Leita í fréttum mbl.is

Alltaf í minnihluta

Ég er alltaf í minnihluta.

Ég er fædd með þessum ósköpum og mér er farið að leiðast það.

Ég sé ekki leið út úr þessu, ég á samleið með örfáum hræðum svona skoðanavæs, þ.e. ef mark er takandi á niðurstöðum kosninga og skoðanakannana.

Flokkurinn minn er alltaf í minnihluta á Alþingi.

Þeir eru aftur í minnihluta í borginni.  Dem, dem, dem.

Mér leiðist Spaugstofan.

Ég nenni ekki Arnaldi Indriðasyni.

Mig langar ekki í jeppa.

Ekki heldur plasmaskjá.

Mér finnst ítalskur matur frekar leim.

Orðið Shusi snýr við í mér maganum.

Ég er á besta aldri og keyri ekki bíl.

Og nú kom þetta mér algjörlega úr jafnvægi.

Ég tilheyri þessum 20% sem ekki horfðu á úrslit Laugardagslaganna á laugardaginn.  Var að vísu inni á Vogi en hefði ekki horft þó ég hefði verið með sjónvarpið í fanginu.  Alveg er ég viss um að restin af þessum 20% voru í útlöndum, höfðu skroppið í leikhús eða var beinlínis haldið frá sjónvarpinu með valdi.

Af hverju líður mér eins og ég sé geimvera?

Æmsóalón!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Jebb, þú ert algerlega utanveltu. Held ég neyðist til að meila á Þórhall og fá hann til að kristna þig í júró.

Langar ekki í jeppa? Ert ekki í lagi?

Þröstur Unnar, 28.2.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég get ekki jafnað þetta en sjáum nú til.

Ég á engan flokk.
Vil samt ekki núverandi meirihluta í Reykjavík.
Mér finnst Spaugstofan stundum góð, stundum ekki.
Ég hef lesið þrjár góðar eftir Arnald, eina lagði ég frá mér eftir nokkrar blaðsíður og tók hana ekki upp aftur. Hef ekki lesið nýtt eftir hann.
Ég á jeppa því ég vil getað komist út fyrir malbikið með túristana mína.
Hvað er plasmaskjár?
Sushi er ógeðslegt.
Ég er á svipuðum aldri en með minnapróf, meirapróf og leigubílapróf.
Ég hef horft á alls um 10 mínútur af Laugardagslögunum, það var í haust. Nennti ekki að horfa á úrslitaþáttinn.

Kannski er ég bara geimvera í aðra ættina.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 21:19

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gleymdi ítalska matnum:
Pasta er ekki matur, það er meðlæti.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 21:20

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Erum við ekki öll geimverur ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 21:23

5 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ég hlýt að vera geimvera líka því ég horfði sko ekki á úrslitin í Laugardagslögunum . Hef reyndar ekki horft á þau í allan vetur því mér leiddist fyrsti þátturinn alveg óskaplega mikið og langaði ekki að halda áfram að horfa. Reyndar leiðast mér líka spurningaþættir alveg svakalega mikið, önnur sönnun þess að ég er geimvera...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 28.2.2008 kl. 22:21

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já enn......þess vegna ertu svona skemmtileg kona....þú ert ekki eins og allir hinir.

Sjálf er ég gjarnan á skjön við meirihlutann, er þó með bílpróf og meira próf á moppuna mína..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.2.2008 kl. 23:03

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gulur, rauður, grænn og blár ... fjölbreytileiki er skemmtilegri en fábreytileiki... mig langar ekki í jeppa - ekki í plasmasjónvarp - elska Sushi (en mörgum finnst það vont svo ég efast um að þú sért í minnihluta þar) .. hef lesið tvær bækur eftir Arnald, Grafarþögn var góð en Kleifarvatn klén.  Hmmm...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.2.2008 kl. 23:14

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þú ert fullkomlega eðlileg á minn mælikvarða (sorrí tú breik it tú jú beibí) Ég á einn og hálfan þátt af þessum laugardagslögum, einn því ég var í heimsókn, hálfan því það var óvart kveikt á sjónvarpinu og ég gleymdi að slökkva. Hafði ekki hugmynd um að úrslitin væru væntanleg og missti því blessunarlega af þeim. Leiðist líka spaugstofan og júróvisjón.

Ég hef aldrei tekið bílpróf og jú, ég er að fara að blogga

Lovjú! 

Laufey Ólafsdóttir, 28.2.2008 kl. 23:18

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst þú bara ferlega normal......

Jónína Dúadóttir, 28.2.2008 kl. 23:28

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hata að þurfa að viðurkenna það, en í laumi er ég sammála þér með 'Plasmaskjái'.

Að öðru leiti jafnStefánumst við um ósammálið, ezzgan...

Steingrímur Helgason, 28.2.2008 kl. 23:31

11 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Við eigum greinilega margt sameiginlegt

tilheyrum sama flokknum, ég horfði ekki á laugardagslögin, ég borða ekki sushi, mig langar ekki í plasma, mér leiðist spaugstofan.  Við erum kannski þá bara báðar geimverur, en að minnsta kosti þá frábærar geimverur

Sædís Ósk Harðardóttir, 29.2.2008 kl. 01:13

12 Smámynd: Tiger

  Sú mí but i think u and me are trúlí fúl/l á móti, but ...

  if we kick some ass - we will get better.

Tiger, 29.2.2008 kl. 02:44

13 Smámynd: Signý

Ég er í svona sér deild held ég, þegar kemur að skoðunum, lífsviðhorfum, mat og því sem mér finnst vera gott sjónvarpsefni... Það virðist enginn vera sammála mér neinnsstaðar...

kannski erum við í sömu deild hvað þetta varðar?

Signý, 29.2.2008 kl. 03:13

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert allavega ekki ein í heiminum þó við höfum öll ólíkar áherslur.
Hver á að ráða því hvað er norm eða ekki.

Ég horfi næstum aldrei á sjónvarp og mér finnst plasmaskjárinn hennar dóttur minnar ekkert betri en gamla tækið mitt.
ég er þrælgóður bílstjóri, er nýkomin af jeppanum niður á jörðina,
ekki sátt.
Elska Ítalskan mat og shusi, elska bara allan mat, næstum.
öskureið út í pólitíkina í dag eins og svo oft áður,
þeir eru bara ekki að standa sig.
það sem verra er þeir halda þessir bjánar, að við séum trúgjarnir vitleysingar
Hver á eiginlega að segja hvað sé rétt og eða rangt???

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.2.2008 kl. 09:20

15 Smámynd: halkatla

sushi er viðbjóður (ég hef samt ekki smakkað það, enda væri það bara snobb), ég og þú erum alltaf sammála um stjórnmál, ef þú fílaðir dr spock þá værum við sammála um það líka

halkatla, 29.2.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband