Leita í fréttum mbl.is

Áfallakvóti Jennýjar Önnu

Ég er viðkvæm í dag, enda lasin.  Leggst ekki vel í undirritaða.  Ég hef verið að hugsa (já huxdagur hér á bæ, hvern fyrsta virkan dag eftir páska) um lífið og tilveruna, tilganginn og getuna til að takast á við það.  Ekki lítið verkefni, ég veit það en svona er þetta stundum.

Kveikjan að hugsinu var grein í visi.is um ungbarnadauða.  Þið sem þekkið mig vitið að það kemur ekki vel við mig.

Ég kann ekki vel að safna, nema lífsreynslu auðvitað, upp á gott og vont.  Enginn fer varhluta af áföllum í lífinu, þau eru mismörg eins og gengur, sum ásköpuð, sum ekki. 

Þegar mín persónulegu áföll hafa riðið yfir hef ég haldið, í fullri alvöru, að þetta gæti ég ekki höndlað, alls ekki, ég myndi ekki hafa það af.  Ekki séns að ég gæti hafið mig upp á lappirnar að þessu sinni og allur þessi pakki sem fer í gang þegar lífið verður erfitt.  En ég er ekki öðruvísi en annað fólk (eins gott að muna það svo mér slái ekki niður af spesveikinni), það er ekki um annað að ræða en að rísa á fætur og þvæla sér í gegnum lífið.  Það er nákvæmlega ekkert hetjutengt við að komast af úr áföllum, það eru engir aðrir kostir í stöðunni.  Þess vegna fer hetjutalið svolítið fyrir brjóstið á mér.

En svo sit ég hér, á fínum aldri, allt að því hortug og glottandi (ýkjur), af því að ég eins og svo margir aðrir á undan mér, náum okkur eftir áföllin.  Við byrjum að brosa á ný, getum gert grín að sjálfum okkur í dramatíkinni sem á undan er gengin og allt er eins og það á að vera.

Svo er það kvótinn.  Kvóti á manneskjulega harma.  Þegar barnabarnið mitt dó argaði ég á guð og mér fannst að hann hafi farið vel yfir mörkin, varðandi mig og mína fjölskyldu.  Svo rann það upp fyrir mér að það er enginn áfallakvóti til og guð var ekki merkjanlegur í áfallateyminu.  Þá gerðist ég sjálfstætt starfandi áfallafrömuður og leit til sjálfrar mín og stöku fagmanna í baráttunni við lífið.

Það er kannski þess vegna sem ég er öruggari með að höndla möguleg áföll framtíðarinnar.  Minn persónulegi guð er auðvitað með í myndinni, en ég er arkitektinn, skemmtanastjórinn og dyravörðurinn og vei þeim sem ætlar að vera með vesen við heilaga þrenningu.

Ég veit, hugsanir geta kallað á eitthvað, en hvað get ég sagt?

Lagið um minn einka guð er hér og lagið er flutt af dauðlegum manni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að enginn komist gegnum lífið án þess að verða fyrir áfalli/áföllum.  Það sem er öðruvísi er hvernig fólk tekur á áföllunum í lífi sínu.  Sumt fólk kemst nefnilega aldrei út úr þeim, situr sífrandi og vælandi allt sitt líf yfir hvað það eigi bágt, og heimtar vorkunn af öllum sem nálægt koma.  Þeir aftur á móti sem ég kalla hetjur, er fólkið sem vinnur sig út úr áföllum og notar reynslu sína til að gefa öðrum af henni, alveg eins og þú gerir hér oft og mörgum sinnum með snúrublogginu þínu.  Ætli þú hafir tölu á öllum þeim manneskjum sem eiga betra með að sætta sig við sjálfa sig, hafa tekið sér tak, eða einfaldlega eiga betra líf af því að lesa það sem þú miðlar af þinni reynslu, einlæg og fordómalaus ?

Nei sumt fólk höndlar líf sitt af hetjuskap, meðan aðrið guggna og nánast hætta að vera til sem einstaklingar.  Það er ekki einu sinni hægt að bjarga svoleiðis fólki, því það hreint og beint þrífst best í sjálfsvorkuninni og vill ekki láta bjarga sér frá henni. 

Eða jafnvel verra, þeir sem verða hatursfullir og argir út í allt og alla, vegna þess hve illa hefur verið farið með þá.

Ætli við þekkjum ekki flest svoleiðis fólk ef vel er að gáð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2008 kl. 11:07

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jenný til þín

Listin að lifa, hin erfiðasta, nauðsynlegasta

og æðsta list allra lista, er framar öllu listin

að hugsa, að hugsa fjrálslega, af einlægni,

djörfung og alvöru.

Ía Jóhannsdóttir, 25.3.2008 kl. 11:14

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásthildur: Ok, þú hefur nokkuð til þíns máls, en mér finnst hetjudæmið ofnotað, út um allt.  Takk fyrir falleg orð í minn garð og takk fyrir þetta frábæra innlegg.

Hallgerður: Takk fyrir mig, en ég fer í vörn þegar fólk segir að ég sé oft lasin vegna þess að það er rétt. Hehe, með sykursýki, reykjandi eins og mófó, fæ ég bronkitiz og lungnabólguafbrigði reglulega, með hitatoppum og yndislegheitum.  En ég er samt ánægð með lífið.  Ójá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2008 kl. 11:18

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Ía og Hallgerður.  Þú skilur mig vúman (Langbrók).

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2008 kl. 11:28

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Assgoti góður pistill mín kæra. Ég skil hvað þú meinar með ofnotkun á hetjudæminu. En stendur ekki einhvers staðar að hetja sé sú manneskja sem stendur keik og horfist í augu við eigin ótta? Dílar við hann í stað þess að flýja?

Jóna Á. Gísladóttir, 25.3.2008 kl. 11:30

6 Smámynd: Hugarfluga

Og á ég nú að koma með eitthvað gáfulegt á eftir þessum spekingum hér á undan.  Má ég ekki bara segja "takk fyrir, Jenný" í þetta sinnið. Er svo asskoti meir og viðkvæm þessa dagana að þessi færsla nægði til að ég fór að grenja. Þetta er auðvitað engin hemja.

Hugarfluga, 25.3.2008 kl. 11:48

7 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Takk fyrir góðan pistil

Svanhildur Karlsdóttir, 25.3.2008 kl. 12:36

8 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Ekki hugsa, heldur þakka og framkvæma

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 25.3.2008 kl. 13:16

9 identicon

Gaman að lesa bloggið þitt les líka Alkann á visir.is

Lifi edrú glöð hamingjusöm og frjáls eins og þú

LL

LisaLotta (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 13:31

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Einn af þínum albestu, segji & skrifa það, þar með viðurkenni það.

Steingrímur Helgason, 25.3.2008 kl. 13:51

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Æi Jenný mín hvað þetta er góður pistil hjá þér...er alveg sammála þér með þetta  hetjutal....oft eru ekki aðrir kostir í stöðunni en að halda áfram. Þó þekki ég fólk sem finnst í alvöru að mestu erfileikar heims hvíli á þeirra öxlum, handarbakið liggur þétt að enni, þungt er dæst og píslarvættis syndrom er í algleymi....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.3.2008 kl. 13:52

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður pistill hjá þér elskuleg.  Við erum greinilega á sömu línu í dag, hugsi og minnumst.  En við erum sterkar stelpur það veit ég.  Hafðu það sem best í dag elskuleg.    lagið er gott, ég á líka svona minn persónulega Jesú

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 13:54

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir yndisleg komment öll sömul.

Fluva: Risaknús og baráttukveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2008 kl. 13:56

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eftir því sem árin færast yfir mann, úff þetta hljómar eins og á grafarbakkanum  Þá verður reynslan og yfirsýnin á lífið sterkari.  Fólk metur meira og betur það sem það hefur og sleppir hinu.  Þá líka verður maður opnari fyrir öðrum og skilur betur hvað annað fólk er að ganga í gegnum, þetta er alveg eins og fyrstu sporin, þ.e. ég - þú - við, þegar barnið uppgötvar sjálft sig, síðan mömmu og svo að þær eru báðar til.  Þannig uppgötvum við smám saman að annað fólk er líka til, finnur til og hefur allar sömu tilfinningar.  Við segjum þetta oft og heyrum það ennþá oftar þegar við erum yngri, en eftir því sem maður verður eldri, þá kemur skilningurinn á því að þetta er í raun og veru svona.  Þess vegna verður maður yfirleitt umburðarlyndari með árunum.  Ég segi yfirleitt, því það vill brenna við að fólk sé svo sjálfhverft að það þroskist aldrei upp úr eigin egói.  Því fólki líður ekki síður illa en öðrum, því það mun aldrei skilja hlutina eins og þeir eru.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2008 kl. 14:03

15 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Skil hvað þú meinar og hef einmitt hugsað það sama...

Laufey Ólafsdóttir, 25.3.2008 kl. 14:39

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"I want some red roses for a blue lady
Mister florist take my order please
We had a silly quarrel the other day
I hope these pretty flowers chase her blues away"

Hrönn Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 16:45

17 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Já maður segir einmitt oft þetta gæti ég aldrei dílað við en er ekki sagt að það sé ekki meira á okkur lagt en við getum borið.

Eyrún Gísladóttir, 25.3.2008 kl. 21:01

18 identicon

Frábær færsla og kommennt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:26

19 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er einn albesti pistill sem ég hef lesið.   Minn persónulegi, ásamt, arkitektinum, dyraverðinum og skemmtanastjóranum mínum, tökum ofan,  fyrir þér og Þínum Persónulega og þinni heilagri þrenningu. Öðruvísi,  kunnum við ekki að votta þér og þínum virðingu okkar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.3.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband