Leita í fréttum mbl.is

Markaðstorg hégómans

sp_56

Þegar ég var átta ára, freknótt með fléttur, leið ég vítiskvalir.  Ég sem las allt sem að kjafti kom var komin með þá vitneskju á hreint að ég myndi gifta mig einhverjum manni í fyllingu tímans.  Ég hélt að það væri náttúrulögmál.  Það giftust bókstaflega allir, bæði í bókum og raunveruleika.

Þetta var í fyrsta skipti (en alls ekki það síðasta) sem hégóminn náði mér og ég engdist og kvaldist.  Ég hafði reyndar ekki hugmynd um að fólk gerði dodo, var á því á þessum tíma að almættið setti börn í magann á konum, þannig að ég var alveg róleg hvað varðar fjölgunarprósess mannkyns.

En.. það sem olli mér svona miklum hrylling var tvennt:

Það myndi enginn maður vilja giftast mér út af freknunum.  Hugs, hugs, hvernig reddar maður því?  Jú, eftir langar andvökunætur kom ég niður á lausn.  Amma átti meik og púður.  Ég ákvað að þegar ég yrði fullorðin (hehemm) og færi í Hagaskóla, þá myndi ég troða viðkomandi jukki framan í mig og ná mér í mann.  Þar náði ég mér í svefnfrið en ekki lengi.

Vandamál nr. tvö sló mig í hausinn, af öllu afli.  Hjón sváfu í sama herbergi, ésús minn og þau háttuðu sig fyrir framan hvort annaðW00t.  Mér sundlaði.  Þetta var ekki gerlegt.  Maður klæðir sig ekki úr fötunum til að fara í náttfötin fyrir framan ókunnugan mann og ekki kunnugan heldur ef út í það er farið.  Ég velti fyrir mér allskyns reddingum á þessum tæknilegu örðugleikum.  Herbergi með svölum, nei, ekki hægt, nágrannarnir myndu sjá mig.  Alls kyns leiðir voru hugsaðar upp og í lokinn kom ég niður á eina.  Ég myndi bara fara á klósettið og hátta mig og segja manninum að ég væri með hættulegan sjúkdóm.  Fyrsta lygin fæddist, eða möguleikinn á henni.

Það kom í ljós, merkilegt nokk, öllu síðar, að þetta átti ekki eftir að vera vandamál í mínu lífi.  Ég reif umyrðalaust af mér spjarirnar á almannafæri (djók).

Þann dag sem ég læt á mig lifandi blóðsugur í fegrunarskyni, er ég búin að missa það.  Ég er til í bótox og lyftingar ef þær bjóðast án fyrirhafnar (án þess að mig langi nokkurn skapaðan hlut í þær) en þar segi ég stopp.

Mikið djöfull er hégóminn öflugur drifkraftur.

Er ekki hægt að virkja risaköngulær í fegrunaraðgerðir?  Það væri dásamlegt að láta þær fokka í andlitinu á sér á meðan maður sefur og vakna rjóður og stunginn að morgni, tíu árum yngri en steindauður.

Þetta datt mér í hug þegar ég var að lesa blöðin í sakleysi mínu.

Úje.


mbl.is Notar blóðsugur til að halda húðinni unglegri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

AHAHAHAHAHA!!! Einmitt! Myndi sko ekki hafa þessar sugur á mér þótt lífið lægi við! Veit reyndar að þær eru notaðar á spítölum sums staðar til að sjúga sýkingar úr sárum.

Held ég verði bara gömul og ljót áfram

Dásamleg freknusagan! Minnir mig á vinkonu mína sem gekk með hárkollu. Sambýlismaður hennar hafði ekki hugmynd um að þetta væri kolla fyrr en eftir 2 ár þegar hann togaði hana óvart af henni... Sjokk!

Laufey Ólafsdóttir, 26.3.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh ,,þegar þú færir í Hagaskólann"  skil það,  allar stelpur í þeim skóla voru  rosalegar gellur.

Þessi Demi er bara kexrugluð og ekki orð um það meir.

Ía Jóhannsdóttir, 26.3.2008 kl. 10:42

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svei mér þá alla daga Jenný, ég hef sagt það áður og segi það enn þú ert óborganleg þegar sá gállinn er á þér

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2008 kl. 11:04

4 Smámynd: M

Skemmtilegar pælingar úr æsku og man eftir svipuðum hugsunum.

Þessar aumingjans konur í ammeríku, gengur allt út á andlitið. Demi á auðvitað svo ungan mann sem hún verður að halda í við.  Ég reyndar líka, hvar fær maður svona sugur ? 

M, 26.3.2008 kl. 11:05

5 Smámynd: M

sorry, átti að vera gengur út á útlitið

M, 26.3.2008 kl. 11:05

6 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Pælingarnar geta orðið mjög vandræðalegar þegar maður er kríli.

Úff, ég man enn hvað ég fór hryllilega hjá mér þegar nágrannastelpan, sem var einbirni, gerði athugasemd við að mamma og pabbi ættu fimm börn. Hvílíkir og aðrir eins dónar! Og ég skammast mín enn fyrir að hafa skammast mín svona fyrir þau.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 26.3.2008 kl. 11:14

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragnhildur: Ég leið vítiskvalir vegna foreldra minna.  Mamma var ólétt á hverju ári og á endanum urðum við 8.  Mér leið eins og ég væri í klámpytti.  Hehe

Hallgerður: Skammastín, varstu ekki látin lesa bls. 82 í heilsufræðinni í denn?

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 11:18

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ha ha...já snemma byrjar hégóminn, ég gekk um með staurfætur í marga daga því ég þoldi ekki að það kæmu hnjápokar í gallabuxurnar  sem mamma saumaði......

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.3.2008 kl. 11:21

9 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe já...ég man eftir afar vandræðalegri uppgötvun þegar maður fattaði framleiðsluferlið á sér sjálfum. Mínir foreldrar ekki alveg eins svakalega dónalegir og foreldrar Ragnhildar, við bara tvær en ég vissi sem betur fer ekki þá að kallinn hann pabbi átti krakka um allt land.

Sem betur fer vitkast maður. Slapp við freknur en slapp ekki við áhyggjur einnar dóttur af svoleiðis systemi.

Nenni nú samt ekki að þvælast butt naked inni hjá mér

Ragnheiður , 26.3.2008 kl. 11:21

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég slapp nú alveg við dónaskap foreldra minna, þau áttu bara okkur tvær, en mamma átti eina áður, það var smá dónó.  Besta vinkona mín átti sex systkyni, þannig að ekki var alltaf rólegt þar  maður fyrirgaf þeim alveg dónaskapinn því þar mátti borða eins margar sneiðar og maður vildi af fransbrauði með sultu og sneiðarnar máttu vera eins þykkar og hver kaus.  Ég var handviss um að ég fyndi aldrei mann sem væri nógu stór fyrir mig því ég var frá 6 ára aldri ca. 15 cm. hærri en allir aðrir í mínum árgangi, þvílíkt og annað eins álag   þetta er alveg óborganlegur pistill hjá þér að vanda

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 11:47

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég vissi ekki að ég væri svona dónaleg!

Ég hef rítt 6 sinnum.

Edda Agnarsdóttir, 26.3.2008 kl. 12:58

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

En Jenný, hvar eru freknurnar þínar, þú minntir mig á þær var búin að gleyma þeim, áttu ekki einhverjar eftir?

Ég man líka hvað ég skammaði þig fyrir allt meikið, eins og þú varst sæt án þess!

Edda Agnarsdóttir, 26.3.2008 kl. 13:01

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Edda: Segðu, en það var löngu seinna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 14:26

14 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

ehhe snildar lesning...segi ekki meir.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 26.3.2008 kl. 14:45

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góður pistill, hahahaha, En Demi er klár kona,  hlustaði á hana um daginn þar sem hún var einmitt að tala um, æskudýrkunina allsstaðar í dag, hún er t.d. um 45. ára, búin að láta laga sig til og frá, en fær samt ekkert að gera, afþví að, hún er orðin svo gömul, fær ekki einusinni að leika jafnöldru sína, því í þau hlutverk eru ráðnar mun yngri konur, hrukkulausar,  án þroska og sjálfstæðs vilja.   Og útkoman er því þessar  "týbísku Ammerríssku" kvikmyndir eins og þær eru, og leiksýningarnar eru innfluttar, yfirleitt frá Bretlandi. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.3.2008 kl. 15:34

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lilja Guðrún: Jabb hún er ansi flott og það er rétt sem þú segir, þau fáu hlutverk í amerískum glansbíómyndum fyrir konur á eðlilegum aldri, eru skipuð börnum.

Æskudýrkunin er í algleymingi.  OMG var þetta svona þegar við vorum ungar stelpur?

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 16:10

17 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Að auki þá er bannað samkvlæmt skilmálum moggabloggsins að gera það sem handtöskuserían er að gera. Svo ég vitni í skilmálana:


Óheimilt er að senda ruslpóst (spam) og auglýsingar í gegnum kerfið eða að nota það á annan hátt í atvinnuskyni. Lokað verður fyrir aðgang notanda sem verður uppvís að slíku eða misnotar gestabækur eða aðra hluta kerfisins

Þannig að ég skil ekki alveg afhverju Mogginn lokar ekki á þetta fyrirtæki. 

Sigrún Ósk Arnardóttir, 26.3.2008 kl. 19:02

18 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Nei, Jenný þetta var ekki svona.  Þá værum við enn uppteknastar af okkur sjálfum.  Okkur fyndist við vera fæddar árið núll, og enginn gat neitt, eða var neitt, fyrr en við komum til sögunnar. 

  Og þá hefði hvorug okkar haft áhyggjur af nokkrum freknum.  Og þú hefðir ekki, ákveðið bjarga þér með meiki og púðri, eins og amma þín notaði,  þú hefur þá séð hana, sem svo, glæsilega konu, að þú settir samasem merki milli þín, og hennar, þegar þú mundir byrja í Hagaskóla.  Svo þarna var virðing upp á við, virðing fyrir reynslunni.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.3.2008 kl. 23:31

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lilja Guðgrún: Góð.

SÓ: Það geta allir opnað bloggsíðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 23:34

20 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þetta minnti mig á þennan gamla pistil hér:

http://jonaa.blog.is/blog/jonaa/entry/249683/

Ég þoldi ekki á mér freknurnar þegar ég var krakki. Fannst ég alltaf virka krumpuð í framan (hefði betur kunnað að meta á mér fésið á þeim árum). Langt fram á fullorðinsár ''leið mér freknótt''. Ég held ég hafi uppgötvað fyrir ca 5 árum að ég var ekki freknótt lengur. Var þá búin að vera freknulaus í ca 20 ár.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.3.2008 kl. 23:41

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna, ésús hvað það var gaman að kíkja þarna.  Úff hvað maður hefur skemmt sér á blogginu.   Not a dull moment.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.