Leita í fréttum mbl.is

Nýbaðaðir, nýrakaðir og púðraðir

 

Ég hef átt yndislegan dag.  Fermingin var falleg og fermingarveislan frábær og barn dagsins, Jökull Bjarki ljómaði eins og sól í heiði.  Myndir birtar síðar.  Það er möguleiki á að ég skelli inn nærmynd af fótabúnaði, þar sem margir hafa grátið í mér og beðið mig um að sýna mínar fögru ristar á blogginu.

Hm...

Ég sat hérna við sjónvarpið, sæl og ánægð en örþreytt, enda ekki nema von, búin að hlaupa út um allt á þeim háhæluðu, sósjalísera og vera skemmtileg innan um alla mína eiginmenn.

Mamma sagði við mig í veislunni (dálítið illkvittnislega, að mér fannst, þó hún þvertaki fyrir það konan) að sér fyndist tilvalið að ég léti taka mynd af mér með öllum mínum eiginmönnum, enda þeir mættir til að fagna fermingardrengnum, í sínu fínasta pússi.  Allir nýbaðaðir, nýrakaðir og púðraðir, eða þannig.  Þessi hugmynd móður minnar fékk góðan hljómgrunn og einn af mínum fyrrverandi stakk upp á að ég myndi síðan láta myndina á bloggið.  Minn núverandi glotti kvikindislega og ég var við það að tapa húmornum.  Djók, tapa honum aldrei.

W00t...

Svo sat ég hér, sem sagt,  eins og klessa og horfði á Gillzenegger hjá Jóni Ársæli.  Það gerði ég eingöngu af því ég nennti ekki að teygja mig í fjarstýringuna.  Maðurinn kom ekki á óvart, hann var jafn ósjarmerandi og ég var búin að ímynda mér að hann væri.  Ég vorkenndi honum eiginlega, svo döll líf að lyfta, éta fæðubótaefni, fara í ljós og vera þykjustutónlistarmaður og vera svo, þar að auki, stútfullur af kvenfyrirlitningu.

En hvað um það..

ég er farin að sofa.  Já sofa.  Gangið hljóðlega fram hjá verkamannsins kofa og verið ekki með háreysti hérna á síðunni minni. 

Knús í nóttina.

Later!

Ómæómæ!

Ég er í kasti hérna.  Ætli ég sofni?

 Læfistúgúdd!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Myndina af þér með öllum - takk fyrir!

Þetta hefaur samt verið yndislegur dagur sé ég þrátt fyrir þá alla!

Edda Agnarsdóttir, 16.3.2008 kl. 22:06

2 identicon

Góða nótt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Þetta með myndina væri nú pínu húmor

Eyrún Gísladóttir, 16.3.2008 kl. 22:26

4 Smámynd: Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador

Myndin var MUST  Bouncy 4Red HatBouncy 4

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 16.3.2008 kl. 22:37

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig Jenný mín.  Þessi ágæti hvað hann nú heitir annar,sá ekki þáttinn en hef heyrt hér ýmislegt rætt um hann, og ég segi sama, þó bara helmingurinn af því sem komið hefur fram væri satt, þá vorkenni ég honum, þetta er svona gerfikall, hvorki né, ekki einu sinni karl... nú eða kona

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2008 kl. 22:59

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Úps..what a day!!!!  Innilega til hamingju með fermingadrenginn.  Örugglega verið flottastur! 

Mynd af þér með öllum ,, snillunum" þínum,..... humm, gæti hugsanlega glatt marga.  Mamma þín er auðheyrilega með húmorinn í lagi, ekki spurning.  

Ía Jóhannsdóttir, 17.3.2008 kl. 00:02

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gratjú með fermíngarúngann.

Einu hegg ég samt eftir & verður mér til spurnar...

Ef að myndin er af þér & þínum fyrrverandi, er þá rétt hjá mér gizkað að þú sér næst til hægri í efri röð ?

Er það ekki bloggpólitíkst órökrétt ?

Steingrímur Helgason, 17.3.2008 kl. 00:06

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þú hefur greinilega ekki fengið að vera með á myndinni eftir allt saman..

Jóna Á. Gísladóttir, 17.3.2008 kl. 00:34

9 Smámynd: Tiger

Innilegar hamingju óskir með Jökul Bjarka, sem í gær - sunnudag - breyttist úr ungum dreng í ungan mann. Viss um að amman var bara flottust þarna.. og jams.. sjaldan fellur djókgenið langt frá fögrum  móðurættleggnum *flaut* - ekki satt?

Tiger, 17.3.2008 kl. 03:17

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður: bíddu bara góða og góðan daginn sjálf.

Tigergopper og þið öll: Takk fyrir sætar kveðjur.

Jóna og Steingrímur: Eruð þið þau einu sem föttuðu djókið með myndina hér að ofan?  Gott að ég á bræður í húmornum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2008 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband