Leita í fréttum mbl.is

Já ég veit að það er komin nótt...

 

..og að það á ekki að blogga eftir myrkurWhistling en mér er sama, slétt sama og ég geri það samt.

Kl. er 00:41 að staðartíma, veðrið er skítsæmilegt, þvottur ófrágenginn, uppvask líka, en annars er allt í sómanum.

En..

nú er hvunndagur á morgun og ég þarf að vakna í bítið og hvað geri ég þá?  Jú ég sit og vaki.  En í gær, fyrradag, daginn þar áður og hreint alla páskana hef ég farið að sofa fyrir miðnætti.  Nú dauðsé ég eftir því, hef örugglega misst af mikilvægum upplifunum.

Ég er sem sagt á lífi, og núna er ég að vísa til loforðs sem ég gaf fyrr í kvöld, að láta vita af mér, svo fremi sem ekki væri búið að fyrirkoma moi.

ÉG LIFI!

Hvað á ég að gera?  Mér líður eins og ég hafi fengið adrenalín í æð.

Sussusussu,

ég get fengið mér te

eða kaffi (strike this one)

farið í bað

út að labba

en ég geri ekkert af þessu.

Ætla að lesa í AA-bókinni og fara svo að sofa í hausinn á mér.

Dreymi ykkur ógeðslega vel og fallega.

Kikkmíonmæhedd!

Péess; húsband keypti ekki handa mér páskaegg, enda engin þörf á því ég get séð um mig sjálf.  Ég keypti eitt lítið kvikindi og skilaboðin voru (í boði Freyju):

Svo er auður sem augabragð, hann er valtastur vina.

Mikið skelfing er ég sammála.

Já,já,já, farin að lúlla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Flottur málsháttur. Góða nótt... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.3.2008 kl. 00:55

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ef rætt er um peningaauð.  Auður getur samt táknað svo margt, mannauður, auður er gulli betri, og bara hvað sem er, ekki endilega þetta peningaeitthvað. Sá auður sem ég tel mig eiga er þessi sem mölur og ryð fá ekki grandað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2008 kl. 01:09

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nóttin er ekki úti.....Annars heitit móðir mín Auður

Hólmdís Hjartardóttir, 25.3.2008 kl. 02:17

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heitir

Hólmdís Hjartardóttir, 25.3.2008 kl. 02:18

5 identicon

Góðan dag mín kæra.Fínt veður hér.Sundveður hehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.