Leita í fréttum mbl.is

Bölvuð brussan

 

Ég ætti ekki að skrifa þessa færslu, vegna hættu á frekari sjúkdómsgreiningum, en af því mér er slétt sama hvað fólki út í bæ finnst svona yfirhöfuð, meðan ég er sjálfri mér trú, þá deili ég með ykkur skemmtilegri reynslu minni frá deginum.

Þetta er játningablogg.

Ég er bölvuð brussa.

Eða skellibjalla, en það er of krúttlegt orð til að lýsa því sem ég er búin að afreka í dag, af því að ég flýtti mér of mikið, sást ekki fyrir og hegðaði mér ekki í samræmi við þær reglur sem ég hef sett mér í edrúlífinu mínu (hugsa, taka ákvörðun, framkvæma.  Í þessari röð sko) .  Þetta var ekki stórvægilegt, nema hreinsikostnaður á bíl og fötum, kemur til með að kosta hvítuna úr augum mér. Hehemm.

Ég átti að mæta á tiltekinn stað kl. 13,00 á dottinu.

Ég var í seinna lagi og þegar ég var komin út í bíl mundi ég eftir að ég hafði gleymt ákveðnum pappírum og gleraugunum mínum á eldhúsborðinu.

Ég út úr bílnum og skellti hurðinni blíðlega á höndina á mér, stökk upp stigann og datt á hausinn og meiddi mig í hnénu.  Komst áfallalaust út í bíl aftur með fenginn.

Tók viðkomandi pappíra, ásamt sígópakka, kveikjara, gleraugum og fleiru og dúndraði í handtöskuna en gleymdi að ég hélt á kókflösku (diet, ég er sykursjúk addna) og hellti henni yfir mig og bílinn á mjög skipulagðan hátt.  Það var pollur á peysunni minni, gallabuxunum og kápan rennandi blaut.  Bílsætið er útatað. 

Í dag ætla ég ekki að hreyfa mig nema á milli stóla, og ég ætla að gera það ofurvarlega.

Enda er ég með bullandi flensu.  Jóna smitaði mig í gegnum símann í gærkvöldi.

Farin að lesa.

Hóst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Æi Jenný - vona að þér batni flensan sem fyrst, svo ömurlegt að liggja í slíku - nema maður fái frí í vinnu á meðan og geti bloggast meira. Ætti að skamma Jónu - eða þakka henni?

Skellibjalla var hún kölluð litla Glingló sem var félagi Péturs Pan í samnefndu ævintýri, með eindæmum afbrýðisöm og skapheit - flögrandi um allt og snögg í snúningum. Ekki ertu Glingló - eða hvað? Uzz og ekki brussa stúlka, það er svo hrikalega neikvætt - hvað með létt-óheppin eða nett-misupplögð..?

Passaðu þig á sykurlausum drykkjum því það er svo mikið af aukaefnum skellt í slíka drykki - skilst mér. Mundu að hafa augun lokuð á meðan þú borgar hreinsikostnað - til að missa ekki hvíturnar dúllan mín..

  

Tiger, 28.2.2008 kl. 15:24

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyrðu addna brussan þín, þér virðist batnað í fætinum fyrst þú getur hlaupið svona handarsködduð upp og niður stiga eins og ekkert sé

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 15:27

3 Smámynd: Signý

Ok.... that's it!... við erum líklega bara rosalega mikið skyldar/skildar... Mér leið eins og ég væri að lesa um sjálfa mig..nema ég drekk ekki kók

En vonandi nærðu þessum flensuskít úr þér sem fyrst! hún er algjörlega glötuð... skammastuín Jóna!

Signý, 28.2.2008 kl. 15:30

4 identicon

Góðan bata skellibjallan þín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 15:36

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Fall er fararheill stendur einhvers staðar

Ía Jóhannsdóttir, 28.2.2008 kl. 15:36

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góðan bata og reyndu  að passa þig. mín kæra.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.2.2008 kl. 15:58

7 Smámynd: Kolgrima

Með flissandi en einlægri samúð óska ég þér góðs bata af þessari ótrúlega smitandi pest

Kolgrima, 28.2.2008 kl. 16:09

8 Smámynd: Dísa Dóra

  þetta gæti alveg hafa verið ég

Dísa Dóra, 28.2.2008 kl. 16:33

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sé alveg fyrir mér blíðlega bílhurðina skella á hönd frúarinnar.

Annars finnst mér stórkostlegast í þessu að þér skuli takast að meiða þig í hnéinu dettandi á hausinn. asninn þinn addna

Jóna Á. Gísladóttir, 28.2.2008 kl. 17:12

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bara svo það sé á heinu: Ég er ekki að ýkja.  Ekki nokkurn skapaðan hlut.  Var að lagast í hnénu frá því um daginn en sem betur fer var þetta hitt hnéð og áverkar ekki stórkostlegir.  Já það er vont að loka blíðlega á höndina á sér.  Muhahahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.2.2008 kl. 17:36

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heyrðu ertu kannski frá Brussel, brussan þín? kannast reyndar allt of vel við svona brussugang, ætla yfirleitt að geira meira og hraðar en ég get framkvæmt skammarlaust,  farðu vel með þig mola mín.  Leap Year ótrúlega leiðinleg hún Jóna að smita þig svona gegnum síma, er þetta gamla landlínukerfið??

Ásdís Sigurðardóttir, 28.2.2008 kl. 18:26

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Bestu kveðjur og betri von um bata

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.2.2008 kl. 18:54

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sumir dagar eru ótrúlegir......sjúkk hvað þú ert nú heppin að geta mökkað inni hjá þér, verandi með flensu og sollis.... láttu þér batna sem fyrst í hendi, fæti og flensu....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.2.2008 kl. 19:03

14 Smámynd: Ragnheiður

Shit...vinsamlegast vertu í rúminu ?

Ragnheiður , 28.2.2008 kl. 19:21

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vinsamlegast hættu að tala um þessa "sjúkdómsgreiningu" sem var ekkert annað en vinsamleg ábending.... ANNARS sjúkdómsgreini ég þig sjálf addna maníusjúklingurinn þinn sem getur ekki hætt að tala um eitthvað.... Sverð´a þúrt verri en ég.... eða amk jafn slæm!

Vorkenni þér ekkert að vera með flensu addna brussan þín.... ég er nýbúin að fá tvær!! JÁ FOKKING tvær helvítis flensur

Heiða B. Heiðars, 28.2.2008 kl. 20:14

16 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Ææi, en sumir dagar eru svona, gangi þér vel á morgun og næstu daga

Svanhildur Karlsdóttir, 28.2.2008 kl. 20:21

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Virkar stundum að flýta sér hægt, samt svolítið erfitt að læra það...

Jónína Dúadóttir, 28.2.2008 kl. 20:27

18 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Blessuð góða, fáðér hjálm og hnéhlífar og olnbogahlífar og svona rúbbípeysu sem er með púðum yfir axlir og bringu og alles. Þá ertu góð út í daginn

Svala Erlendsdóttir, 28.2.2008 kl. 20:33

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

 Heiða:Sjúkdómsgreining, sjúkdómsgreining, sjúkdómsgreining, sjúkdómsgre..n.in....gMátulegt á þig aulinn þinn að fá tvær flensur og vonandi færðu þær sem flestar

Annars allir í góðum gír bara, ha?

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.2.2008 kl. 20:49

20 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Bíddu... ertu með flensu því að þú ert brussa ? eða brussa því að þú ert með flensu ? eru einhver tengsl þarna á milli ?

Brynjar Jóhannsson, 28.2.2008 kl. 21:09

21 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þúaddna, vera góðari við Heiðari ...

Steingrímur Helgason, 28.2.2008 kl. 21:10

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur ég elska hana Heiðu sérðekkihjartaðmaður?

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.2.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 2985720

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband