Leita í fréttum mbl.is

Vér prímadonnur

 p

Það er þetta með prímadonnurnar.  Ég tengi við þær.  Er með dass af prímadonnu í mér (ofan á geðveikina sem ég var greind með um daginn í athugasemdakerfinu).  

Friðrik Ómar er búinn að skrá sig úr símaskránni.  Prímadonna?  Halló! Á ekki að henda sér í vegginn bara og hoppa út um kjallaragluggann?

Ég hef skráð mig úr símaskránni, Óli frændi, Guðbjörg frænka, Sigga systir, Vladislav pennavinur minn og fleira merkilegt fólk sem ég þekki.  Meira að segja mjög náið.

Ekki kjaftur sem hafði eitthvað um það að segja.

Mér er stórlega misboðið.

Bætmítúþebón!

Úje

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvaða geðveiki ? Er hægt að láta greina sig á blogginu ???

Jónína Dúadóttir, 28.2.2008 kl. 08:20

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Good Morningog bestu kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.2.2008 kl. 08:38

3 Smámynd: Dísa Dóra

þá hlýt ég að vera hálf prímadonna þar sem annað símanúmer mitt er ekki skráð í símaskrá

Dísa Dóra, 28.2.2008 kl. 08:55

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En ég skráði mig úr þjóðkirkjunni, skorar það ekki hærra, þú þarna Dramaqueen

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 09:14

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hey! Ég sótbölvaði, svo gamlir sjómenn hefðu roðnað, einhvern daginn þegar ég ætlaði að hringja í þig og fann þig hvergi í símaskrá!

Telur það?

Hrönn Sigurðardóttir, 28.2.2008 kl. 09:32

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Þjóðkirkjan er aukaatriði, en símaskráin er The Book. Mun aldrei láta afskrá mig þar. Það gæti alveg hugsast að einhver mundi reyna að hringja í mig some times.

Góðan daginn, annars.....

Þröstur Unnar, 28.2.2008 kl. 09:34

7 Smámynd: M

má nú fara úr skránni fyrir mér, þarf ekkert að fletta honum upp, hefði ekki vitað af því nema í  gegnum þig.  Hvernig svo sem þú vissir það, hvaða gossip frétt var ég að missa af ?

M, 28.2.2008 kl. 10:51

8 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Hva! eru ekki allir íslendingar nett geðveikir og með dramakvíín sindróm??

Svala Erlendsdóttir, 28.2.2008 kl. 10:57

9 identicon

Hvaða geðveiki ?  Er hægt að fá svona greiningu á netinu ?

Hmmm hverjum dettur í hug að hoppa útum kjallaragluggann nema þér  Jenný mín, snilldarhugmynd.. algjörlega.

Gott að þú sért komin aftur.  Ég hreinlega saknaði þín. Verð nú bara að segja það sko.

Þú ert dugnaðarforkur Jenný, ég sendi þér knús elskan  þú átt það skilið ..

Guðrún B. (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.