Þriðjudagur, 11. mars 2008
Pirringsblogg
Ég tók upplýsta ákvörðun um daginn um að ég myndi ekki blogga um það sem fer mest fyrir brjóstið á mér.
Þar var ma. innifalið dómar fyrir ofbeldisbrot, fréttir af fræga fólkinu og þá aðallega Bubba, misrétti og ójöfn lífskjör. Ég hef haldið mér á mottunni en ég er að springa. Ég er sprungin.
Minnsta pirringsefnið er auðvitað viðtengd frétt um að bloggarar séu margir þunglyndir og noti bloggið til að berjast gegn sjúkdómi sínum. Alveg er ég viss um að bloggarar eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Það er einhver árátta í gangi sem felst í því að skilgreina okkur sem eina ákveðna tegund af fólki, bölvuð vitleysa.
Fruuuuuuuuuuuuuusssss
Nú hafa fimm menn verið handteknir, grunaðir um að hafa nauðgað konu. Mennirnir eru útlendingar og konan líka. Það var vart búið að birta fréttina er ég sá að Frjálslyndi baráttumaðurinn á blogginu (nei, ég ætla ekki að linka á hann) var búin að gera þetta mál að kynþáttaissjúi. Það er slæmt ef svona atburðir, sem eru nógu skelfilegir í sjálfu sér, verði vatn á myllu þeirra sem eru uppteknir af "hreinu" Íslandi.
4 ára dómurinn yfir nauðgaranum um daginn var held ég, fyrsti dómurinn sem ég hef séð sem nálgaðist refsingu til samræmis brotinu. Ég vona að það hafi ekki skipt máli frá hvaða landi ofbeldismaðurinn kom.
Nauðganir eru grafalvarlegt mál. Mér finnst þjóðerni ekki eiga að vera aðalmálið. Íslendingar hafa nauðgað konum í stórum stíl í gegnum árin.
Nauðganir hafa alltaf verið jafn stórt vandamál hér og í öðrum löndum. Hinsvegar gerði smæð þjóðfélagsins og viðhorf almennings til nauðgana það erfitt fyrir konur (menn) að leita réttar síns. Það mun væntanlega breytast meir og meir með tímanum. Aukin umræða, fleiri úrræði og breytt viðhorf skila miklu.
En að öðru og léttvægara máli sem gerði mig hálf veika úr pirringi en það var Frímúrarakvöldverðurinn fyrir ríku kellurnar (kostaði 70 þús. krónur per. konu) þar sem að peningarnir runnu til Fiðrildaverkefnisins sem er verðugt verkefni að styðja. En stendur ekki í Bibbu að vinstri höndin eigi ekki að vita um hvað sú hægri gerir? Af hverju gaf þetta ríka lið ekki peninga í verkefnið, hægt og hljótt og borðaði heima hjá sér í staðinn fyrir að slá upp snobbdinner og láta Björgúlf Thor og annan nýríkan náunga, sem ég kann ekki deili á, taka á móti sér með súkkulaði og tilgerð.
Þetta gerir mig brjálaða. Verð að fara hér með æðruleysisbænina og þið sem eruð á því að svona liff sé eftirsóknarvert þá er svarið nei....
..ég öfunda ekki þetta fólk, ég aumka það í bölvuðu snobbinu og yfirborðsmennskunni.
Arg, bíðið á meðan ég kasta mér fyrir björg.
Later og annars góð.
Úje
Blogg gegn þunglyndi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dómar, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:11 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 2987164
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Það er ömurlegt þegar einhverjir hálfvitar grípa tækifærið og reyna að gera allt til að bæta fyrir ömurlegan málstað, þ.e. rasisma. Það ætti hreinlega að hætta að birta hvort um útlendinga eða Íslendinga er að ræða, það kemur í raun málinu ekkert við. Man samt eftir því þegar stúlku var nauðgað á Húsavík. Nauðgarinn hlaut dóm en bæjarbúar tóku sig saman og söfnuðu undirskriftum til styrktar nauðgaranum. Stúlkan og fjölskylda hennar urðu að flýja bæinn. Ekki voru þetta útlendingar. Þarna bættist í raun við aukanauðgun.
Helga Magnúsdóttir, 11.3.2008 kl. 14:21
en ekki betra að bauna pirrinu út í bitastrauma internetsins en að bauna því í heimilisfólkið?
Brjánn Guðjónsson, 11.3.2008 kl. 14:37
Ýmislegt sem hægt er að pirra sig yfir í dag. Ríka fólkið má gera það sem það vill mín vegna og gott að fá þennan pening í gott málefni. Örugglega eru sumir bloggarar þunglyndir alveg eins og ákveðinn hluti bankastarfsmanna er þunglyndur ja, eða kennara. Annars er ég bara frekar skapgóð í dag
Ásdís Sigurðardóttir, 11.3.2008 kl. 14:50
maður fellur nú bara niður í svartasta þunglyndi við þennan lestur. Ég öfunda Jens af ofsakætinni
Jóna Á. Gísladóttir, 11.3.2008 kl. 14:56
Jóna: Þetta er gleðipistill.
Ásdís: Hm.. þú meinar
Brjánn: Jú betra að pirrast á blogginu en við heimilisfólkið tótallí sko.
Helga M: Man eftir þessu máli, skelfilegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2008 kl. 15:02
Það er skelfilegt að hugsa til þess að það eru til menn/konur sem leggja sama krafta sína í því að misnota fólk sem ekki getur varið sig, upplyfjað eða bara minna í sér og ekki varnarhæft. Maður finnur sárlega til í hjartanu og skelfing er skömmin mikil í manni fyrir kynbræður sem slíkt fremja. Ætíð þegar maður heyrir af svona óskar maður sér krafta sem fært gætu tímann úr stað, aftur á bak, til að geta hjálpað hinum minni máttar.
Sannarlega satt hjá þér Jenný að íslenskir hafa misnotað íslenskar í aldanna rás, maður á ekki að pæla í þjóðerni í svona málum heldur heilaleysi þess sem brotið fremur og koma refsingu við hæfi yfir slík ómenni. Vonandi verður refsingin eins grimm og verknaðurinn sannarlega var.
Þotuliðið í þjóðfélaginu er og verður ætíð að sýna sig og sjá aðra, enda lítið gaman af því að borða heima hjá sér ef maður getur gert það á áberandi hátt þar sem allir fá að sjá ríkdæmið sem ekki getur þó keypt meira en mat, í það minnsta ekki hamingju. Vonandi er þetta lið hamingjusamt - því sannarlega felst hamingjan ekki í jarðneskum auð.
Svo að bloggþunglyndi.. well, við erum öll svo hættulega nálæg vananum og venjunum - að maður verður hálf smeykur um þá sem eru/verða fíklar í lífinu. Svo hættulega auðvelt að verða fíkill í bloggið finn ég að manni stendur ekki á sama. Ég verð hálf ómögulegur ef ég næ ekki að skoða alla bloggvini t.d. og reyna að láta vita af mér - ætli ég sé að verða bloggfíkill? En sannarlega getur bloggið hjálpað því hér er hægt að fá heilmikið af meðbyr undir vængi ef maður er í erfiðum lífsins sporum. Knús á þig í daginn og bænina Jenný mín.
Tiger, 11.3.2008 kl. 15:20
"bloggfíkn leiðir oft til bloggþunglyndis en ekki eru þó allir bloggarar fíklar eða þunglyndir, og ekki fá allir bloggfíklar þunglyndi þótt þeir reyni að brjótast undan fíkninni... " -- smá blogg-Freud
annars er ég ógeðslega sammála þér um þessar ríku, snobbið og það allt. Hver vorkennir ekki þessu fólki ég bara spyr?
Hafðu það sem best
halkatla, 11.3.2008 kl. 15:30
Ég er smeyk við þessa dóma. Mér finnst eins og það væri ekki verið að dæma svona eðlilega ef gerendurnir væru íslenskir
Heiða B. Heiðars, 11.3.2008 kl. 15:41
Heiða: Sammála, ekki einleikið hvað ég hef vonda tilfinningu gagnvart þessu.
Anna Karen: Long time, no see. Góð annars.
Tigtrcopper: Flestir missa sig í bloggið til að byrja með, svo rjátlast það af, þannig að þetta fer út í að verða normalt, vonandi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2008 kl. 16:23
Helga: án þess að ég vilji vera með dóma og alls ekki vil ég þykjast vita betur, en það er eins og mig minni að Húsvíkingar hafi sett þetta allt saman af stað vegna þess að þarna hafi verið brotið á stráknum, hann s.s. ranglega sakaður þar sem fjöldi vitna hafi verið að því að þetta var bara alls ekki nauðgun.
En þar sem ég hef þetta aðeins frá systkinum sem vitnuðu með stráknum þori ég ekki að fullyrða nokkurn skapaðann hlut, enda langt síðan þetta var og ég alls ekki með þetta á hreinu, var bara að velta fyrir mér......
Annars er óþolandi Jenný mín þegar maður er settur í dálk hvort sem það er bloggari eða eitthvað annað
Ylfa Lind Gylfadóttir, 11.3.2008 kl. 16:43
....ennfremur legg ég til að bloggið verði lagt niður.....
Hrönn Sigurðardóttir, 11.3.2008 kl. 17:41
Ég einmitt trúði því ekki að heyra enn og aftur í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins að tekið var fram að gerendurnir væru "af erlendu bergi brotnir". Hélt það hefði komið yfirlýsing frá RÚV um daginn að svona fréttaflutningi ætti að hætta. Óþolandi þar sem þetta kemur málinu ekki rassgat við og breytir engu um alvarleika glæpsins.
Ég er ekkert þunglynd, bara alvörugefin og einbeitt
Laufey Ólafsdóttir, 11.3.2008 kl. 20:43
ÚPPS. Ef ég hefði verið búin að lesa þetta hefði ég kannski tekið upplýsta ákvörðun eins og þú um að blogga ekki um sumt. T.d. hefði ég átt að lesa þetta áður en ég bloggaði um Bubba
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.