Leita í fréttum mbl.is

Gjallarhornsfíbblið

Jæja, hér er mynd af mér sem húsband tók af mér núna áðan.  Það sést kannski ekki, en ég var að versla fyrir páskana.  Djók.

Ég er alveg svakalega bloggin í dag, enda hefur dagurinn (með smá undartekningum) liðið við lítið.  Ég verð svo undarleg á páskum, veit ekkert hvað ég á að mér að gera.

Ég hitti konu áðan, í verslunarferðinni, hún er hávær og miður skemmtileg, enda þekki ég hana nánast ekkert.

Hún: Ég las það á blogginu þínu að þú hefðir farið í meðferð!! Ertu edrú?

Ég (lágt): Jabb. (Hugsaði: en þú gjallarhornsfíbblið þitt?).

Hún: Þú féllst um daginn sá ég, hvað ertu að pæla?

Ég: Hm.. það var stutt fall og ég fór strax inn á Vog (ég hvíslaði).

Hún: Frusssssssss aumingjaskapur.

Ég: Já finnst þér það.

Hún: Jább, klárlega.

Ég: Gleðilega páska.

Hún: (brosir sínu blíðlega og kallar til Ísafjarðar) Ég elska að lesa bloggið þitt.  Það er alltaf eitthvað vesen á þér.  Við liggjum yfir því vinkonurnar.

Ég:#%))$)$W)%(#=($%ö

Jájá, gaman að hitta fólk.

Ég hreinlega elska fólk (með örrrrrrfáum undantekningum)

Ekki segja að ég deili ekki með ykkur mínu stórskemmtilega lífi hérna.

Alltsvo yfir og út!

Súmíbítmíbætmí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

 Kva,kann fólk sig ekki í búðum ? Næst notum við steinþegjandi heimsendingarþjónustu !

Ragnheiður , 22.3.2008 kl. 17:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er örugglega konan sem kvartar við heimilislækninn sinn yfir iðraverkjum í Hagkaup, og glennir upp munninn þegar hún sér tannlæknirinn í Kringlunni, hún aukinheldur þarf að rífast við skólastjórann yfir síðustu einkunum yngsta krakkans þegar hún hittir hann óvænt á kaffihúsi.  Það eru enginn mörk hjá sumum, heldur er leiksvæðið öll jörðin ef því er aðskipta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2008 kl. 18:04

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ja hérna þetta þykir mér dónaleg framkoma.  Sumt fólk er bara ekki alveg í lagi.

Ía Jóhannsdóttir, 22.3.2008 kl. 18:07

4 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

 þ essi kona hlítur að hafa hlotið einhvern heilaskaða einhvertíma fólk semer í lagi talar yfir höfuð ekki svona og hvað þá út í búð þú hefðir átt að sparka í sköflunginn á henni

Eyrún Gísladóttir, 22.3.2008 kl. 18:18

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Vonandi les gjallarhornið þetta og skammast sín upp fyrir haus! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.3.2008 kl. 18:36

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"það er alltaf eitthvað vesen á þér....."

lovjú

Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2008 kl. 18:42

7 identicon

Þetta er nú bara argasti dónaskapur í þessari konu.

Bryndís R (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 18:43

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hún hefði þurft hljóðkút þessi! Hún hefur ekki beðið um eiginhandaráritun??

Huld S. Ringsted, 22.3.2008 kl. 18:50

9 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Takk fyrir þín bráðskemmtilegu blogg.  En þegar fólk opnar dyrnar að lífi sínu má búast við öllu, því miður.

Með páskakveðjum til þín og fjölskyldu þinnar.

Ásgerður Jóna Flosadóttir

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 22.3.2008 kl. 18:54

10 identicon

 

.Það er svo neyðarlegt að lenda í svona.Við Krumma eigum svona taktlausan ættingja sem getur verið dásamlegt stundum hahahahahaha

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 19:25

11 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Í alvöru? Sagði hún þetta?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.3.2008 kl. 19:50

12 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, þetta er álíka skemmtilegt og köld vatnsgusa að hitta svona fólk og minnir mig óneitanlega á samstarfskonu sem sá mynd af manninum mínum og sagði með einlægri undrun: Hva bara myndarlegur maður! Gleðilega páska Jenný mín.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.3.2008 kl. 20:20

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

hehe, auðvitað les hún og standi það í henni og st...

segi svona.

Þið eruð frábær

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2008 kl. 20:31

14 Smámynd: Karl Tómasson

Gleðilega páska kæra Jenný og hafðu það gott. Síðast en ekki sýst,  takk fyrir allar þínur skemmtilegu hugleiðingar.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 22.3.2008 kl. 20:43

15 Smámynd: Sigrún Óskars

Er þetta satt? Mér fannst svo fyndið að lesa þetta. Maður finnur alltaf eitthvað skemmtilegt "vesen" á blogginu þínu.

Hafðu það gott yfir páskana, vona að þú fáir stórt páskaegg - og skemmtilegan málshátt.

Sigrún Óskars, 22.3.2008 kl. 20:47

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eiginlega svolítið frábært þetta með vesenið, hjá þessari annars mjög dónalegu tru... ég meina frú Ætli hún sé ekki almennilega læs ? Elsku Jenný mín af hverju argaðir þú ekki á móti ? Til dæmis eitthvað um "hinn" manninn hennar eða eitthvað svona lítið og sætt

Jónína Dúadóttir, 22.3.2008 kl. 21:03

17 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Oj, dóninn!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.3.2008 kl. 21:37

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha ég myndi trúa hverju einasta orði ef þú hefðir ekki nefnt þetta með hvíslið. Allt getur staðist nema það að þú hafir hvíslað. Þú hefur örugglega þagað og gefið henni einn á'ann

Jóna Á. Gísladóttir, 22.3.2008 kl. 21:39

19 Smámynd: Anna Mae Cathcart-Jones

Ef ég myndi hitta vinkonu mína ( tökum sem dæmi ) og hún myndi babbla um það að ég hafði sparkað í strák og farið til skólastjórans ( sem myndi nú ekki gerast af því að ég er fyrirmyndar nemandi og ég kemst upp með allt ) fyrir framan alla þá myndi ég fá heilablóðfall og það kæmi gufa út úr eyrunum á mér!En maður verður að halda ró sinni og segja fljótt:Já já´.Í alvörunni.Er það.Já veistu,mjóg gaman að spjalla, já bæOg labba út.

Anna Mae Cathcart-Jones, 22.3.2008 kl. 21:48

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna Mae: Þú ert frábær

Jóna: Ók ég hvíslaði ekki en ég reyndi að lækka í mér röddina.  Hm..

Annars hló ég upphátt hérna þegar ég las kommentin.  Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2008 kl. 23:59

21 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sykurlaust páskaegg fyrir Jenný og málshátturinn:...betra er að vera hálfur en álfur , hvað ætli ég fái:...mark eða spark Who cares!

Eva Benjamínsdóttir, 23.3.2008 kl. 00:40

22 Smámynd: Hugarfluga

Garg, hvað ég vona að konan sé að lesa. Alveg með móðu á gleraugunum af frústreisjón að reyna að finna witty comment.

Hugarfluga, 23.3.2008 kl. 00:57

23 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Konan skemmtir sér örugglega ekki yfir þessu bloggi og liggur ekki yfir þessum athugasemdum með vinkonum sínum. -  Og þó, kannski fussar hún og sveiar yfir dónaskapnum í þessu "Gjallarhornsfífli" með vinkonunum. -  Og dásamar sjálfa sig í hljóði fyrir hve "opin og hreinskilin" hún er við fólk sem sparkar ekki á móti.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.3.2008 kl. 01:22

24 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhaha, hvað er að fólki? Annars bloggaði einu sinni um vandræðalega uppákomu hjá pabba konu sem ég þekki. Hann vann sem áfengiseftirlitsmaður, konan hans sem fangavörður og einnig sonur hans (nýbyrjaður á Litla Hrauni). Gamall, heyrnarlítill maður hitti hann í röð í fiskbúð og argaði m.a.: Þú alltaf í brennivíninu? Og konan í tugthúsinu? Er ekki sonurinn kominn á Hraunið?

Hehhehehe. Páskaknús! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.3.2008 kl. 08:33

25 identicon

Ég býst við að mitt svar hefði verið eitthvað á þessa leið..... jaaaaá !!! þaðan þekki ég þig ! varst það ekki þú sem slóst innverumetið á Vogi??? annað eins hefur ekki þekkst né munað síðan Vogur var stofnaður. Ertu enn í sömu nærunum sem þú neitaðir að þvo efitr heilar tvær vikur ??? ha, eða já alveg rétt , þú fórst þaðan á Klepp var það ekki ???? Sorglegt ! en gangi þér vel .... svo myndi ég ekki gefa henni færi á að svara heldur ganga bara burt ..........

eða svei mér , kannski þögnin sé bara besta svarið þegar svona fólk á í hlut.

Helga (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 09:19

26 Smámynd: Heiða  Þórðar

Njóttu dagsins og gleðilega hátíð

Heiða Þórðar, 23.3.2008 kl. 10:55

27 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

kannski sljákkar í henni við að lesa þessa færslu :D

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 23.3.2008 kl. 10:58

28 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Heyrðu Jenný, ég vissi ekki að þá hafir fallið? Meiddirðu þig mikið? Hva seiru varstu lögð inn? Fór mjaðmagrindin? Vona þér batni fljótt.

Edda Agnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986901

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.