Leita í fréttum mbl.is

Sorgarfréttir

Ég var ekki fyrr búin að skrifa færsluna um áfallakvótann minn í morgun, þegar ég fékk slæmar fréttir.  Góður vinur okkar liggur fárveikur inni á spítala og er haldið þar sofandi.

Nú sit ég hér og reyni að senda hlýjar hugsanir og ljós til þessa vinar sem er okkur svo mikils virði.

Lífið er svona, sárt og vont stundum og það eina sem hægt er að gera er að leggja von sína á almættið (mitt persónulega) og hugsa fallegar hugsanir.

Annars hef ég sofið stóran hluta dagsins.  Er með hita, hósta og hósta og get NÆSTUM því ekki reykt, en einhvern veginn þræla ég mér í það samt.  Hóst, hóst.

Ég gafst sem sagt upp fyrir hita og beinverkjum (einn ganginn enn í vetur) og hugsaði sem svo; "if you can´t beat it, be it".  Þannig að nú er ég kvefpest.W00t

Hef ekki margt að segja, er satt að segja andlaus eftir þennan dag, sem ég vil hafa að baki sem fyrst.

Farið vel með ykkur, elskurnar.

Góða nótt úr djúpinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já Jenný mín, það er vont að vera boðberi slæmra frétta. Ég ætla að senda góðar hugsanir ásamt ykkur Einari og öllum hinum vinunum hans.

Læt vita ef eitthvað nýtt kemur upp.

Ragnheiður , 25.3.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk elskan, þetta er bara alveg ótrúlega sorglegt og vont.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2008 kl. 23:11

3 identicon

Elsku Jenný mín, sendi þér og þínum hlýjar hugsanir. Bið fyrir vininum.

Knús elskan.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 23:13

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi elsku Jenný mín þetta er leiðinlegt að frétta ég sendi góðar hugsanir til ykkar.

Góða nótt elsku Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.3.2008 kl. 23:15

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ leiðinlegt að heyra! Ég sendi honum og ykkur öllum hlýjar hugsanir og láttu þér svo batna Jenný mín

Huld S. Ringsted, 25.3.2008 kl. 23:18

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Jenný, sendi hlýjar fyrirbænir til vinar ykkar.  Kveðja til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 23:18

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sendi hlýjar hugsanir til vinar ykkar.....

Og vonandi hressist  þú sem fyrst...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.3.2008 kl. 23:36

8 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Knús

Svanhildur Karlsdóttir, 25.3.2008 kl. 23:41

9 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Vona að vini þínum batni fljótt og vel.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.3.2008 kl. 23:44

10 identicon

Hlýjar hugsanir frá mér til vinarins og þín með pestina. Trúm því að allt fari á besta veg

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 23:53

11 Smámynd: Óttarr Makuch

Sendi hlýjar hugsanir og bænir til þín og vinarins og vonandi fer allt eins og best verður á kosið.

Óttarr Makuch, 26.3.2008 kl. 00:02

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elsku Jenný mín. Skal taka þig og vin þinn með í kvöldbænina mína.

Heiða Þórðar, 26.3.2008 kl. 00:10

13 Smámynd: Hugarfluga

Enduróma allar þessar góðu hugsanir og bið þess að vinur þinn fái bata, Jennslan mín.  Vona líka að pestarpúkinn fari nú að láta þig í friði.

Hugarfluga, 26.3.2008 kl. 00:25

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir fallegar kveðjur.  Sendið þær út í nóttina, þær komast til skila.

Góða nótt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 00:40

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sendi hlýjar hugsanir til þín og þinna og óskir um skjótan bata. Nú verður þú að fara vel með þig. Kv. Lilja

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.3.2008 kl. 00:44

16 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 26.3.2008 kl. 01:09

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sársaukin á enginn landamæri, né hefur hann fyrirvara á.  Hann bara kemur og er eða fer.  Í þínu tilfelli vona ég að hann fari og það sem fyrst Jenný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband