Leita í fréttum mbl.is

Samkvæmt stundarskrá

Á Vogi hef ég unnið frá morgni til kvölds, eftir stífri stundarskrá sem ma. inniheldur, fyrirlestra, grúppuvinnu, vitöl við ráðgjafa, lækna og svo auðvitað AA-fundir í lok dags.

Svo er matur og kaffi, sígó úti í kuldanum (hætt að reykja í maí, þetta er orðið svo hættuleg iðja, ekki lungnadæmið og allt það, heldur kvefið sem þetta bíður upp á, maður lifandi, ég er að kafna úr hósta).

En þrátt fyrir stífa vinnu, sem er bara gefandi, mannbætandi og lífsnauðsynleg öllum alkahólistum,( og almenn mannrækt í þokkabót), þá hefur mér tekist að lesa sem aldrei fyrr.

Ég á svo góðan eiginmann sem dældi í mig bókum eftir pöntun og ég saknaði reyndar bókatíðinda, því auðvitað fannst mér tilvalið að fá bara allan pakkann, fyrst ég var á annað borð búin að koma manninum á skrið.

Ég las:

Rimlar hugans eftir Einar Má, sem var vel við hæfi.  Fjallar um alkahólisma og afleiðingar hans.  Mér fannst hún góð, aðeins og mikið af endurtekningum og hefði hlutur Einars mátt vera stærri.  En hún er flott.

Hrafn Jökulsson, Þar sem Vegurinn endar:  Er mikill aðdáandi Hrafns, bókin er falleg en svo lókal á Strandirnar að mér fannst á tímabili ég vera að lesa símaskrána enda þekki ég ekki kjaft af Ströndum.

Beond Ugly, eftir Constance Briscoe: Las hana aftur, frábær bók, mæli með henni.  Hef bloggað um hana áður.

Karítas án titils: Upprifjun á dásamlegri bók sem ég átti ekki sjálf en fékk til eignar og endurnýjaði kynni mín við, mér til mikillar gleði.

Óreiða á striga: Sjálfstætt framhald Karítasar.  Er að byrja, efast ekki um að hún er góð.

AA-bók, 24stunda bókin ásamt öðrum alkabókum, lesið kvölds og morgna.

Og ég sem var farin að sofa upp úr kl. 23,00 á hverju kvöldi.

Jón Steinar hlýtur að vera með rétta sjúkdómsgreiningu.

Ég ER manísk.

Nei asnarnir ykkar, ég er skipulögð, edrú, frábær, hraðlesari og ofurkona.

Svo er ég hógvær svo eftir er tekið.

Annars bara góð.

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Innilega velkomin heim vinkona...!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Garún

Ertu komin heim litla krúttskrímsli???? Gaman..bloggið var bragðlaust án þín ..

Garún, 27.2.2008 kl. 10:10

3 identicon

Það er frábært að lesa bloggin þín, gangi þér vel með verkefnin framundan :)

Sólrún J (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:12

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fjandan sjálfan sagði Jón Steinar og hvar  viltu benda mér á það.  Gaman að sjá hvað þú ert hress elskuleg, fyrir utan hóstann.  Ég vaknaði 9 í morgun, ekki annað hægt eftir langan nætursvefn, sem var einungis rofinn í 3 gang af kelerís ketti (kallinn svaf) svo var sonurinn að fara í vinnuna sína nýju og skúra mín að koma og þrífa íbúðina.  Hér snjóaði svo ég veit ekki með gönguferðir í dag en ég reyni.  Knús á þig snillan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 10:24

5 Smámynd: M

Mannbætandi að fara inná Vog. Er bara ekki alki eða held ekki
Er að krafla mig  gegnum Rimlar hugans, finnst hún ekkert sérstök en gefst ekki upp.

Gott að fá þig tilbaka

M, 27.2.2008 kl. 10:25

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hey, til lukku með milljónina missti af,  já og Jón Steinar, ég fann fargins kommentið hans, gott að vita svona allt.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 10:28

7 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Gott að fá þig til baka á bloggið. ég er búin að bæta við mig fullt af bloggvinum til að reyna að finna svona skemmtilegan penna eins og þig, en bara gott að þú sért komin aftur og gangi þer nú hörku vel

Svala Erlendsdóttir, 27.2.2008 kl. 10:42

8 Smámynd: Kolgrima

Ég er ekki búin með Karítas en las Óreiðu á striga um jólin og fannst hún frábær - það er svo gaman að lesa um konur! 

Kolgrima, 27.2.2008 kl. 11:23

9 Smámynd: Unnur R. H.

Mikið svakalega ertu búin að lesa mikið kona, ha......Ekki get ég státað mig á sonna dugnaði á því sviði..Lygg bara í dönsku blöðunum þessa dagana, og svo smá í aa bókinni

Unnur R. H., 27.2.2008 kl. 11:23

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að vita að þú ert komin aftur Jenný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2008 kl. 11:36

11 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Er búin að lesa Rimlar hugans,Karitas og Óreiðuna, allt mjög góðar bækur

farðu vel með þig

Svanhildur Karlsdóttir, 27.2.2008 kl. 11:36

12 Smámynd: Tiger

  

Bókadælumaðurinn gerir greinilega allt til að styðja við bakið á þér, dásamlegt. Nauðsynlegt að hafa góða að baki sér þegar maður er að taka til í lífinu. Sagt að: á bakvið allar góðar konur er súperman! Eða var það á hinn veginn: Á bakvið alla stóra kalla er súperwoman!

  Kannski var það bara spiderman after all..

Tiger, 27.2.2008 kl. 12:55

13 identicon

 

Velkomin heim skvísan þín.Sástu ekki vinkið mitt yfir vogin til þín?Auðvitað sástu það þegar þú kíktir út í frískt loft.Saknaði þín.Gangi þér vel

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 14:14

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.2.2008 kl. 14:28

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég á mikið bókasafn (elska bækur) og gæti nú lánað þér eitthvað gott, engill. Svona þegar þú drífur þig á Skagann í gott kaffi.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband