér gott. Myndi ekki skipta því út fyrir nokkuð annað. Eini gallinn að geta ekki sagst vera tólf ára. En dagurinn í dag er mikilvægari en hégóminn. Langur tími er ekki trygging fyrir góðum bata. Ég klappa fyrir þér.  

Gunnar (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 17:30

39 Smámynd: Óskar Arnórsson

Innilegar hamingjuóskir með edrúafmælið...kær kveðja frá bloggfíkli..

Óskar Arnórsson, 1.4.2008 kl. 20:10

40 Smámynd: Óskar Arnórsson

ég verð nú að láta vita í tilefni dagsins og það er ekki aprílgabb! Ég var hippi á mínum yngri árum og hurfu 5 ár í hassvímu. Ég er öfgamaður í öllu svo þegar hass var bannað og ég búin að fara 16 ferðir á 3 mánuðum til Kritjaníu var ég tekinn á flugvellinnum í Keflavík af Kippa P. núverandi bloggvini mínum. 'eg varð bara háf fegin. Ég hafði andstyggð á pillum og brennivíni, og var aldrei í neinu afbrotum. Dómarinn sagði að af því ég hefði byrjað að reykja hass áður en löginn tóku gildi og fíkniefnalögreglan þekkti vrla hass frá hundaskít, fékk ék bara 1 ár fyrir 16 kíló sem var bara eigin neusla mín og nokkurra kunningja. Það var varla hægt að selja neitt á þessum árum. Fólk vissi ekki hvað þetta var. Ég man eftir einu hasspartíi og við blönduðum í pípu og gerðum það í gegn um handsnúna kjöthakkavél. Nóg var til enda kostaði þetta ekkert mikið. Svo reykti ég svo hressilega að ég var sendur á Silungapoll og kallaður alki! 'ek kallaði mig hassista. Einu sinni þegar ég var tekin og p´pan var tekin af mér, fíkniefnalögreglumaðurinn fór að sækja kaffi handa mér. Pípan hans lág á borðinu með half&half tóbaki. 'eg náði að blanda mér að blanda hassi me þessu píputóbaki hans og var reykjajandi þega hann kom með kaffið okkar. Hann varð voða reiður og sagði að ég hefði eyðilagt pípuna hans. 'eg sgði honum byrja að reykja sjálfur. Hann yrði miklu betri maður af því...hann tók af mé hassið og sagði mér bara að fara...í dag veit ég að þetta er eitt hættulegasta eiturlyf sem til er. hef ekki notað hass síða 20,maí 1982...Skyldi samt aldrei meðferðina...en gerði allt sem mér var sagt að gera og 1 ár á Kvíabryggju bjargaði lífi mínu...mest vanabindandi eiturlyfið er tóbak, en það gefur enga vímu. Fólk heldur að víma sé einhver viðmiðun á hvað sem er vanabindandi. Það er vitleysa. Löngu hættur að telja hasslausu árinn...hass er eins og að hafa tyggjó í höfðinu og svo verður maður gáfaðri en allir aðrir...smat var ég hættur að fá vinnu síðasta árið í hassvímunni...fékk ekki einu sinni vinnu um borð í síðutogara...og það segir mikið um ástandið á mér og hvernin maður verður af því...hass er mesta rugl sem fólk getur ánetjast...en þap var stéttaskipting á þessum árum. sannur hassisti umgekkst aldrei með dópistum og fyllibyttum...t.d....

Óskar Arnórsson, 1.4.2008 kl. 20:38

41 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Einn dagur í einu er bara alveg nóg fyrir okkur upphengin. Annars er ég búinn að bæta við einum jólasvein og hann heitir Snúrnakrækir - til lukku með daginn Jenný mín, hann er ofursvalur. Einn vinur minn fékk snöggan bata á eftirmeðferðarheimili útí sveit. Þarna vorum við vinirnir og hömuðumst við að finna sjálfa okkur með frekar litlum árangri. Rafmagnssnúra ein lá frá heimilinu útí kirkju en þangað fórum við á kvöldin til að leita. Þegar þetta átti sér stað hafði snjóað nær stöðug í tvær vikur og rafmagnssnúran farin að nálgast jörð. Eitt sinn þegar vinur minn fór í kirkjuna að leita að guði fór snúran í hausinn á honum og leiddi í hann 220 W með þeim afleiðingum að hann steinlá.  Skömmu síðar birtist hann heim í húsi og sagðist vera búinn að finna það sem hann hefði verið að leita að. Þar með var hann rokinn í bæinn fullur af heilögum anda og andlegri vakningu. Ég skal viðurkenn að ég leit helv. rafmagnssnúruna ákveðnu girndarauga í marga daga á eftir.

Pálmi Gunnarsson, 2.4.2008 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband