Þriðjudagur, 11. mars 2008
Elvis Karlson og fleiri hetjur
Nú er hér frétt um hversu margar mæður í nýjum sænskum barnabókum eru alkar, veikar á geði, uppteknar af sjálfum sér eða dauðar.
Pabbarnir eru að hverfa.
Halló, mina svenska vänner, þetta heitir að sofna á verðinum og vakna seint og illa upp af martröðinni.
Próblemin með foreldra hafa lengi verið einkenni sænskra barnabóka.
Þetta byrjaði í raun með Línu Langsokk (kannski fyrr) þar sem fullorðnir eru meira og minna stórbilað lið, nema pabbi hennar Línu, sem var skrýtinn eins og hún. Löggan, foreldrar Tomma og Önnu og flestir aðrir, er allt meira og minna illa gefið lið, barnslega saklaust og auðvelt að blekkja.
Svo dettur mér í hug Elvis Karlson, drengurinn sem á drykkfelda og sjálfsupptekna mömmu sem klínir nafni uppáhalds söngvarans á blessað barnið og veldur því að honum er strítt ferlega. Mig minnir, bara minnir, að pabbi Elvisar hafi verið að heiman eða svo mikill velúrmaður að ég hafi gleymt honum. Eina fullorðna manneskjan sem fútt er í er afi Elvisar.
Og ég tek annað dæmi. Uprreisnin á barnaheimilinu sem Olga Guðrún Árnadóttir las, svo eftirminnilega, í útvarpið 197tíuog eitthvað.
Það varð allt vitlaust í þjóðfélaginu. Þarna var verið að hvetja til uppreisnar. Börnin í sögunni tóku fóstrurnar gíslingu og heimtuðu að réttindi þeirra væru virt.
Stórhættulegar bækur.
Hm...
Svíar eru raunsæir en þeir mættu stundum hafa meiri húmor. Samkvæmt þessum bókum sem greinin fjallar um er ekki gaman að vera barn í Svíþjóð.
Hvað er nýtt spyr ég?
En sem betur fer eru sænskir krakkar eins og önnur börn. Þau gefa litteratúrnum einfaldlega langt nef og skemmta sér konunglega.
Kom igen!
Úje
Hættulegt líf mæðra í barnabókum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 2987324
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég las einu sinni sænska unglingabók um tvo drengi sem þráðu tvíbytnu svo heitt að þeir seldu sig einhverjum subbukarli til að eiga fyrir bátskriflinu. Ég lét bókasafnskonurnar vita og þær settu bókina í fullorðinsdeildina ... með töngum. Hef samt aldrei hugsað út í þessa óskemmtilegu móðurmynd sem dregin er upp í sænskum bókum. Skrýtið! Svíar eru svo meðvitaðir eitthvað og maður hefur heyrt að börnin séu einstaklega vel ræktuð þar. Veit ekki hvort sagan um íslensku foreldrana í Svíþjóð er sönn en þar átti víst að taka barn þeirra af þeim og koma í fóstur þar sem barnið var ekki talið í nógu góðu augnsambandi við þau hjónin sem áttu víst að hafa flutt til Íslands aftur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.3.2008 kl. 17:41
Svíar eru stundum alveg ótrúlegir. HVer hefur ekki lent í að horfa á sænska löggumynd, þar sem löggan byrjar á að ganga um ber að neðan, prumpa eða ropa. Þeir elska bæði líkamsmál og kynfæri. Gleymi aldrei Bergman og ógeðslegu myndunum hans, Ó sorrý það voru víst listaverk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 18:26
Gurrí: Man eftir Tvíbytnunni. Sérstök bók, það verður að segjast. Sögur af sænskri barnaverndarnefnd eru ýktar en þetta var ansi slæmt 1980-1990 amk. Annars fannst mér yndislegt að ala upp börnin mín í Svíþjóð. Svolítið glúmí þessar bækur en samt skemmtilegar.
Ásthildur: Ég elska Bergmann. Svona er lífið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2008 kl. 19:17
Mér leiðast sænskar bækur
Mér leiðast sænskar myndir
Annars góð, takk fyrir pistil
Ragnheiður , 11.3.2008 kl. 19:56
Tek undir með Röggu.
Held bara að allt sænskt sé leiðinlegt, guli liturinn, Volvó,, æi já bara allt.
Þröstur Unnar, 11.3.2008 kl. 20:05
Fannst sænskar myndir oft svo niðurdrepandi og þá sérstaklega ef Liv Ulman lék í þeim
En Lína, Emil og félagar, ekkert að því og bara skemmtilegt
M, 11.3.2008 kl. 20:12
Tek líka undir með Röggu.
Huld S. Ringsted, 11.3.2008 kl. 21:00
Tvíbytnan er reyndar danskur sósíalrealismi en ekki sænskur, verðlaunabók eftir Bent Haller, sem skrifaði líka Fuglastríðið í Lumbruskógi og eins og fimmtíu aðrar barna- og unglingabækur. Óþarfi að kenna Svíum um allt.
Nanna Rögnvaldardóttir, 11.3.2008 kl. 21:58
Ótrúlegt en satt,þá er ég alveg á sömu skoðun og Huld,Þröstur og Ragnheiðurkv.Linda
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.3.2008 kl. 22:01
Nanna: Takk, hehe, en það er næsti bær við.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2008 kl. 22:46
Hvernig ætli standi á þessu með húmorsleysið? - Hef oft velt því fyrir mér.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 23:23
Ég verð nú bara að viðurkenna að ég hef lítið séð af sænskum myndum og ekkert lesið af sænskum bókum en kannast þó auðvitað við einhver barnaævintýri þaðan - sem mér finnst fín. Kannski maður ætti að bæta úr þessu og lesa eins og eina sænska bók til að vita um hvað málið snýst... Knús í nóttina - á sænsku. BraBra..
Tiger, 12.3.2008 kl. 04:15
Æ, ég tek undir með Röggu, Huld, Þresti og Lindu. Knús á þig skvís.
Bjarndís Helena Mitchell, 12.3.2008 kl. 04:17
Ekki gleyma Einari Áskeli, engin mamma þar.
Snilldarbækur samt og í miklu uppáhaldi hjá krökkunum mínum.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.3.2008 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.