Leita í fréttum mbl.is

Gangandi rekstrareining

bb

Ég stefni að hugarjafnvægi.  Það hefur í för með sér að utanaðkomandi áreiti truflar mig lítið.  Sko það er ætlunin en ég er svo sannarlega ekki búin að ná þessu jafnvægi svo vel sé, enda þarf ég stöðugt að æfa mig.

Bubbi þarf athygli og núna er ég t.d. að gefa honum hana.  Hann vill auðvitað meira áhorf á þáttinn sinn Rokkstar Bubbanóva.  Ein lélegast eftirlíking á útlendum þætti sem ég hef séð.  Þetta er auðvitað ekkert annað en karókíkeppni og mér sýnist á öllu að þetta sé sérhannað utan um kónginn og að hans hátign beinist sviðsljósið.  Allir aðrir eru propps og aukaleikarar.

Og mér væri slétt sama..

..ef ég væri ekki stöðugt að heyra utanað mér einhverja palladóma um menn sem Bubba er uppsigað við.

Dæmi:

Siggi Lauf var látinn fara með skömm úr þættinum og sendur í grafhýsi frægðarinnar.  Ég er viss um að Siggi, sem svaraði kóngi fullum hálsi í þættinum, hlaut í beinu framhaldi ekki náð fyrir augum hans hátignar.  Og þá gerðist Bubbi andstyggilegur.  Nokkrum dögum síðar má lesa á bloggsíðu Bubba að Siggi Lauf hafi verið látinn fara út þættinum vegna þess að hann er "hræddur við lífið".  Ég hélt að viðkomandi þáttur gengi út á sönghæfileika ekki hugrekki í lífsslagnum. 

Hvað þýðir annars að vera hræddur við lífið?

Nú er Bubbi kominn í rifrildi við Bigga í Maus.  Biggi er laglaus.  Hm... Ætlar Biggi að fara að syngja einhversstaðar?  Ég held ekki en hann skrifaði grein um þátt kóngsins í Íslenskri tónlistarsögu og hlaut ókeypis gagnrýni að launum frá kóngi.

Ég nenni ekki að velta mér upp úr þessu til allra hliða en þessi fyrirferðarmikli maður sem Bubbi er, (ekki hægt að opna blað án þess að fá ítarlegar fréttir af degi Bubba), mætti nú aðeins fara að taka til í eigin garði.  Hann er ekki hafinn yfir gagnrýni og ætti að sýna smá aðgát í nærveru sálar.

Svo gef ég 0,0 fyrir "listamennina" sem láta sig hafa það, viku eftir viku, að sitja með Bubba og "gagnrýna" þátttakendur í Bubbanóva.  Hversu desperat getur fólk verið sem fær sig til þess að taka þátt í þessum ljóta leik, þar sem ungar manneskjur eru notaðar sem rammi í kringum kónginn og þær oft teknar og gagnrýndar á miskunnarlausan hátt.

Nú segi ég...

Afsakið meðan ég æli lifur og lungum.

Og hér er umfjöllunin í Kastljósi gærkvöldsins

Guð gefi mér æðruleysi

Farin í meðferðina mína.

Úje

P.s. Eins gott að það komi fram að mér hefur alltaf fundist Bubbi flottur tónlistarmaður.  Ok, ekki svo mikið´eftir að hann varð gangandi rekstrareining, en fyrir þann tíma, algjör B-O-B-A/BOMBA

og ég meina það


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki annað en verið sammála öllu sem þú skrifar þarna Jenný um hinn annars stórgóða tónlistarmann Bubba Morthens. Það er greinilega stórt vandamál hjá Bubba þessa dagana að líta svo stórt á sig að hann sé yfir alla gagnrýni hafinn, en megi svo sjálfur valta yfir aðra eins og honum sýnist. Ég segi nú bara að mest af þessari gagnrýni hefur hann kallað sjálfur yfir sig með hroka.  

Stefán (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 09:27

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stefán: Bubbi mætti hafa til að bera smá virðingu fyrir fólki.  Það virðist alveg vanta þessa dagana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2008 kl. 09:36

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Kannski er þetta óþol hans Bubba fyrir gagnrýni bara viðkvæmni hjá honum...??

En það er greinilega vandlifað ef maður er stjarna

Marta B Helgadóttir, 12.3.2008 kl. 10:06

4 identicon

Jenný: (í tilefni af kommenti þínu hjá mér) já, við ERUM tvíbbar, nákvæmlega eins og talað út úr mínu hjarta.

Knús til þín og þinna

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 10:27

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hver er ekki sammála þér Jenný þú ert svo frábær penni,
og rétt er það sem þú ert að tala um, nú ef þú ert að tala um allt og ekkert er það bara líka flott.
Er alveg hætt að skilja Bubba og bara fólk yfirleitt,
allir eru alltaf að gera það, gott nema ég.
Hvernig væri að fólk, hvernig sem það er skapað, vinnur, bloggar og bara hvað sem er, fengi að vera til í sínum skemmtileg heitum,
án þess að hafa einhverja leiðindahakkara yfir sér.
Svo er eitt fólk er alltaf að misskilja allt, til hvess? maður bloggar bara og ef einhver skilur það ekki, þá er það ekki bloggarans mál.
Kannski skilur þetta engin, en það er bara allt í lagi.
                                   Knús á þig bestust.
                                       Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2008 kl. 10:41

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bubbi er góður og hefur gert margt gott, en hógværðin drepur engann, hann má tileinka sér smá af henni. 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.3.2008 kl. 10:42

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Bubbi var flottur á meðan hann var hrár og góður útiköttur. Er ekki jafnhrifin af honum eftir að hann varð svona rjóma-, rækju- og lúðuköttur. Svo er hann alveg hroðalega hörundsár og það má ekki minnast á hann nema mæra hann botnlaust.

Helga Magnúsdóttir, 12.3.2008 kl. 10:50

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég þori ekkert að segja - ég er svo hrædd um að þá lesi ég það í blaði á morgun að ég sé laglaus

Hrönn Sigurðardóttir, 12.3.2008 kl. 10:56

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

haha Hrönn alltaf fyndin

Kristín Katla Árnadóttir, 12.3.2008 kl. 11:51

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega sammála hér, og ég er komin með upp í kok af þessum manni, en ég hlusta aldrei á þennan Bubbovíus Eða Bubbanóva eins og Jenný kemst svo snilldarlega að orði. Eða Rokkstar Bubbanova

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2987324

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband